Búin að vera gift í 75 ár – og vita galdurinn á bak við farsælt hjónaband
Þau kynntust í sjötta bekk í grunnskóla og eru nú komin á tíræðisaldur – og þau eru með lykilinn að farsælu og hamingjusömu hjónabandi. Í myndbandinu (hér að neðan) tala þau John og Evie um hvað hafi haldið hjónabandinu svona farsælu eins og raun ber vitni. En núna í október verða þau búin að vera gift í 75 ár. Viðtalið sem við sjáum í myndbandinu er reyndar tekið fyrir fimm árum síðan. John og Evie verða bæði 95 ára á þessu...
Ekki búa um rúmið strax á morgnana – Og hér er ástæðan
Nú kætast líklega einhverjir sem ekki eru duglegir að búa um rúmið sitt strax á morgnana. Og sumir geta líka sagt; „ég sagði það mamma“. En það er víst vísindalega sannað að betra sé að leyfa rúminu að vera óumbúið … alla vega í einhvern tíma. Myndast kjöraðstæður fyrir rykmaura Það sem gerist þegar búið er um rúmið um leið og farið er á fætur er að sængin og aðrar ábreiður loka inni milljónir af rykmaurum sem eru í rúmunum...
Þetta ættu allir menn sem eru í sambandi með sterkri konu að vita
Það er mjög mikilvægt áður en þú lest lengra að þú ruglir því ekki saman að vera í sambandi með sterkri konu (eða vera giftur einni) – eða konu sem er með yfirgang og frekju. Þetta er alveg sitthvor hluturinn. Sterkar konur eru stoltar, ekki frekar og þær láta alveg vita af því ef þær eru ekki sáttar. Þær sitja ekki aðgerðalausar og láta ekki hvað sem er yfir sig ganga. Ef þú einhvern tíma lendir í því að hitta konu sem er með...
Kveddu fortíðina og fyrirgefðu þeim sem hafa sært þig – Hér eru góð ráð
Hversu oft hefur þú ekki séð einhvern gera of mikið úr afar litlu atviki, eins og t.d að fá vitlausa pöntun á veitingahúsi eða vera fastur á rauðu ljósi! Hér er önnur spurning: Hversu oft er þessi manneskja þú? Verum nú hreinskilin: Það er enginn saklaus af þessari hegðun. Afhverju gerum við þetta stundum? Við berum öll ákveðið magn af spennu innra með okkur og mikið af henni dvelur í undirmeðvitundinni. Að gera of mikið úr litlu...
Þannig veistu að hann sé tilbúinn að festa ráð sitt
Ef þú ert að velta því fyrir þér hvort maðurinn sem þú ert að hitta, eða átt í sambandi við, sé tilbúinn til þess að taka sambandið upp á næsta stig og festa ráð sitt með þér skaltu hafa þetta í huga. Hættu að velta hlutunum fyrir þér og farðu að taka eftir því hvernig hann hegðar sér. Það segir meira en mörg orð. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það, en ef þú kannast við eitthvað af eftirfarandi fimm atriðum í fari hans þá getur...
Þessir litlu leiðinlegu ávanar gætu verið að ræna þig hamingjunni
Ef ávanar þínir eru ekki að gera þér gott, þá eru þeir að stela frá þér hamingjunni. Hér má finna algenga ávana sem gætu verið að ræna þig hamingjunni án þess að þú áttir þig á því. 1. Að vera sífellt að einblína á líf annarra og gleyma sínu eigin Ekki vera svo sátt/ur að heyra sögur af velgengni annarra, og hvað allt gengur vel hjá þeim, að þú gleymir að vinna í eigin velgengni. Opnaðu skrifblokkina og byrjaðu að skrifa eigin sögu...
Tólf hlutir sem við ættum öll að gera meira af – fyrir eigin vellíðan
Þú veist eflaust nú þegar hvað það er sem fyllir lífið af heilbrigðri hamingju og gleði (og þá veistu líka að það er ekki poki af kartöfluflögum, að lesa tölvupósta eða að sitja og slúðra). En öll þurfum við á smá áminningu að halda reglulega. Og góðu fréttirnar eru þær að þú þarft ekki að gera þessa hluti fimm sinnum á dag né á hverjum degi til að sjá töluverða breytingu í þínu lífi. Nokkrum sinnum í viku eða í fimm mínútur á dag...
Karlmenn þurfa að hitta vinina reglulega – heilsunnar vegna
Allt er nú rannsakað, en hér eru niðurstöður úr nýlegri rannsókn. Vísindamenn í Þýskalandi hafa komist að þeirri niðurstöðu að það sé gott fyrir heilsu karlmanna að fá tíma til að hitta vinina reglulega. Þurfa á því að halda að hitta vinina Þetta er líklega ekki eitthvað sem að kærastan/eiginkonan vill heyra en vísindamenn telja sig hafa sannað að allir karlmenn þurfi á því að halda að hitta vinina reglulega, t.d fara og fá sér öl eða...
Eru þínir fætur tilbúnir fyrir sumarið? – Svona er gott að undirbúa þá
Yfir sumartímann er svo óskaplega notalegt að leyfa fótunum aðeins að anda og njóta sín – sem þýðir að maður vill gjarnan vera berfættur. En það er ekkert gaman að vera á tásunum ef húðin á fótunum er þurr, hörð, sprungin og hvít af þurrki. Það þarf nefnilega að hugsa vel um húðina bæði á höndum og fótum, og þá ekki síst þegar maður eldist. Virkilega góð aðferð Það eru margar aðferðir til þess að gera fæturna mýkri og fallegri en ég...
Hvítar, eðlilegar og fallegar neglur – svona ferðu að
Gular og blettóttar neglur eru ekki fallegar. En vissir þú að það eru til leiðir sem hvítta neglurnar og ná þessum blettum af? Þú þarft ekki naglalakk til að fela gular blettóttar neglur lengur. Hér eru nokkrar góðar aðferðir Sítrónur Blandaðu sítrónusafa, vatni og nokkrum dropum af sjampói saman í skál. Sýran í sítrónusafanum fjarlægir bletti af nöglunum og sjampóið þvær þá af yfirborði naglanna. Hafðu þær í bleyti í 5 til 10 mínútur...
Frábær, einföld og náttúruleg aðferð til að endurvekja viðarhúsgögnin
Ég hef verið að taka húsgögnin á heimilinu aðeins í gegn og þá sérstaklega þau sem eru gerð úr viði. En eins og allir þeir sem eru með viðarhúsgögn þekkja þá láta þau á sjá með tíð og tíma. Tvær aðferðir sem gáfust misvel Þess vegna fór ég á stúfana að leita leiða til að flikka upp á þrjú borð sem ég er með og hvað væri hægt að gera til að þau litu betur út. Ég endaði á því að prófa tvær aðferðir sem gáfust misvel. Sú seinni sem ég...
Viltu minnka magamálið og draga úr fitusöfnun að framanverðu?
Margir reyna megrun til að losna við ístru eða kviðfitu, en það er ekki lausnin. Besta leiðin til að losna við kviðfituna er að borða rétt og hreyfa sig daglega. Sem sagt, mataræðið er 50% og hreyfingin er 50%. Það eru þó ákveðnar fæðutegundir sem að hjálpa til við að draga úr þrjóskri kviðfitu. Möndlur Í möndlum er holla fitan, polyunsaturated og monounsaturated fiturnar, báðar þessar fitur koma í veg fyrir að þú borðir yfir þig....
Halla Tómasdóttir slasaði sig illa og sér nú hlutina í nýju ljósi
Í byrjun mars varð ég fyrir því óláni að fótunum var kippt undan mér þegar ég hljóp yfir örsmáan og nær ósýnilegan hálkublett fyrir utan mitt eigið heimili. Ég lenti illa og mölbraut á mér hægri ökklann. Áverkarnir kröfðust viðamikillar aðgerðar og ísetningar tveggja platna og á annan tug nagla og skrúfa. Læknirinn útskýrði í framhaldinu fyrir mér að næstu tólf vikur mætti ég ekki svo mikið sem stíga í fótinn. Nú, þegar hyllir undir...
Svona hagar fólk sér á Facebook – Hvaða týpa ert þú?
Flestir eiga líklega alla vega einn vin á Facebook sem deilir næstum því öllu sem hann gerir. Þetta getur verið einstaklingur sem þú hefur ekki hitt í mörg ár en samt veistu bókstaflega allt um viðkomandi. Vísindamenn og þeir sem rannsakað hafa hegðun fólks á Facebook segja hana gefa skýrt til kynna hver persónuleiki okkar er. Rannsókn sem framkvæmd var í Bretlandi á tengslum milli persónuleika og því sem fólk deilir með öðrum á...
Ætlar þú ekki að ganga með okkur á sunnudaginn?
Á sunnudaginn, sjálfan mæðradaginn, fer fram árleg vorganga Göngum saman. Gengið verður um allt land og einnig á Tenerife og hefjast göngurnar klukkan ellefu. Hlín Reykdal, Omnom og Hildur Yeoman Í ár fagnar Göngum saman 10 ára afmæli og er gangan hluti af viðamikilli dagskrá sem stendur yfir allt afmælisárið. Hlín Reykdal hannaði sérstök nisti, Omnom gaf sérmerktar pakkningar af súkkulaði og hönnuðurinn Hildur Yeoman kynnti...