Þetta ættu allir herrar að kunna – Að gera hinn fullkomna bindishnút

Það er alveg nauðsynlegt fyrir alla herra að kunna að gera góðan bindishnút enda ekkert smart við það að sjá vel klæddan mann með lítinn og illa hnýttan hnút. Glæsilegur Windsor hnútur Í hönd fer einmitt sá tími þar sem flestir karlmenn klæða sig upp og þá er nú betra að hafa þessi hluti á hreinu. Í myndbandinu hér að neðan er farið skref fyrir skref í gegnum það hvernig Windsor bindishnútur er gerður – en hann er afar...

Skoða

Nokkur snilldar trix við að pakka inn gjöfunum – Þetta er gott að kunna

Ertu að fara að pakka inn jólagjöfunum? Og áttu stundum í vandræðum með það? Hvernig væri að fá góð ráð og aðstoð við þetta? Hér eru skotheld ráð og leiðbeiningar sem allir geta nýtt sér. Þú verður algjör fagmaður eftir að þú tileinkar þér þessa tækni.

Skoða

Fullkomið rómantískt bónorð – Eitt það besta sem við höfum séð

Hann tók sér heila sex mánuði í það að skipuleggja hið fullkomna bónorð og það er óhætt að segja að það hafi heldur betur tekist vel hjá honum. Þegar hinn 25 ára gamli Adam ákvað að biðja æskuástar sinnar vildi hann hafa það sérstakt og eftirminnilegt – en Adam og Mlayne hafa verið saman í sjö ár. Hélt hún væri bara að fara í afmælisferð Adam skipulagði afmælisferð til London á 25 ára afmælisdegi Mlayne. Hún vissi því ekki betur...

Skoða

Ertu að rembast við að halda fullkomin jól – Og hvernig eru hin fullkomnu jól?

Það er alls ekkert sjálfgefið og reyndar langt frá því að allir eigi gleðileg jól. Þegar maður er mikið jólabarn þá gerir maður stundum ráð fyrir því að öllum öðrum finnist þetta einn besti tími ársins. En þannig er það alls. Því hjá mörgum er þetta nefnilega einn erfiðasti tími ársins. Margir eiga um sárt að binda Margt spilar inn í að fólk geti ekki átt gleðileg jól. Fjárhagsáhyggjur og veikindi gera þennan tíma t.d. afar erfiðan...

Skoða

Hópur hunda beið þolinmóður eftir heimilislausum vini sínum – Sönn og falleg saga

Þessi mynd er alveg yndisleg og sýnir fullkomlega hversu dásamlegar, traustar og góðar verur hundar eru – kannski bara of góðar fyrir þennan heim. Það var hjúkrunarkona, Cris Mamprim, í Brasilíu sem deildi þessari mynd og fallegu sögu á Facebook um síðustu helgi. Heimilislaus maður Heimilislaus maður hafði komið inn á sjúkrahús í Rio do Sul, þar sem Mamprim vinnur, til að leita sér hjálpar. Á meðan maðurinn naut aðhlynningar tók...

Skoða

Sjö nauðsynleg ráð fyrir þá sem eru alltaf of seinir

Sumir eru alltaf aðeins of seinir og einhverra hluta vegna sjaldnast á réttum tíma. Vandamálið er að þessir einstaklingar telja sig þurfa minni tíma í allt en þeir raunverulega þurfa. Sjö góð ráð Sagt er að þeir sem eru óstundvísir séu bjartsýnir og það hamli þeim í að vera stundvísir. Það hljómar kannski ekki svo galið en hér eru alla vega sjö góð ráð fyrir þá til að fara eftir – og hver veit nema það geti hjálpað þeim að vera...

Skoða

Lærðu að pakka gjöfunum inn á jafn faglegan hátt og Japanir

Japanir eru ansi góðir í því að gera hlutina fallega og huggulega – og aðferð þeirra við að pakka inn gjöfum er orðin vel þekkt. Verslanir í Japan pakka gjarnan vörum og gjöfum inn þegar þær eru keyptar og hér í myndbandinu er sú aðferð sem notuð er í verslununum tekin fyrir. Það tekur ekki nema 15 sekúndur fyrir vana manneskju að pakka inn á þennan hátt. En í myndbandinu hér að ofan er þetta útskýrt lið fyrir lið. Ansi flott og...

Skoða

Jólaleg og ilmandi kertaskreyting sem er svo einfalt að gera

Kanill og kanillykt minna óneitanlega á jólin. Og einmitt þess vegna er þessi skreyting svo mikil snilld. Ekki nóg með að hún sé falleg heldur ilmar hún líka afskaplega vel. Hér er borðskreytingin komin Þetta er afar einfalt að gera, meira að segja fyrir svona rata eins og okkur – svo þeir sem ekki eru vanir að föndra þurfa ekki að örvænta því hér er borðskreytingin komin. Það sem þarf í þetta eru kubbakerti, kanilstangir,...

Skoða

Tíu nauðsynleg ráð til að sofa betur á hverri nóttu

Svefninn er afar mikilvægur og ef við sofum ekki nóg kemur það niður á daglegu formi okkar. En alvarlegra er þó langvarandi svefnleysi því það getur haft afar neikvæðar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu. Hér eru 10 góð ráð til að sofa betur 1. Hafðu reglu á háttatímanum Það er mikilvægt að fara alltaf að sofa á svipuðum tíma. Líkaminn þarfnast rútínu. Rétt eins og þú stillir klukku til að vakna á ákveðnum tíma á morgnana er...

Skoða

Þetta eiga þær konur sem alltaf eru smart sameiginlegt

Sumar konur eru alltaf svo smart og vel til hafðar – og það er einfaldlega eins og þær hafi ekkert fyrir þessu. En hvert er eiginlega leyndarmál þeirra? Eiga allar eitt sameiginlegt Þessar konur eiga allar eitt sameiginlegt en það er að þær halda sig við sinn eigin stíl og eru honum trúar. Og í þessu skiptir aldur þeirra og staða engu máli. Þetta er ósköp einfalt þær konur sem halda sig við sinn stíl og hlaupa ekki eftir öllum...

Skoða

Rétt fæða er talin bæta frammistöðu karla í bólinu

Hvað við látum ofan í okkur skiptir miklu máli upp á það hvernig líkaminn vinnur. Sumar fæðutegundir hjálpa okkur og líkamanum á meðan aðar gera nákvæmlega ekkert og svo eru það þær sem gera lítið annað en að skemma út frá sér. Rétt fæða fyrir kynlífið En getur verið að rétta fæðan hjálpi karlmönnum að bæta frammistöðu sína í rúminu? Vísindamenn telja að svo megi vera. Fæða sem hjálpar líkamanum að vinna nituroxíð er talin geta aukið...

Skoða

Foreldrar í dag sofa ekki fyrir streitu yfir uppkomnum börnum sínum

  Það kemur engum á óvart að foreldrar upp til hópa eigi í erfiðleikum með að sofa á nóttunni þar sem þeir hafa svo miklar áhyggjur af því hvað börnin þeirra eru að gera og hvernig þau hafi það. Þótt þau séu orðin fullorðin Þetta kannast flestir við sem eiga ung börn. En málið er að þetta breytist ekkert – foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum þótt þau séu orðin fullorðin. Áhyggjurnar og vandamálin breytast bara með hærri...

Skoða

Algjörlega frábær jólaauglýsing – Og eitthvað sem allir foreldrar skilja svo vel

Hver þekkir það ekki að hafa einhvern tímann farið hjá sér eða skammast sín aðeins fyrir foreldra sína? Og núna er því kannski þannig farið að börnin þín fara hjá sér vegna einhvers sem þú gerir! Þessi nýja franska jólaauglýsing sýnir þetta einmitt á svo snilldarlegan hátt að maður hreinlega fær tár í augun… tár vegna þess að hún er svo vel gerð og maður getur samsamað sig við hana. Auglýsingin segir sögu feðga í gegnum árin,...

Skoða

Knús eru best í heimi – En veistu hvað þau eru góð fyrir heilsuna?

Knús eru svo góð og það er alltaf gott að knúsa einhvern – og enn betra vitandi hversu gott það er fyrir heilsu okkar. Við ættum raunverulega ekki að fara í gegnum einn einasta dag án þess að knúsa einhvern. Og það besta við knúsið er að maður getur yfirleitt ekki gefið knús án þess að vera sjálfur knúsaður. Knús flytja orku Knús er talið gera okkur svo gott og segja sumir það vera á við gott meðal. Það flytur orku og veitir...

Skoða

Réttu trixin til að líta sem allra best út á myndum

Ljósmyndarinn Nigel Barker er þrælvanur að mynda fyrirsætur og stórstjörnur – og hér gefur hann okkur hinum skotheld ráð fyrir myndatökur. Þetta eru afar einföld ráð sem allir ættu að geta nýtt sér. Enda hver vill svo sem ekki líta sem best út á myndum! 1. Lyftu höfðinu Ímyndaðu þér að þú sért eins og strengjabrúða og það sé strengur uppi á kollinum á þér sem togar þig upp. Þetta bæði lengir hálsinn og lætur hann líta út fyrir...

Skoða