Frábærar augnæfingar sem bæta sjónina og fyrirbyggja augnsjúkdóma
Vissir þú að það er rosalega gott fyrir augun að gera augnæfingar? Að gera slíkar æfingar reglulega getur hjálpað til við að bæta sjónina og koma í veg fyrir augnsjúkdóma sem gjarnan þróast með hærri aldri. Þá styrkja æfingarnar líka augnvöðvana. Álag á augun Í dag vinna margir við tölvu allan daginn og stara stanslaust á skjáinn. Slíkt veldur miklu álagi á augun og því ekkert óeðlilegt að vera alveg búinn í augunum á kvöldin. Ef þú...
Hvaða partur líkamans heldur þú að eldist hraðast?
Þegar við hugsum um vörur sem hægja á öldrun og draga úr hrukkumyndun eru vörur fyrir andlitið það fyrsta sem kemur upp í hugann. Ekki satt? Þetta á kannski eftir að koma þér á óvart – en andlitið er ekki sá hluti líkamans sem eldist hraðast. Það eru í raun brjóstin. Brjóstin viðkvæmust Í niðurstöðum rannsóknar sem birt var í Journal Genome Biology kemur í ljós að brjóstvefurinn er viðkvæmastur fyrir afleiðingum öldrunar,...
Fimm mínútna hártrix til að fá mjúka og létta strandarliði
Við erum alltaf til í að læra nýjar aðferðir, trix og lausnir sem auðvelda okkur lífið og spara tíma. Hér er snilldar aðferð til að setja létta strandarliði í hárið… og það tekur aðeins nokkrar mínútur. Í staðinn fyrir að taka allt hárið og krulla það er það sett í hátt tagl og svo teknir stórir lokkar og þeir krullaðir – og útkoman er þessir fínu strandarliðir. Gætið þess bara að hárið sé orðið kalt áður en teygjan er...
Fáðu mjúka og fallega fætur með þessari einföldu og náttúrulegu aðferð
Við erum afskaplega hrifin af notkunarmöguleikum matarsóda og þreytumst seint á því að kynna fyrir lesendum okkar fjölmargar leiðir til þess að nota þetta hvíta undraduft. Matarsódi fyrir fæturna Nú er komið að því að taka fæturna í gegn fyrir sandalana og opnu skóna – og að sjálfsögðu er líka hægt að gera það með matarsóda. En með þessari aðferð er hægt að losna við sprungur og þurrk af hælum og iljum og fá mjúka fætur. Þannig...
Rauðvín og súkkulaði leyndarmálið bak við unglega húð og færri hrukkur
Sumar rannsóknir og vísindalegar niðurstöður eru einfaldlega miklu skemmtilegri en aðrar. Og það á svo sannarlega við þessa rannsókn sem framkvæmd var við háskólana í Brighton og Exeter í Englandi. Rauðvín og súkkulaði Vísindamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að það að drekka rauðvín og borða súkkulaði sé leyndarmálið á bak við unglega húð. En samkvæmt þeim innihalda bæði rauðvín og súkkulaði efni sem hjálpa til við endurnýjun á...
Viltu lengja líf þitt? – Þá eru vinir þínir lykillinn að því
Lykillinn að lengra lífi er líklega ekki sá sem flestir halda – en það að borða hollt, hreyfa sig nægilega og að vera reyklaus hafa verið taldir mikilvægir þættir í átt að langlífi. Samkvæmt rannsóknum er þetta hins vegar ekki nóg því það er einn veigamikill þáttur sem virðist vera mikilvægastur í því að ná háum aldri. Að eiga vini Það merkilegasta er að sá þáttur kemur líkamlegri heilsu í raun ekkert við. Nei, því það sem á...
Taktu þessa lífrænu blöndu fyrir svefninn og þú vaknar ekki framar þreytt/ur
Að fá nægan svefn er afar mikilvægt upp á heilsuna að gera. En góður svefn er síður en svo sjálfsagður hlutur og því fær maður að kynnast enn betur með aldrinum. Það er ekkert sjálfsagt að sofna vært um leið og maður leggur höfuðið á koddann, hvað þá að vakna úthvíldur og ferskur. En talið er nauðsynlegt að fá á milli sjö og átta stunda samfelldan svefn á hverri nóttu. Einföld lífræn blanda Ýmsar leiðir eru notaðar til að bæta gæði...
Borðaðu eins og þú vilt af þessum 10 fæðutegundum – Og án þess að fitna
Það getur vissulega verið erfitt að halda í við þyngdina – sérstaklega með hærri aldri en þá er eins og það dugi að horfa á matinn og hann er sestur á magann eða rassinn. Hvað maður lætur ofan í sig getur skipt öllu máli í því að halda þyngdinni í skefjum. Það er því ánægjulegt til þess að vita að borða megi meira af sumum fæðutegundum án þess að hlaupa í spik. Fáar hitaeiningar Þessar tíu fæðutegundir hér að neðan eiga það...
Breytingaskeiðið er ekki og ætti ekki að vera eitthvað „tabú“
Fyrir sumar konur getur verið erfitt að ræða um breytingaskeiðið – þeim þykir umræðuefnið óþægilegt og vilja helst ekkert af því vita. Beri efnið á góma í hópi kvenna á fimmtugsaldri má gjarnan búast við ólíkum viðbrögðum. Sumar bregðast illa við, aðrar sitja hljóðar og stara tómlega út í loftið og enn aðrar vilja endilega ræða málið og galopna sig. Sumar konur segjast þó ekkert vilja um þetta heyra og fara að tala um eitthvað...
Þannig fer of lítill svefn með okkur
Færð þú nægan svefn? Í amstri dagsins er svefninn gjarnan látinn sitja á hakanum og ekki gera sér allir grein fyrir því hversu mikilvægur svefninn er fyrir heilsuna, heilann og útlitið. Vinnan, líkamsræktin og félagslífið er látið ganga fyrir og fyrir vikið verður of lítill tími fyrir svefn. Talið er t.d. að um 30 prósent bandaríkjamanna séu vansvefta. Eldast um aldur fram Of lítill svefn getur haft veruleg áhrif á heilsuna og heilinn...
Fimm æfingar til að gera heima sem koma þér fljótt í form
Margir eru duglegir að halda sér í formi þótt þeir fari ekki í ræktina. Það er nefnilega alls ekki nauðsynlegt að kaupa sér líkamsræktarkort til að vera í formi. Til dæmis kostar ekkert að skella sér í göngutúr eða út að hlaupa. En það eitt og sér er kannski ekki nóg til að þjálfa alla vöðva líkamans. Hér eru nokkrar æfingar sem styrkja líkamann og þú getur auðveldlega gert heima – þessar æfingar ættu að hjálpa þér að komast...
Svona getur 15 mínútna ganga á dag breytt lífi þínu og haft mikil áhrif
Flest gerum við okkur grein fyrir mikilvægi reglulegrar hreyfingar fyrir líkamann. En hreyfingingin er þó ekki síður mikilvæg fyrir andlega heilsu og það má ekki gleymast. En hvað er hægt að gera ef þú hefur ekki tíma til að mæta stöðugt í ræktina? Eða ef þér hreinlega leiðist að svitna og mæta eitthvert til að taka þátt í reglulegri hreyfingu? Þrátt fyrir góðan ásetning þá situr hreyfingin stundum á hakanum í annasömu lífi okkar. En...
Þannig má forðast uppþembu og bólgur í líkamanum
Bólgur í líkamanum og uppþemba angrar marga og getur verið hvimleið. Það sem við látum ofan í okkur getur átt stóran þátt í þessum bólgum. En þegar fólk eldist geta líka hormónar og sveiflur í hormónabúskapnum haft þessi áhrif. Ef þú vilt hins vegar minnka líkurnar á því að þjást af uppþembu er ýmislegt sem hægt er að gera, nú eða ekki gera, til að koma í veg fyrir þetta hvimleiða vandamál. Hér er listi yfir eitt og annað sem vert er...
Tíu fæðutegundir sem auka brennsluna
Við vitum flest að megrunarkúrar eru ekki rétta leiðin til að léttast og halda línunum í lagi. Enda höfum við flest prófað eitthvað slíkt í gegnum tíðina. Við hér erum fylgjandi hollum og góðum mat sem gerir eitthvað fyrir okkur og þar með líkama okkar. Og það eiga þessar tíu fæðutegundir hér að neðan sameiginlegt – en þær hjálpa allar til við að brenna fitu. Tíu fæðutegundir sem auka brennsluna 1. Egg Egg eru ein af þeim...
Tónlist gerir kraftaverk fyrir Alzheimer-sjúklinga – Sjáðu myndbandið
Þetta fallega spænska myndband sýnir hversu stórkostleg áhrif tónlist getur haft. Þeir sem standa á bak við þetta átak vinna með Alzheimer-sjúklingum en vilja leita óhefðbundinna leiða og nota tónlist til að láta fólkinu líða betur í stað of mikilla lyfja. Lyf hafa neikvæðar aukaverkanir en það hefur tónlistin hins vegar alls ekki. Þau segja þetta góðan kost með öðrum leiðum eins og hæfilegri lyfjagjöf og auk þess sé þetta mun ódýrara...