Hvers vegna eru konur sífellt með samviskubit?
Það er engum hollt að vera sífellt með nagandi samviskubit. En rannsóknir leiða í ljós að 96 prósent kvenna fái samviskubit að minnsta kosti einu sinni á dag og stór hluti kvenna segist fá samviskubit allt að fjórum sinnum á dag. Hvað er málið? Eru konur svona samviskusamar að eðlisfari og er þetta því eitthvað líffræðilegt? Of miklar kröfur? Eða er kannski stóri þátturinn í þessu sá að konur gera allt of...
Tuttugu atriði sem benda til þess að þú sért orðin/n miðaldra
Orðið „miðaldra“ hefur á sér neikvæða merkingu í huga margra – svona eins og það sé eitthvað skömmustulegt við það að eldast. Líklega á þetta rætur sínar að rekja til þeirrar ungæðisdýrkunar sem hefur tröllriðið vestrænum samfélögum um þó nokkurt skeið. Og staðreyndin er sú að það hefur ekkert þótt neitt voðalega töff að eldast og verða miðaldra. En hvenær er maður svo miðaldra? Hvort sem það þykir töff eða ekki þá má getur...
Hér eru átta merki þess að skilnaður gæti verið í uppsiglingu hjá þér
Það verður að viðurkennast að mörg sambönd og hjónabönd ganga bara sinn vanagang. Í sambandinu er engin blússandi ást og hamingja – og báðir aðilar eru jafnvel hættir að hlúa að hvor öðrum. Hvert stefnir slíkt samband/hjónaband? Gæti skilnaður verið í nánd? Starfsmenn Babble.com tóku saman lista um merki þess að skilnaður gæti verið í uppsiglingu. Þessi listi er auðvitað engin alhæfing og á ekkert endilega við alla. En ef þú...
Frábær trix til að losna við bletti úr fötum – og fleiri stórgóð ráð
Flestir, ef ekki allir, kannast við að hafa fengið bletti á fötin sín sem erfitt getur verið að ná úr. Hvort sem það er vínblettur á hvítu skyrtunni eða meik á blússunni. Nú og svo eru það hvítu botnarnir á strigaskónum og hnökrar á uppáhalds peysunni. Það er nefnilega ýmislegt sem getur komið upp varðandi fatnað okkar. Til að leysa úr því eru hér 6 frábær trix 1. Raksápa á erfiða bletti Þetta er víst skothelt ráð og hægt að losna...
Hún fór í eina þá mögnuðustu yfirhalningu sem við höfum séð
Hún Holly hafði ekki látið klippa á sér hárið í mörg, mörg ár af því pabbi hennar hafði alltaf sagt að konur ættu að vera með sítt hár því annars væru þær ekki fallegar. Auðvitað erum við þessu algjörlega ósammála. Konur eru fallegar með stutt hár, sítt hár, millisítt hár og ekkert hár – því fegurðin kemur að innan. Fannst kominn tími á breytingar En Holly fannst kominn tími á breytingar og með sítt hár niður að mjöðmum gekk hún...
Þrjú frábær ráð til að velja alltaf besta rósavínið
Tilhugsunin um ískalt rósavín, sumar og sól er alveg dásamleg – því rósavínið er hinn fullkomni sumardrykkur. En hvernig velur maður rétta rósavínið? Hér eru þrjú skotheld ráð sem þú skalt hafa að leiðarljósi, til að velja það rétta, næst þegar þú skellir þér í vínbúðina eða út að borða. Þrjú ráð Skoðaðu litinn Að öllu jöfnu þegar liturinn á rósavíninu er ljós (fölbleikur) er það þurrt. En þegar liturinn er dýpri...
Þrjú einföld atriði sem gera alveg kraftaverk fyrir hjónabandið
Það er gjarnan talað um að hjónabandið sé vinna. Við getum öll tekið undir það að einhverju leyti. Allir þurfa hið minnsta að rækta garðinn sinn. Engu að síður eru það samt þrír ákveðnir þættir sem hreinlega geta gert kraftaverk fyrir sambandið og þá skiptir engu máli hvar þið eruð stödd í sambandinu. Hvort sem sambandið gengur ekki sem best eða allt gengur að óskum þá geta þessi þrjú atriði breytt aðstæðum og hjálpað til við að færa...
Þess vegna eru franskar konur alveg með þetta
Hefur þú stundum pælt í því hvað franskar konur virðast einhvern veginn alveg vera „með þetta“? Þær eru smart, bera sig vel, eru með óaðfinnanlegt hár, passlegar í holdum en borða samt það sem þær langar í. Þær frönsku eru fallegar á sinn hátt og öruggar með sig. Bera virðingu fyrir sjálfum sér Þetta eru konur sem elska sjálfar sig og bera virðingu fyrir sér – og það endurspeglast í fasi þeirra og útliti. Sumir myndu kannski...
Alls ekki geyma förðunarburstana svona inni á baði
Ert þú ein af þeim sem geymir förðunarburstana þína inni á baðherbergi? Ef svo er skaltu hugsa þig tvisvar um – alla vega ef þeir eru uppi á borðum. Bakteríur og sýklar Húðsjúkdómafræðingurinn Kavita Mariwalla bendir á að þeir sem geymi burstana sína óvarða inn á baðherbergi eigi á hættu að þeir fyllist af óæskilegum bakteríum sem sé síðan burstað á andlitið. Og það eitt getur ógnað heilsu þinni. Kavita segir að í hvert sinn sem...
Þessi sex einföldu atriði þykja gera okkur aðlaðandi í augum annarra
Maður finnur svo sannarlega fyrir því, og verður var við þegar litið er í spegil, að maður er aðeins farinn að eldast. Húðin er ekki eins stinn og áður, hrukkur að verða dýpri, og hárið að breytast. Forréttindi En það þýðir auðvitað ekkert að láta þetta eitthvað ná til sín enda eru það forréttindi að fá að eldast. Því er um að gera að taka því með jafnaðargeði og bjóða allar þessar breytingar velkomnar. Síðan er svo margt í fari okkar...
Gefðu þér tíma í þetta 15 mínútna dekur
Manni líður alltaf einhvern veginn betur þegar maður er með vel snyrtar og fallegar neglur. En oftar en ekki situr handsnyrtingin á hakanum því það er svo margt annað sem þarf að gera og græja. En þannig þarf það ekki vera. Hér eru leiðbeiningar fyrir handsnyrtingu sem þú getur gert heima og tekur aðeins 15 mínútur. Toppaðu hana svo með uppáhalds naglalakkinu þínu. Handsnyrting á 15 mínútum 1. Fjarlægðu gamalt naglalakk. 2. Gættu þess...
Níu merki þess að þú sért ekki lengur ástfangin/n af maka þínum
Það er fátt sem toppar þá tilfinningu að vera ástfangin/n og því er það kannski ekkert skrýtið að talað sé um bleika skýið í upphafi sambands. Allt verður svo fullkomið og gott. En eins og fólk getur orðið ástfangið þá getur það líka hætt að vera ástfangið. Oftar en ekki finna pör og hjón sig í þeim sporum að allt er breytt. Þótt ýmsar ástæður geti legið að baki er ástæðan þó oftast sú að fólk hættir að sinna sambandinu. Það hættir að...
Þessi tíu atriði einkenna sanna og góða vini
Það er gott að eiga vini og algjörlega ómetanlegt að eiga sanna og góða vini. En hvað er það sem greinir á milli kunningja og traustra og sannra vina? Hér er tíu atriði sem einkenna sanna vini 1. Samgleðjast Góðir vinir samgleðjast þér innilega og eru ánægðir fyrir þína hönd þegar vel gengur. Þetta er ekkert alveg sjálfgefið því vinasambönd geta stundum verð yfirborðsleg og afbrýðisemi kraumað undir niðri. Slík sambönd virðast...
Þeir sem eru með allt í drasli hjá sér eru hugmyndaríkari og frumlegri
Í gegnum tíðina hefur það ekki þótt neitt sérstaklega eftirsóknarvert að vinna við ofhlaðið skrifborð þar sem úir og grúir af alls kyns dóti. Hefur það gjarnan verið tengt við ringulreið – og fólk sem vinnur við þannig aðstæður talið vera óskipulagt með flöktandi huga. Þess vegna hefur því verið haldið fram að auðveldara sé að vinna og skapa í umhverfi þar sem allt er í röð og reglu og auðvitað snyrtilegt. En er þetta virkilega...
Þrífðu lyklaborðið á tölvunni þinni á nokkrum sekúndum
Það verður að viðurkennast að ansi mörg okkar borða og snarla við tölvuna og sitja uppi með að mylsna og fleira endar á lyklaborðinu. En það er samt ekki bara það að við fáum okkur stundum bita við tölvuna heldur fellur líka ryk á lyklaborðið. Mikilvægt er að hreinsa allt slíkt upp áður en það fer lengra. Svo einfalt Að hreinsa lyklaborðið er alls ekki flókið og þú þarft ekki sérstaka bursta eða tuskur til þess. Það eina sem þú þarft...