Gleymum ekki mæðrum okkar því þær gleyma okkur ekki
Þetta fallega myndband minnir okkur á að mæðradagurinn er ekki bara einu sinni á ári. Mæðradagurinn er alla daga allan ársins hring! Móðurhlutverkinu lýkur aldrei og í augum móðurinnar eru afkvæmi hennar alltaf litlu börnin hennar – sama þótt þau séu orðin þrælfullorðin og með sína eigin fjölskyldu. Vonandi berum við öll gæfu til þess, áður en það er orðið of seint, að átta okkur á því hversu dýrmætt það er að eiga...
Að tileinka sér þessi tíu atriði gerir lífið svo miklu miklu betra
Lífið er ekki alltaf fullkomið enda ekkert í þessum heimi sem kalla má fullkomið. En við lærum og lifum – og með hærri aldri áttum við okkur oft betur á ýmsu í lífi okkar. Hér eru 10 atriði sem geta gert líf okkar svo miklu betra 1. Það er ekki fræðilegur möguleiki að þú getir gert öllum til geðs í þessu lífi. Þess vegna skaltu fyrst og fremst hugsa um að gera sjálfri/sjálfum þér til geðs og síðan ástvinum þínum og þeim sem...
Að láta draumana rætast eftir fertugt – Vel hægt og margir sem það gera
Þegar fólk er komið á miðjan aldur, svona kringum fertugt, er ótrúlegt að heyra hvað það fer að bera aldurinn fyrir sig. „Ég er orðin of gömul/gamall fyrir þetta,“ er eitthvað sem er endurtekið allt of oft. Og eflaust eitthvað sem margir kannast við. Tímamót um fimmtugt? Þegar fólk svo nálgast fimmtugsaldurinn, og jafnvel fyrr, upplifa margir sig á ákveðnum tímamótum. Eins og það sé einskonar hálfleikur í lífinu. Þá vegur maður og...
Elizabeth Taylor sýnir okkur hversu auðveld klassísk augnförðun er
Elizabeth Taylor var með glæsilegri og fallegri konum. Hún var líka ávallt vel til höfð og með förðunina á sínum stað – og glæsileiki hennar var óumdeilanlegur. Klassísk augnförðun Leikkonan var dulúð og hennar persónulega líf var hennar líf en ekki almennings og aðdáenda. Enda var hún uppi á þeim tíma þar sem næði frá athyglinni var mikils metið og hið dulúðlega þótti eftirsóknarvert. Í þessu myndbroti hér að neðan sést hvað...
Þessar sjö frægu og glæsilegu konur fræða okkur um kynlífið
Ef einhver heldur að fólk hætti að stunda kynlíf þegar það eldist þá er það mikill misskilningur. Almennt eru einstaklingar kynferðislega virkir langt fram eftir aldri. En þessi langlífa mýta um að eldra fólk geti ekki verið fjörugt í rúminu endurspeglast í ansi mörgu og má þar meðal annars nefna sjónvarpsþætti og bíómyndir. Það er nefnilega ekki algengt að fólk yfir fimmtugt sé sýnt í ástarleikjum á skjánum. Á meðan þessi sýnileiki...
Fólk yfir fertugt ætti ekki að vinna meira en 25 stundir á viku
Ef þú ert komin/n yfir fertugt og finnst orðið erfiðara að einbeita þér og muna staðreyndir gæti starfi þínu verið um að kenna. Rannsókn sem framkvæmd var við Háskólann í Melbourne í Ástralíu leiddi í ljós að þrátt fyrir að 25 til 30 stunda vinnuvika fyrir þá sem komnir eru yfir fertugt sé jákvæð fyrir heilastarfsemina þá hefur allt umfram það hins vegar neikvæð áhrif. Of mikil örvun Niðurstöðurnar gáfu meðal annars til kynna að þeir...
Vísindin segja þetta hamingjusamasta lag í heimi – Það sem lætur okkur líða sem best
Þarftu að hressa þig við og ná þér upp úr leiðindum og depurð? Þá skaltu skella Queen á fóninn – því vísindamenn við Háskólann í Missouri í Bandaríkjunum hafa komist að því með rannsóknum sínum að lagið Don´t Stop Me Now sé hamingjusamasta lag í heimi. Tónlistin gerir okkur gott Við vitum öll, enda er það sannað mál, að tónlist lætur okkur líða vel og hjálpar til við að gera okkur hamingjusamari. Um 2000 Bretar sem þátt tóku í...
„Farið heim og segið foreldrum ykkar að þið elskið þau“ – Og unglingarnir hágráta
Marc Mero er fyrrverandi „wrestler“ og boxari en í dag ferðast hann víða um Bandaríkin með uppbyggilega fyrirlestra og þá sérstaklega fyrir ungt fólk. Í þessu myndbandi talar hann um ást sína á móður sinni sem hann segist ekki hafa sýnt nægilega nærgætni og umhyggju meðan hún lifði. Hann mátti ekkert vera að því að tala við mömmu sína og þóttist ekki þekkja hana þegar hún mætti á leiki til að hvetja hann áfram. Einu manneskjuna sem...
Ekki láta stressið stjórna þér – Frábær og gagnleg ráð þegar streitan tekur yfir
Er stressið alveg að fara með þig? Þú ert svo sannarlega ekki ein/n um það. Í nútímasamfélagi er streita eitt það helsta sem angrar okkur mannfólkið en streitan getur leitt til ýmissa vandamála bæði andlega sem líkamlega. Ekki láta stressið ná yfirhöndinni. Hér eru góð ráð sem vert er að kunna þegar streitan er að gera út af við þig. Sjö stórfín ráð 1. Farðu í heita sturtu Taktu 15 mínútna sturtu því það eitt og sér getur gert...
Fimm stórsniðugar leiðir til að nota svitalyktareyði á fleiri staði en undir hendur
Vissir þú að það má nota svitalyktareyði á fleiri staði líkamans en undir hendur? Vissulega eru handarkrikar okkar sá staður líkamans sem svitnar mest en það eru aðrir staðir sem þarfnast líka hjálpar og þá ekki eingöngu vegna svita. Hér eru fimm aðrar og nýjar leiðir til að nota svitalyktareyði 1. Í klofið – eða innan á lærin Þegar lærin nuddast saman myndast gjarnan mikill sviti, roði og óþægilegur núningur. Til að koma í veg...
Fimm öðruvísi og virkilega gagnlegar leiðir til að nota banana
Bananar eru hollir og gera ýmislegt fyrir líkamann, eins og t.d. að veita orku og halda blóðþrýstingi í skefjum. En vissir þú að banana má nota í ýmislegt annað? Hér eru fimm leiðir til að nota banana 1. Fyrir hárið Þeir eru góðir fyrir hárið þar sem þeir eru stútfullir af næringarefnum sem hárið þarfnast, eins og t.d. B-vítamíni og fólati. Þú getur búið til hármaska með banana. Taktu banana, nýmjólk og hunang og blandaðu þessu saman....
Þeir sem eru alltaf of seinir eru víst bæði bjartsýnni og meira skapandi
Ég er ein af þeim sem á það til að vera alltof oft of sein – eða alla vega svona á síðustu stundu. Þetta er eitthvað sem hefur fylgt mér alla ævi og virðist vera ansi erfitt að hrista það af sér. Og þótt ég hafi aðeins skánað í gegnum tíðina, þá virðist þetta samt vera eitthvað sem ég á voðalega erfitt með að eiga við. Alveg hundfúlt En það er ekki eins og ég ætli mér að vera sein. Auðvitað ekki! Ég er svo virkilega og innilega...
Svona notum við sítrónur – Tólf frábærar og gagnlegar leiðir
Flestir vita hversu góðar sítrónur eru fyrir ónæmiskerfið og til að nota í og með mat. Þá er heitt sítrónuvatn einnig fastur liður í morgunrútínunni hjá mörgum. En sítrónur má nota í svo ótalmargt fleira og þær geta gert gagn á svo marga vegu. Hér eru tólf snilldar leiðir til að nota sítrónur 1. Til að losna við vonda lykt úr ísskápnum Settu safa úr sítrónu á bómullarhnoðra eða á lítinn svamp og láttu það vera inni í ísskáp í nokkra...
Sköllóttir menn þykja kynþokkafullir – Og það staðfesta kannanir
Konur velta gjarnan fyrir sér kynþokka karla – hvað heillar þær og hvað ekki. Ef þú ert karlmaður og kominn á þann stað í lífinu að hárið á þér er farið að þynnast í kollvikunum og/eða á skallasvæði, og þú ert jafnvel farinn að óttast að kynþokki þinn fari dvínandi skaltu ekki hafa áhyggjur. Samkvæmt nýlegri erlendri könnun kemur nefnilega í ljós að konum finnst sköllóttir menn mjög heitir. Ekki fela skallann Konum finnst samt...
Þröngir skór sem særa eða vond lykt? Fimm frábær ráð
Áttu skó sem eru aðeins of þröngir? Meiða þeir þig þegar þú labbar? Og er kannski komin vond lykt í þá? Hér eru nokkur einföld og hagnýt ráð við þessu. 1. Að víkka út skó Til að víkka út skó er gott ráð að setja vatn í litla plastpoka, þessa með plastrennilásnum, eða binda góðan hnút á venjulegan lítinn poka. Passa samt að setja ekki of mikið vatn í pokana. Setja síðan pokana í skóna og beint...