Gerðu varirnar þrýstnari með þessum 4 einföldu skrefum

Það þykir eftirsóknarvert að skarta vel mótuðum og þrýstnum vörum enda getur það gert mikið fyrir útlitið. Með öllum þeim förðunarvörum og þeim góðu ráðum sem við búum að í dag ættu allar konur að geta gert varir sínar enn fallegri en þær eru. Þá erum við ekki að tala um varir sem líta óeðlilega út heldur aðeins varir sem líta út fyrir að vera aðeins þrýstnari og fallegri en þær raunverulega eru. Svona getur þú gert varir þínar enn...

Skoða

Þetta getur hjálpað þér við að fá flatari maga

Að ná flötum maga er stöðug barátta hjá mörgum – og það er eins og það skipti engu máli hversu lítið er borðað því magasvæðið virðist samt ekkert minnka. Uppþemba og vökvasöfnun Aukafita á magasvæðinu getur stundum verið afleiðing dæmigerðrar uppþembu og vökvasöfnunar í líkamanum – og þá lítur út fyrir að viðkomandi hafi bætt á sig. Reyna má ýmislegt til þess að minnka magaummálið og er þessi holli drykkur hér ein af þeim...

Skoða

Níu fæðutegundir sem innihalda færri hitaeiningar en þær brenna

Hljómar það ekki vel að til séu fæðutegundir sem láta líkamann brenna fleiri hitaeiningum en þær innihalda? Það finnst okkur alla vega! En samkvæmt sérfræðingum á það einmitt við þessar níu fæðutegundir hér að neðan. Þessar 9 fæðutegundir eru 1. Klettasalat Einn bolli af klettasalati telur ekki nema 4 hitaeiningar. Klettasalat bragðast eins og pipar og er fullt af trefjum sem hjálpa meltingunni en auk þess inniheldur það A-, C-, og K-...

Skoða

Finnst þér þú hafa bætt á þig? – Og skilurðu alls ekki hvers vegna?

Finnst þér þú hafa fitnað… en samt ekki? Því þú veist að þú hefur ekkert verið að borða neitt meira en venjulega og ættir því ekki að vera að fitna. Eru buxurnar þröngar? Og líður þér líka oft þannig í maganum eins og þú sért alveg stútfullur/ur og hafir borðað alveg heilan helling? Þótt það sé ekki raunin. Eru buxurnar þrengri en þær ættu að vera? Vissulega gæti ástæðan verið sú að þú hafir fitnað en það er líka mjög líklegt að þú...

Skoða

Stórgóð ráð við bjúg og bólgum í fótum

Bjúgur og bólgur í fótum er nokkuð sem margir kannast við. Ástæðan fyrir bjúgnum getur verið af ýmsum toga en ef ástandið er viðvarandi ætti alls ekki að láta það ómeðhöndlað. Hjartað eða nýrun Bólgnir fætur geta t.d. verið merki um hjarta- og nýrnavandamál – og því ætti ætíð að leita læknis ef bólgan er viðvarandi. En bjúgur getur líka stafað af ýmsu öðru eins og t.d. fæðu, lyfjum, miklum ferðalögum og fleira. Hér er nokkur góð ráð...

Skoða

Hár okkar breytist með hærri aldri – Og hér eru góð ráð

Umhirða hársins er mikilvægur þáttur í því að líta vel út. Hárið getur annað hvort látið konur líta út fyrir að vera eldri en þær eru eða yngri. Allar konur hafa átt slæman hárdag svo þær vita alveg hvaða áhrif hárið getur haft á útlitið. Þá daga er ekki óalgengt að konum finnist þær líta út fyrir að vera eldri en þær eru. Hárið og sjálfstraust Þegar hárið er fallegt, glansandi, heilbrigt og vel klippt og snyrt getur það virkað sem...

Skoða

Gerðu þetta frábæra túrmerik te til að draga úr verkjum og bólgum í líkamanum

Túrmerik hefur verið notað um aldir gegn bólgum í líkamanum, liðagigt, magavandamálum, ýmsu ofnæmi, lifrarvandamálum og brjóstsviða. Þetta er eitt öflugasta andoxunarefni svo vitað sé og eykur það blóðflæði og þanþol æða. Þannig kemur það jafnvægi á blóðþrýstinginn og bætir um leið hjarta- og æðakerfið. Við vöðva- og liðverkjum Þá er túrmerik talið koma í veg fyrir skemmdir á innri líffærum, eins og t.d. heila, og hefur það verið...

Skoða

Svona færðu flott og vel blásið hár

Það getur vafist fyrir konum að blása á sér hárið enda ekki alltaf auðvelt að eiga við sitt eigið hár, hvort sem það er millisítt eða sítt. Gengur illa að gera þetta sjálfar Þegar konur fara í klippingu er hárið yfirleitt blásið fínt á eftir en mörgum gengur síðan illa að eiga við það sjálfar þegar þær þvo hárið og þurfa sjálfar að blása. Það er ákveðin kúnst að blása sítt hár svo vel sé en ekki gleyma að þetta er auðvitað eitthvað...

Skoða

Þessar ávaxtategundir draga úr hrukkum og bæta ástand húðarinnar

Það sem við borðum getur haft mikil áhrif á útlit og ástand húðarinnar. Með því að gæta þess að borða réttu fæðutegundirnar má vernda og bæta húðina innan frá. Ekki er nóg að eiga og nota góð og fín krem því þótt þau geti verið góð gera þau ekki það sama og fæðan getur gert. Þessir sjö ávextir hér að neðan eiga það allir sameiginlegt að þeir hjálpa til við að gera húðina stinnari og auka kollagen framleiðsluna. Viljir þú bæta ástand...

Skoða

Er það virkilega allra meina bót að stunda kynlíf?

Getur það verið að með því að stunda kynlíf reglulega megi bæði bæta líðan síðan og heilsu að mörgu leyti? Svo vilja sérfræðingar alla vega meina og þreytast seint á því að segja okkur hversu gott kynlífið sé fyrir okkur. Samkvæmt þeim getur kynlífsiðkun víst gert ótrúlegustu hluti fyrir líkama og sál. Fyrir utan þá ánægju sem kynlíf veitir eru hér tólf atriði sem það getur annað hvort læknað, dregið úr eða gert betra 1. Kynlíf getur...

Skoða

Förðunarmistök sem þú ættir að forðast því þau geta gert þig 10 árum eldri

Þegar við eldumst er augljóst mál að húð okkar breytist og því þarf að endurskoða umhirðu húðarinnar sem og förðun hennar. Það sem einu sinni virkaði svo vel og var voða flott gerir allt í einu ekkert fyrir okkur og lætur okkur bara líta út fyrir að vera eldri en við erum. Og þá er nú betra að sleppa því! Hér eru förðunarmistök sem geta látið okkur líta út fyrir að vera 10 árum eldri 1. Að nota of mikið meik Mikilvægt er að velja létt...

Skoða

Náttúrulegt andlitsvatn sem Hollywoodstjörnur nota – Algjört undrameðal

Það þarf ekki alltaf að vera flókið og dýrt að hugsa vel um húðina. Stundum getur einfaldlega verið nóg að fara í skápana í eldhúsinu til að finna það sem þarf til að öðlast góða húð. Það gera meira að segja stjörnurnar í Hollywood. Leikkonan Scarlett Johansson hefur til dæmis dásamað notkun eplaediks og segir það vera leyndarmálið á bak við hreina og ljómandi húð sína. Undrameðal við bólum Þeir sem prófað hafa þessa aðferð sverja og...

Skoða

Kaffidrykkja getur bókstaflega haldið í þér lífinu – og lengt líf þitt

Margir hafa áhyggjur af því að þeir drekki of mikið kaffi yfir daginn – og kannski drekka sumir aðeins of mikið. Engu að síður benda sífellt fleiri vísindalegar rannsóknir til þess að hófleg kaffidrykkja geri okkur bara gott og segja má að kaffidrykkjan geti haldið í okkur lífinu. Hér eru nokkrar ástæður hvers vegna kaffið heldur í þér lífinu Krabbamein í blöðruhálskirtli Rannsóknir segja að þrír sterkir bollar af kaffi á dag minnki...

Skoða

Er mikið stress í þínu lífi? – Hér eru sex einfaldar leiðir til að höndla það

Streita er mikil í okkar nútímasamfélagi og ansi margir lifa við stöðugt stress. Það er engum blöðum um það að fletta að stress hefur slæm áhrif á heilsuna – ekki bara andlega heldur lika líkamlega. Mikilvægt að ná slökun á hverjum degi Sérfræðingar segja mikilvægt fyrir okkur að ná að slaka á þótt ekki sé nema í stutta stund í senn, meira að segja örfáar mínútur geti hjálpað. En þeir telja það geta gert líkamanum afar gott að ná 20...

Skoða

Borðaðu þessar 7 fæðutegundir fyrir ljómandi húð og unglegt útlit

Við hér á Íslandi þurfum að huga vel að húðinni yfir vetrarmánuðina þar sem kuldinn og þurrt loftið fara ekki vel með hana. Húðin verður þurr og jafnvel grá og veitir þess vegna ekki af öllu því sem við getum gefið henni. En það er ekki nóg að kaupa fín og góð krem því mikilvægt er að veita húðinni næringu innan frá og þá skiptir miklu máli hvað við látum ofan í okkur. Hér eru nokkrar fæðutegundir sem eru góðar fyrir húðina allan...

Skoða