Svona lýsir breytingaskeið karla sér – Hér eru helstu einkennin
Það eru nefnilega ekki bara konur sem fara á breytingaskeið – svo það sé alveg á hreinu. En hvernig lýsir breytingaskeið karla sér – og hvernig geta karlmenn vitað hvort þeir séu að ganga í gegnum þetta skeið? Ekki það sama og grái fiðringurinn Töluvert hefur verið rætt um breytingaskeið kvenna en öllu minna um breytingaskeið karla. En það er ekki þar með sagt að karlar fari ekki á sitt breytingaskeið. Sumir halda því reyndar...
Orsök hármissis getur verið alvarleg – Hér eru þrettán ástæður fyrir hárlosi
Á hverjum degi missum við hár af höfði okkar – sem er í sjálfu sér alveg eðlilegt. En hins vegar getur mikið hárlos verið merki um að ekki sé allt með felldu. Karlar eru líklegri til að missa hárið en konur, sem er bara ein af staðreyndum lífsins. Engu að síður getur hárlos líka verið vandamál hjá konum. Hér eru þrettán ástæður fyrir hárlosi og hármissi 1. Áfall Hvers kyns líkamleg áföll geta leitt til hárloss. Slys, aðgerð,...
Ertu að gera allt rétt en léttist samt ekkert? – Þetta gæti verið vandamálið!
Það getur reynst þrautin þyngri að halda þyngdinni í skefjum – hvað þá að ætla að losna við nokkur kíló. Kannast þú við það að borða rétt og hollt og hreyfa þig reglulega í þeim tilgangi að losna við nokkur kíló… en ekkert gengur? Hormónar Þetta er ekki óalgengt vandamál – og gæti verið ákveðnum hormónum í líkamanum um að kenna. Hér er um að ræða hormónið kortisól, sem er einnig þekkt sem streituhormón líkamans. Líkaminn...
Tólf skotheldar ástæður fyrir því að bæta engifer inn í fæðuna
Engifer hefur verið notað í gegnum aldirnar við ýmsum líkamlegum kvillum. Það er stútfullt af andoxunarefnum en þau eru talin hafa þessi góðu áhrif á líkamann. Í dag er afar auðvelt fyrir okkur að nálgast engifer en það fæst nánast í hverri einustu verslun. Það er auðvelt að bæta engifer inn í fæðuna t.d. með því að setja það í te/heitt vatn og nota það í fiskrétti og súpur, svo fátt eitt sé nefnt. Hér eru tólf ástæður fyrir því að...
Afar mikilvægt að gleyma ekki að hugsa um húðina á höndunum
Margir hugsa afar vel um húðina í andlitinu og eyða miklum tíma í það – en huga hins vegar ekki að höndum og hálsi. Það er auðvelt að gleyma því að hendurnar verða fyrir nákvæmlega því sama og andlitið, þ.e. sól, kulda og öllu því. Og reyndar mæðir enn meira á höndunum en andlitinu. Þess vegna eru það einmitt þær sem geta komið upp um aldurinn á einstaklingi sem er með unglegt andlit. Og þetta á alveg jafnt við karla sem konur....
Þú getur haft skjaldkirtilstruflanir án þess að átta þig á því
Í kringum fimmtugsaldurinn eykst hættan á því að konur þurfi að kljást við vandamál í skjaldkirtli. Talið er að konur séu fimm til átta sinnum líklegri en karlar til að eiga við skjaldkirtilstruflanir að stríða – og því álíta sérfræðingar að estrógen eigi hér hlut að máli. En magn estrógens hormóna fer þverrandi í líkamanum á breytingaskeiði og með hærri aldri. Getur gert mikinn óskunda starfi hann ekki rétt Skjaldkirtillinn er...
Silfurgráir, svalir og sjarmerandi – Leyfðu gráu hárunum að njóta sín
Grátt hár hefur undanfarin misseri verið vinsælt og sífellt fleiri konur kjósa að láta gráu hárin óáreitt og sumar láta jafnvel lita hár sitt grátt. Ef grátt hár er inni hjá konum hlýtur það líka að eiga við hár karlmanna. Líkt og konurnar láta margir menn einnig lita á sér hárið þegar það fer að grána. Það er þó ekki jafn algengt og virðast þeir ekki vera alveg jafn viðkvæmir fyrir gráu hárunum og konurnar. Gráa hárið gæti samt...
Konur ættu að fara út með vinkonum sínum tvisvar í viku – Heilsunnar vegna
Nú er komin hin fullkomna afsökun fyrir konur til að fara út með vinkonum sínum. Bara svona ef þig vantaði ástæðu! Finnst þér gaman að fara út með stelpunum? Gerðu það þá oftar því ávinningurinn af því er víst heilmikill. Vísindin sanna það Samkvæmt nýlegri rannsókn ættu konur að fara út með vinkonum sínum tvisvar í viku í þeim tilgangi að bæta eigin heilsu. Því það gerir þig bæði hamingjusamari og hraustari. Rannsóknin sem framkvæmd...
Vísindin segja það afar gott fyrir heilann að borða súkkulaði daglega
Það er oft talað um að borða eitt epli á dag til að forðast heimsóknir til læknisins. En það nýjasta er hins vegar að viljir þú gera vel við heilann og halda lækninum í burtu þá ættirðu að borða súkkulaði. Já þú last rétt, súkkulaði! Svo segja rannsóknir Rannsóknir sýna fram á að það að gæða sér á dökku súkkulaði reglulega geti varið heilann gegn vitsmunalegri hrörnun. Þetta hefur meðal annars rannsókn sem framkvæmd var við háskólann...
Þetta eru algeng mistök sem konur gera þegar þær eldast
Það er óhjákvæmilegt og ekki nokkur leið að neita því að með aldrinum breytist bæði líkami okkar sem og húðin. Ekki er þar með sagt að allir séu alveg sáttir við þessar breytingar og margir reyna allt hvað þeir geta til að halda í það sem áður var. En með hærri aldri getur verið gott, og jafnvel nauðsynlegt, að hugsa hlutina upp á nýtt og gera breytingar sem henta á hverjum tíma. Eða að minnsta kosti að gera ekki þau mistök að festast...
Ævaforn aðferð sem vinnur á kvefi og flensu – Þetta viltu kunna
Þessi uppskrift og aðferð er ævaforn og svínvirkar á kvef og flensu. En það er alltaf gott að kunna góð ráð sem hægt er að nýta sér þegar kvefið og flensan banka upp á. Um leið og þú finnur að það er að helllast yfir þig kvef skaltu útbúa þetta te og drekka. Það tekur ekki nema nokkrar mínútur að útbúa og þú getur unnið á kvefinu strax í byrjun með þessu. Það sem þú þarft er Vatn Engiferrót Hrátt hunang Aðferð Settu vatn í pott og...
Þessir drykkir gætu hjálpað þér í baráttunni við aukakílóin
Sumir drykkir gera einfaldlega ekkert fyrir okkur á meðan aðrir hjálpa til við eitt og annað í líkamanum. Þessir drykkir hér að neðan eiga það allir sameiginlegt að þeir eru góðir til að berjast við fitu og auka meltinguna. Þeir geta sem sagt hjálpað til við það að berjast við aukakílóin. En vissulega þarf að hafa í huga að allt er gott í hófi og auðvitað innihalda þessir drykkir hitaeiningar, en mismiklar þó. Heitt kakó Kakó er...
Þessi náttúrulega jurt og krydd gæti komið í stað bólgueyðandi lyfja
Margir leita annarra og náttúrulegri leiða en framleiddra lyfja til að lina verki og bólgur í líkamanum. Notkun okkar Íslendinga þykir farin úr hófi fram á mörgum lyfjum, eins og t.d. Íbúfeni og því vel þess virði að skoða hvort ekki megi minnka þá notkun. En lyfið virkar vel á bólgur og verki og vilja sumir meina að það hreinlega virki á flesta kvilla. En aukaverkanir af lyfinu geta verið töluverðar og óvarleg neysla getur haft...
Þessi snilldar aðferð losar þig við bólgur og bauga undir augum
Svafstu lítið eða illa í nótt? Vaktirðu kannski fram eftir og nú sést það heldur betur á þér – og þú ert með bauga og þrútin/n undir augum? Hversu margir hafa ekki vaknað þannig á morgnana! Til er einföld lausn En hér eru góðar fréttir fyrir þig. Það er nefnilega til einföld og ódýr lausn við þessu. Og það eina sem þú þarft er grænt te og klakabakki. Grænt te er stútfullt af andoxunarefnum og koffíni en sýnt þykir að bæði þessi efni...
Svona er skynsamlegt að borða til að forðast Alzheimer
Við heyrum mikið talað um að holl og góð næring sé nauðsynleg fyrir líkamlega heilsu. Ákveðnar fæðutegundir séu t.d. góðar fyrir hjartað og aðrar góðar fyrir betri meltingu og svo framvegis. En það er sjaldnar sem maður heyrir að eitthvað sé gott fyrir heilann. Engu að síður sýna í dag sífellt fleiri rannsóknir fram á að mikilvægt sé að gefa heilanum rétta næringu. Rétt mataræði talið minnkar líkur á Alzheimer Talið er að með réttu...