Þess vegna er yngsta barnið oft skemmtilegast og viðkunnanlegast
Það er áhugavert að skoða áhrif systkinaraðar á okkur – og er greinilega ýmislegt sem þar spilar inn í. Þeir sem eiga systkini vita hvernig þetta virkar og til dæmis það hvernig elsta barnið setur reglurnar. Og að miðjubarnið er ástæðan fyrir því að þessar reglur eru yfir höfuð til og svo það að reglurnar virðast bara alls ekki eiga við yngsta barnið. Þá finnst eldri systkinum oft yngsta barnið njóta ýmissa forréttinda sem þau...
Sextíu og tveggja ára eftirsótt fyrirsæta á hátindi ferilsins
Hún var 45 ára þegar hlutirnir fóru að gerast og hún var komin yfir fimmtugt þegar hún virkilega slóg í gegn – sem undirstrikar það sem við segjum hér á Kokteil, það er aldrei of seint að láta draumana rætast. Var komin langt á þrítugsaldurinn þegar hún byrjaði Hún hóf þó fyrirsætuferil sinn þegar hún var komin langt á þrítugsaldur, sem er auðvitað frekar seint því þá er ferillinn oft að verða búinn hjá fyrirsætum. Yasmina Rossi...
Þvoðu hárið með matarsóda og eplaediki – Engin eiturefni
Margir vilja nota sem allra minnst af sterkum efnum og leitast við að nota eins mikið náttúrulegt og mögulegt er. Efni í hárið er þar engin undantekning en það getur einmitt verið mjög gott fyrir hárið að hvíla það aðeins á venjulegu sjampói. Hvort heldur sem það er gert með því að þvo hárið sjaldnar eða leita annarra leiða. Matarsódi og edik En fyrir þá sem vilja leita annarra leiða erum við hér með náttúrulega aðferð sem inniheldur...
Ekki allar konur sem hafa áhuga á því að vera mæður
Við erum svo lánsöm að búa við það í dag að eiga val um flesta hluti. Flest höfum við val um hvernig við viljum lifa lífinu og hvernig við viljum hafa hlutina. Og sem betur fer vilja ekki allir það sama. En ekki er þar með sagt að það sem hver og einn velur sér í lífinu sé fullkomlega „samþykkt“ af samfélaginu. Margir hafa skoðun á öllu og eru fljótir að setjast í dómarasætið. En oft vill það gleymast að sumt kemur okkur einfaldlega...
Margt sem við höldum að sé satt og rétt er í raun bara bull og vitleysa
Margt af því sem við trúum að sé satt og rétt er það víst ekki þegar upp er staðið. Það er eitt og annað sem haldið hefur verið fram í tugi og jafnvel hundruði ára sem á ekki við rök að styðjast. Af hverju stingur til dæmis strúturinn höfðinu í sandinn? Sést Kínamúrinn frá geimnum? Hata naut rauða litinn? Og hugsa karlmenn um kynlíf á sex sekúndna fresti? Þetta er áhugavert – Sautján atriði sem eru víst byggð á misskilningi 1....
Stórsniðugar hugmyndir til að nota krukkur bæði inni og úti
Glerkrukkur er hægt að nota í eitt og annað og ef út í það er farið eru möguleikarnir nærri endalausir. Þetta getur verið ódýr og einföld leið í garðinn, í veisluna og inn á heimilið. Það er um að gera að láta hugmyndaflugið ráða. Hér eru nokkrar sniðugar hugmyndir sem hægt er að dunda sér við að útbúa Úti í garði, á pallinn eða í sumarbústaðinn. Það sama á við hér...
Á þessu þarf að taka og við getum öll hjálpað – Allt of margir deyja hér árlega
Þetta er vandamál sem taka þarf á og opna augu almennings fyrir. En misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur aukist undanfarin ár og þá sérstaklega meðal ungmenna, allt frá ungu fólki og alveg niður í nemendur í grunnskóla. Svo virðist vera sem um nokkurs konar tískufyrirbrigði og breytt neyslumynstur sé að ræða. Lést aðeins 18 ára gamall Þann 25. maí síðast liðinn lést ungur drengur, Einar Darri Óskarsson, aðeins 18 ára gamall eftir...
Það er þetta sem fólk virkilega sér eftir í lífinu þegar það veit það er dauðvona
Þegar fólk veit að jarðvist þess er að ljúka er eðlilegt að það líti yfir farinn veg – en þá er líka algengt að eftirsjá vakni hjá mörgum. Áströlsk kona, Bronnie að nafni, sem starfaði í nokkur ár við líknandi meðferðir í heimahúsum upplifði og kynntist ýmsu í starfi sínu. En það veitti henni ákveðna hugljómun gagnvart eigin lífi og ákvað hún að setja upplifun sína og skjólstæðinga sinna saman í bókina The Top Five Regrets of the...
Mikið rosalega er þetta sniðug aðferð til að taka naglalakkið af
Okkur finnst þetta alveg snilldar aðferð til að ná naglalakki af nöglunum. Hver kannast ekki við að nudda bómullinni endalaust og hamast hreinlega á nöglunum til að ná lakkinu af? Þess vegna er þetta svo mikil snilld – ekkert nudd og vesen. Það sem þú þarft Litla krukku 2 hreinsisvampa Naglalakkshreinsi eða aceton Og svona gerirðu þetta Lætur svampana í krukkuna – klippir aðeins af þeim ef þarf. Hellir naglalakkshreinsi...
Þetta ættu allir að horfa á – Því það gæti bjargað lífi þínu og annarra
Þetta myndband er nauðsynleg áminning núna fyrir stóru ferðahelgarnar framundan. Þær skella símanum á mælaborðið og taka sjálfar sig upp meðan þær syngja, dansa og skemmta sér stórvel í bílnum… eða alveg þar til skilaboð pípa í símanum. Þá tekur skemmtileg bílferð allt aðra stefnu. Ekki senda sms, pósta, tvíta eða kíkja á símann meðan þú keyrir. HAFÐU AUGUN Á VEGINUM – EKKI Á SÍMANUM. Sem betur fer er þetta myndband...
Hún er 82 ára í frábæru formi – Byrjaði þegar hún var 56 ára
Hún fagnaði 82 ára afmælinu sínu í júní og segir aldur bara vera tölu. Og þegar maður sér hana Ernestine þá er ekki hægt annað en að taka undir það með henni. Aldrei of seint að byrja Ernestine er elsta vaxtarræktarkona í heimi og það er síður en svo algengt að sjá áttræða konu í slíku formi. En hún hefur ekki alltaf verið svona dugleg í ræktinni því Ernestine hóf ekki að lyfta og æfa fyrr en hún var orðin 56 ára gömul. Það er því,...
Gerðu kósý á svölunum í sumar – Hér eru góðar hugmyndir
Svalir eru framlenging á heimilinu svo það er um að gera að nota þær á sumrin. Þótt hitastigið sé kannski ekki alveg eins og við viljum hafa það má alltaf bjarga því með fullt af teppum og jafnvel hitara. Það er fátt notalegra en að sitja úti með morgunkaffið sitt eða að loknum vinnudegi. Hér eru 18 kósý svalir – Svona er auðveldlega hægt að gera þær flottar og notalegar ...
Æðislegur bröns og börnin borða frítt – Hér svigna borðin undan kræsingunum
Það er fátt notalegra um helgar en að skella sér í ljúffengan „brunch“ með góðum vinum, nú eða fjölskyldunni. Hádegi á laugardegi eða sunnudegi er svo tilvalið til að slaka á yfir góðum mat og spjalli. Og svo er auðvitað líka gaman að nota hádegin um helgar til að fagna afmæli, áfanga og vináttu. Mathúsið Garðabæ Margir veitingastaðir bjóða í dag upp á bröns um helgar og einn af okkar uppáhalds er Mathúsið í Garðbæ. Mathúsið er...
Sjö atriði sem þú ættir að hafa í huga áður en þú ferð í bikinívax
Það er aldrei gott að fara í bikínivax, það vita þær sem hafa prófað. Auðvitað er samt undantekning á reglunni því sumum konum finnst þetta ekkert mál. En hvað sem því líður þá eru hér nokkur skilaboð sem bikínivaxarar vilja að viðskiptavinir sínir hafi í huga og hætti að gera áður en þeir koma í vax, á meðan þeir eru í vaxi og þegar þeir eru í búnir í vaxi. Þetta vilja þeir að þú vitir? Hættu að hafa áhyggjur af því að þú rakaðir...
Dásamleg vinátta hunda – Sjáðu þessar yndislegu myndir
Hundar eru afar næmir og skynja tilfinningar – enda eru þeir notaðir í meðferðarskyni og til hjálpar fólki úti um allan heim. Besti vinurinn Þótt hundurinn sé svo sannarlega besti vinur mannsins þá á hann einnig afar auðvelt með að vingast við aðra hunda – og önnur dýr ef því er að skipta. Þessar yndislegu myndir hlýja manni um hjartarætur en þær sýna alveg einstakan vinskap ♥ ...