Ævaforn kínversk aðferð sem losar þig við streitu og spennu
Streita og spenna hefur mismunandi áhrif á fólk – og hún getur haft alvarlegar afleiðingar á líkama og sál. Þegar við stressumst upp hugsum við ekki rökrétt og stressið rænir okkur allri orku. Ævaforn aðferð Kínverjar luma á ýmsum ævafornum og góðum náttúrulegum ráðum við hinu og þessu. Og auðvitað eiga þeir ráð við streitu! En hún virkar þannig að nuddað er og þrýst á ákveðinn punkt/stað á líkamanum. Þessi gamla speki hér...
Mikil kyrrseta hefur ótrúlega mikil áhrif á það hversu hratt við eldumst
Við vitum öll hversu slæm áhrif of mikil kyrrseta hefur á heilsuna enda hafa fjölmargar rannsóknir sýnt fram á tengsl hennar við hjartavandamál, sykursýki, offitu og andlát fyrir aldur fram. Það er ekkert erfitt að skilja hvers vegna kyrrsetan eykur hættuna á of háum blóðþrýstingi, líkum á hjartaáfalli og óeðlilegum blóðsykri. Gerir okkur eldri En ekki einungis hefur of mikil kyrrseta áhrif á heilsufarið heldur sýna nýlegar rannsóknir...
Þetta þarftu að vita – Því þessi einföldu ráð gætu bjargað mannslífi
Með réttum og skjótum viðbrögðum má bjarga einstaklingi sem fengið hefur heilablóðfall. Það er því afar mikilvægt að kunna að bregðast við og vita hvað á að gera. Einkenni Talið er að læknar geti í mörgum tilfellum opnaða stíflaða æð, sé um blóðtappa að ræða, komi sjúklingur á bráðamóttöku innan þriggja tíma frá upphafi einkenna. Einkenni sjúklings geta verið dofi eða lömun í annarri hlið líkamans. Þau geta verið bundin við handlegg,...
Kaffidrykkja hefur góð áhrif á heilastarfsemina
Hefur þú áhyggjur af því að þú drekkir of mikið kaffi? En vissir þú að kaffi getur gert okkur gott – svo kaffidrykkjan þarf hreint ekki að vera svo slæm! Hér eru sex staðreyndir um áhrif kaffidrykkju 1. Besti tími dagsins til að drekka kaffi? Margir komast hreinlega ekki í gang á morgnana fyrr en þeir eru búnir að fá kaffibollann sinn. En samkvæmt rannsóknum er tíminn eldsnemma á morgnana líklega versti tími dagsins til að...
Hefurðu mælt blóðþrýstinginn nýlega? – Hér er ástæða þess að það margborgar sig!
Helstu áhættuþættir kransæðasjúkdóma eru vel þekktir. En kransæðasjúkdómar hrjá þúsundir Íslendinga og er algengasta dánarorsök landsmanna. Hár blóðþrýstingur hrjáir um þriðjung fullorðinna einstaklinga á Vesturlöndum. Háþrýstingur veldur líka hjartabilun, heilablóð- föllum, útæðasjúkdómi, nýrnabilun og gáttatifi. Þrjú stig háþrýstings Hættan á dauðsföllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma eykst línulega eða jafnvel í veldisfalli frá...
Tíu skotheld ráð að heilbrigðu og fallegu hári
Flest eigum við bæði góða hárdaga sem og slæma – en með því að hugsa vel um hárið má hins vegar fjölga góðu dögunum. Þetta er ekkert flókið – hugsaðu vel um hárið þitt og það mun skila sér! En hvað getum við gert til að hugsa um hár okkar á sem allra besta hátt? Hér eru 10 leiðir að fallegra hári 1. Farðu reglulega í klippingu Ekki sleppa því að fara í klippingu því það leiðir aðeins til þess að endarnir klofna og slíkt er...
Mataræði þitt skiptir miklu máli fyrir góðan svefn
Hvað og hvernig við borðum getur haft mikil áhrif á gæði svefns okkar. En rannsóknir sýna fram á að þeir sem borða fjölbreyttustu fæðuna sofi best. Góður nætursvefn með réttu fæðunni Með þessu fjölbreytta mataræði eru það þó ákveðin efni í fæðunni sem gegna lykilhlutverki í því að gera svefninn góðan. Sérfræðingar segja fjögur næringarefni vera mikilvægust. Vissar fæðutegundir innihalda þessi efni svo það er vel þess virði að skoða...
Þess vegna ættum við að borða döðlur reglulega
Eitthvað segir okkur að döðlur séu ein af þessum vanmetnu ávaxtategundum sem við vitum ekki nógu mikið um. Staðreyndin er nefnilega sú að þessi litli brúni ávöxtur er stútfullur af vítamínum og steinefnum. Stútfullar af góðum efnum Mikilvæg steinefni eins og kalsíum, járn, fosfór, natríum, kalíum, magnesíum og sink er öll að finna í döðlum. Einnig vítamínin A og K, þíamín og fólínsýru. Þá veita döðlurnar orku og eru auk þess...
Þetta er líklega einn algengasti sjúkdómur sem við heyrum ekkert talað um
Þessi sjúkdómur er líklega mun algengari en við gerum okkur grein fyrir og hann er arfgengur. Engu að síður getur hann einnig átt sér sínar skýringar. Margir kvarta yfir óþægindum og pirringi í fótum sem lýsir sér í eirðarleysi, stingjum, doða, sviða og óstöðvandi þörf fyrir að hreyfa fótleggina. Óþægindin ná frá ökkla og upp á mið læri. Þetta er mjög algengt enda hefur stundum verið talað um eirðarleysi í fótum sem algengasta sjúkdóm...
Mikilvægar fæðutegundir fyrir ristilinn – Gerðu ristlinum greiða
Fæstir hugsa líklega ekkert sérstaklega út í það að borða rétt fyrir ristilinn. Málið er þó að það getur verið ákaflega mikilvægt því ristilkrabbamein er eitt algengasta krabbameinið hér á landi. Að koma í veg fyrir ristilkrabba En krabbamein í ristli er líka eitt þeirra krabbameina sem talið er að megi koma í veg fyrir með réttum lífsháttum – og þar vegur fæðan þungt. Sérfræðingar segja að koma megi í veg fyrir helming alls...
Þannig losnarðu við uppþembu eftir allan veislumatinn
Yfir hátíðarnar borða margir mat sem þeir eru ekki annars vanir að neyta í miklu magni. En á þessum tíma er gjarnan bæði mikið saltað og reykt á borðum. Þetta fer ekki vel í suma og þembast þeir upp og líkaminn safnar vatni. Hægt að koma í veg fyrir þetta Með því að borða réttu fæðuna með hátíðarmatnum má vinna á móti þessu og koma í veg fyrir uppþembu. Vissar fæðutegundir geta hjálpað til við meltinguna á þessum mat og haft stjórn á...
Ef brjóstin eru farin að síga þá er þetta eitthvað sem þú ættir að gera
Þegar konur eldast er eðlilegt að brjóstin sígi og lögun þeirra breytist. Margir telja þetta vera eðlilegan hluta af því að eldast og því sé ekkert hægt að gera til að koma í veg fyrir það. Vissulega er það rétt að með aldrinum missa brjóstin fyllingu og þau verða ekki jafn þrýstin. En það má svo sannarlega reyna að sporna við þessari þróun. Auðvitað síga lítil brjóst líka Oft er talað um að brjóstagjöf valdi því að brjóstin síga. Það...
Frábær aðferð til að hreinsa nabbana af nefinu á auðveldan hátt
Margir, ef ekki flestir, eru með litla svarta nabba á nefinu sem erfitt getur verið að losna við. Og á það jafnt við konur sem karla. Hér er ansi góð leið til að ná þessum leiðinda nöbbum í burtu. Það sem þú þarft að eiga er tannþráður sem er líka nokkurs konar tannstöngull – en margir eiga einmitt svona í baðskápnum hjá sér. Og svona er þetta gert (sjá líka myndbandið frá mínútu 1:30) 1. Notið vel heitt þvottastykki til að opna...
Þrjár fljótlegar greiðslur sem bjarga þér alveg þegar tíminn er lítill
Hver kannast ekki við það að vera á síðustu stundu og vita ekkert hvað gera á við hárið – hvort sem það er á morgnana eða þegar farið er út á lífið? Hér eru þrjár einfaldar greiðslur sem geta bjargað þér þessa daga þegar tíminn er lítill. Og það tekur ekki nema örfáar mínútur að gera hverja og eina. ...
Það er ekkert svo glatað að fara á breytingaskeiðið
Hér áður fyrr hugsaði maður ekkert sérstaklega út í það að einhvern tímann færi maður á breytingaskeiðið. Og innst inni vildi maður eflaust vera laus við það enda hefur staðalmyndin af konu á breytingaskeiði verið máluð frekar neikvæð. En auðvitað sleppur engin kona við þetta tímabil. Og þótt einhverjar telji jafnvel að þær hafi sloppið eða muni sleppa þá er það ekki mögulegt – ekki einu sinni pínulítið mögulegt. Því þetta er gangur...