Hvernig klipping hentar þínu andlitsfalli best?

Ekki hentar öllum konum sama klippingin og sama greiðslan. Ýmislegt þarf að hafa í huga þegar hárið er klippt og eitt af því er andlitsfall viðkomandi. Það fer t.d. mikið eftir andlitsfallinu hvaða hársídd hentar hverri og einni – og einnig hvort eða hvernig taka á hárið upp. Hér eru hinar dæmigerðu sex tegundir andlitsfalla teknar fyrir og hvað hentar hverju og einu þeirra. Hvað hentar þínu andlitsfalli best? Kringlótt andlit...

Skoða

Sjö frábær förðunartrix fyrir unglegra útlit

Þegar við eldumst breytist húð okkar og þá um leið þær áherslur sem við þurfum að nota við förðunina. Ekki dugir lengur að nota sömu vörur og sömu aðferðir og þegar við vorum yngri. Hér eru sjö ráð og trix, fyrir eldri húð, sem gott er að hafa á bak við eyrað við förðunina 1. Rakakrem Berðu rakakrem á andlitið áður en þú setur farða á þig. Húðin þornar með aldrinum og þarf á næringu að halda. Ef þú setur farðann beint á húðina sýgur...

Skoða

Þannig geturðu spornað við of hraðri öldrun húðarinnar

Við Íslendingar búum við myrkur og kulda stóran hluta ársins og því ekki skrýtið að þjóðin taki sólinni fagnandi þegar hún loksins lætur sjá sig. En sólardýrkendur þurfa þó að hafa í huga að of mikil sól er ekki góð fyrir húðina. Þótt hún sé okkur nauðsynleg þá getur of mikið af henni haft slæm áhrif á húðina. Kuldinn, sólin og reykingar Þeir sem helst vilja liggja heilu dagana í sólbaði ættu að endurskoða það því sólin þurrkar húðina...

Skoða

Þunglyndi karla oft dulið og einkennin eru allt önnur en hjá konum

Þunglyndi er afar erfiður sjúkdómur sem þjakar marga. Einkenni þunglyndis geta verið ólík milli kynjanna og þótt sama aðferð sé notuð til að greina þunglyndi hjá körlum og konum þá er upplifunin og þau einkenni sem sjúklingarnir helst kvarta yfir ekki þau sömu. Hér eru þau atriði sem karlar ræða helst um við lækni þegar greining á sér stað Þreyta Mikil þreyta er eitt helsta umkvörtunarefni karla – og er mun algengara að þeir...

Skoða

Frábær ráð til að eiga við þunnt hár

Konur með þunnt hár vita hversu erfitt það getur verið að eiga við hárið og að fá fyllingu í það. Auðveldar lausnir, eins og krullujárn og froða sem á að gera hárið meira, virka ekki alltaf eins og best verður á kosið. Að eiga við þunnt, flatt eða líflaust hár getur verið vinna en það er síður en svo vonlaust. Hér eru nokkur góð ráð 1. Notaðu réttu vörurnar í hárið. Fáðu ráðleggingar á hárgreiðslustofunni þinni um val á vörum. Það er...

Skoða

Konur sem neyta bólguvandandi fæðu líklegri til að þjást af þunglyndi

Talið er að 12-15 þúsund Íslendingar þjáist af þunglyndi á hverjum tíma. Sjúkdómurinn er því býsna algengur hér á landi. Fleiri konur glíma við þunglyndi en karlar. Í Bandaríkjunum er talið að fimmta hver kona þjáist af þunglyndi einhvern tíman á lífsleiðinni. Sjúkdómnum fylgja skert lífsgæði, minnkaðar lífslíkur og aukin hætta á öðrum sjúkdómum, þar á meðal eru hjarta-og æðasjúkdómur, sykursýki og ýmis krabbamein. Þunglyndi hefur...

Skoða

Margar konur upplifa þunglyndi í fyrsta sinn á miðjum aldri

Þrátt fyrir að flestar konur fari í gegnum breytingaskeiðið án teljandi erfiðleika eru ekki allar jafn heppnar. Því þetta tímabil getur reynst sumum konum afar erfitt. Skap kvenna er misviðkvæmt fyrir öllu því hormónahoppi sem á sér stað og upplifa sumar konur þunglyndi í fyrsta skipti á ævinni þegar þær fara í gegnum breytingaskeiðið. Bæði móðirin og unglingurinn með hormónana úti um allt Það mæðir oft mikið á konum á þessum aldri og...

Skoða

Frábær drykkur fyrir flatan maga og nauðsynlegur gegn uppþembu

Þessi girnilegi smoothie er nauðsynlegur þeim sem eiga við það algenga vandamál að stríða að þjást af uppþembu. En innihald drykksins hjálpar meltingunni og kemur í veg fyrir uppþembdan maga. Öll innihaldsefnin hjálpa Gríska jógúrtin gefur gott magn kalks og próteins. Bláberin auka brennsluna og brenna fitu og ananasinn inniheldur ensím sem auðveldar meltinguna og kemur í veg fyrir uppþembu. Og grænkálið er auðvitað fullt af trefjum...

Skoða

Lengdu lífið og hægðu á öldrunarferlinu með þessum sjö atriðum

Þrátt fyrir að við getum aldrei komið alveg í veg fyrir öldrun líkamans er engu að síður ýmislegt sem við getum gert til að hafa áhrif á það. Hvernig við eldumst og hvað við lifum lengi hefur mikið með lífshætti okkar að gera. Vissulega eru alltaf undantekningar á því og virðast stundum ólíklegustu þættir og lífshættir einkenna langlíft fólk. Hér eru sjö þættir sem eru taldir geta hjálpað okkur að hægja á ferlinu Ólífuolía Olían er...

Skoða

Nákvæmlega þess vegna ættirðu að borða avókadó á hverjum degi

Hér eru 7 góðar ástæður fyrir því að borða avókadó á hverjum einasta degi. 1. Góð fita Avókadó, eða lárperan, er stútfull af góðri fitu – sömu góðu fitunni og er í ólífuolíu. Þess vegna er lárperan sérstaklega góð fyrir hjartaheilsu okkar. 2. Gerir þig mettan Þá getur þessi góða fita og auk þess trefjarnar í lárperunni haft hemil á hungrinu. Rannsóknir sýna að máltíðir og réttir sem innihalda avókadó eru saðsamir og gera okkur...

Skoða

Þetta er allra besta hreyfingin og eitt besta meðal sem völ er á

Með hærri aldri eiga ýmsar breytingar sér stað í líkama okkar og á það bæði við karla og konur. Til að takast á við líkamlegar breytingar er mikilvægt að huga að réttri hreyfingu. Besta lyfið sem við eigum kost á Ganga er ein besta hreyfing sem völ er á og hana er hægt að stunda næstum hvar sem er og hvenær sem er. Og svo kostar það ekkert að ganga. Gangan getur gert þér afar gott og haft jákvæð áhrif á marga kvilla sem angra til...

Skoða

Er uppþemba vandamál? – Hér eru frábær ráð til að forðast hana

Loft og uppþemba angrar marga og þótt slíkt sé sjaldnast merki um eitthvað alvarlegt þá er þetta engu að síður mjög óþægilegt. Mörgum líður eins og þeir séu með körfubolta í maganum og þrýstingurinn getur verið ansi mikill. Þess utan þá er eins og öll föt verði einu til tveimur númerum of lítil á meðan þetta gengur yfir – og yfirleitt gengur þetta nú yfir á nokkrum tímum. En hvað er hægt að gera og hvað ætti að forðast til að koma í...

Skoða

Þeir sem lengst lifa og eru hraustastir eru þeir sem borða mest af kolvetnum

Eru kolvetni slæm fyrir heilsu okkar? Og er lykillinn að því að halda sér hraustum og grönnum sú að sleppa neyslu kolvetna? Sé miðað við vinsæla matarkúra virðist málið vera að sleppa kolvetnum alveg úr fæðunni – og eru ófáir á þannig mataræði í dag. En getur verið að það sé alls ekki gott heilsunnar vegna að sleppa kolvetnum? Hvað segja vísindin? Rannsókn sem framkvæmd var af National Center for Global Health and Medicine í...

Skoða

Kröftugur túrmerik drykkur – Þessi er góður fyrir líkamlega og andlega heilsu

Við höfum fjallað töluvert um túrmerik hér á Kokteil enda virðist þessi litla appelsínugula rót búa yfir einstökum eiginleikum. Þessi undra rót hefur verið notuð sem krydd, lækningajurt og litarefni í Suðaustur-Asíu frá því um 600 fyrir Krist. Það er því ekkert nýtt að hún sé notuð í heilsufarslegum tilgangi. Eitt öflugasta andoxunarefni svo vitað sé Túrmerik hefur verið notað um aldir gegn bólgum í líkamanum, liðagigt,...

Skoða

78 ára og farðar sig sjálf svo hún lítur út fyrir að vera mörgum árum yngri

Það er ekkert leyndarmál að góð förðun og förðunarvörur geta gert kraftaverk. Í dag er til lausn við næstum öllu og margir eru duglegir að nota það sem í boði er. Hér er Joann, 78 ára kona sem er allt annað en hrifin af því að eldast. Sonur hennar er frægur förðunarmeistari og fékk hana til að gera þetta myndband með sér. Sefur með förðunina Joann tekur sérstaklega fram að hún hljóti að elska son sinn meira en orð fá lýst fyrst hún...

Skoða