Þessi slaufusnúður er aldeilis sætur núna um jólin
Hér er skemmtilegt tvist á hinn vinsæla háa snúð sem hefur verið svo vinsæll lengi, enda einstaklega þægilegt að skella í einn slíkan. Ansi hreint skemmtilegt að skella í slaufusnúð einmitt núna á þessum árstíma. Það eina sem þú þarft er hárteygja, litlar spennur og hárlakk. Og mundu að hann þarf ekki að vera fullkominn, þetta má alveg vera smá druslulegt....
Endast langvarandi varalitir á vörunum allan daginn eða ekki?
Ég veit ekki hvort það telst til vandamála, en við konur þekkjum vel hversu stutt varaliturinn endist á vörunum. Við fáum okkur einn kaffibolla og búmm! Hann er farinn. Þetta á við um glossið líka. En við erum að sjálfsögðu við þessu búnar og erum sífellt að bæta á varirnar enda er varaliturinn og glossið eins og staðalbúnaður í töskunni. Þannig er það alla vega hjá mér. Langvarandi varalitir Fyrirtæki sem framleiða snyrtivörur þekkja...
Tímabundið freknuhúðflúr er nýjasta trendið fyrir andlitið
Það verður að viðurkennast að fólk er sjaldan eins frísklegt í framan eins og á sumrin þegar það verður sólbrúnt, sætt og freknótt. Það væri ekki leiðinlegt að eiga möguleika á því að vera svoleiðis oftar en bara á sumrin hér á okkar kalda landi. Hvernig hljómar að fá sér tímabundið freknuhúðflúr? Það hljómar örugglega vel í eyrum þeirra sem fá aldrei freknur en vildu óska þess að þeir gerðu það. Nú gæti nefnilega draumurinn ræst....
Tvær einfaldar aðferðir til að gera tagl sem er stíll yfir
Tagl er eitt af því sem er alltaf sígilt og fer aldrei úr tísku. En það er ekkert skemmtilegt við það að hafa taglið alltaf eins og heldur engin ástæða til þess því taglið býður upp á svo marga möguleika. Hér eru tvær aðferðir til að gera fallegt tagl sem er stíll yfir og hentar við flest tækifæri. Og það besta er auðvitað hvað þetta er einfalt – alveg eins og við viljum hafa það!...
Þessi hristingur er nauðsynlegur þeim sem ekki borða mikið kjöt
Þessi hristingur er mjög járnríkur. En gæta þarf þess að taka inn járn úr fæðunni sérstaklega þegar borðað er lítið af kjöti. Við fáum járn úr dökkgræna grænmetinu, baunum, korni, fræjum og fleira. Rauðrófur eru t.d. einstaklega járnríkar. Með því að taka inn C-vítamín með járni eykst frásog þess úr smáþörmunum um 30%. Þess vegna hef ég appelsínu í þessum drykk þar sem þær eru svo ríkar af C-vítamíni. Uppskrift fyrir 2 1 appelsína 1 ½...
Svona eldist maður hratt með því að reykja
Allir vita af skaðsemi reykinga á heilsuna og innri líffæri en ekki gera sér allir grein fyrir því að þær hafa líka áhrif á útlitið. Húð þeirra sem reykja eldist hraðar og langt um aldur fram. Í þessu myndbandi var förðunarfræðingur fenginn til að farða nokkra unga einstaklinga sem reykja töluvert á hverjum degi. Markmiðið var að sýna hvaða áhrif reykingar geta haft á útlitið á 30 árum. Að lokinni förðun fengu þau síðan spegil til að...
Gjafaleikur – Að vera frábær eftir fertugt
Bókin Frábær eftir fertugt fjallar á opinskáan hátt um líkamlega og andlega heilsu kvenna á breytingaskeiði. Sumar konur fara tiltölulega létt í gegnum þetta tímabil á meðan aðrar finna fyrir töluverðum óþægindum. Umræðan einkennist oft af fordómum Umfjöllunarefnin eru eins og við má búast fjölmörg; hormónabreytingarnar, kynlíf, sambönd og félagsleg tabú, útlit og fatastíll, umhirða húðar – svo fátt eitt sé nefnt. Umræða um æviskeið...
Getur aspirín komið í veg fyrir brjóstakrabbamein?
Samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn getur aspirín dregið úr því að krabbameinsfrumur endurnýji sig. Þeir sem standa að rannsókninni segja að lítil en regluleg inntaka aspiríns, hjá konum, geti komið í veg fyrir að krabbamein þróist í brjóstum eða taki sig upp aftur. Ekki eingöngu brjóstakrabbi Aspirín er venjulega notað sem verkjalyf og til að koma í veg fyrir blóðtappa. En þetta er ekki fyrsta rannsóknin sem bendir til þess að...
Svalar og flottar herraklippingar
Það er ekkert nýtt að karlmenn vilji vera huggulegir um hárið og getur hártíska karlmanna alveg verið jafn breytileg og kvenmanna. Þá er það heldur ekkert nýtt að karlmenn noti efni í hárið á sér til að fullkomna greiðsluna – munurinn er bara sá að í dag er miklu meira úrval efna og möguleikarnir nærri óþrjótandi. Hér eru nokkrir flottir herrar, á besta aldri, sem hugsa vel um hárið á sér. David Beckham, 40 ára, hefur...
Sæt sumargreiðsla fyrir millisítt hár
Þessi greiðsla er einstaklega sumarleg og sæt. Hún hentar vel millisíðu hári og jafnvel aðeins síðara – og er tilvalin fyrir brúðkaupsveisluna, garðpartýið, afmæli og önnur sérstök tilefni. Það eina sem þarf er fallegt hárband, krullujárn, hárfroðu (eða annað slíkt í endana) og litlar spennur. Sjáðu líka hvernig klipping hentar þínu andlitsfalli hér....
Tvö einföld og fljótleg „hártrix“
Við erum alltaf að leita eftir einföldum og fljótlegum lausnum fyrir hárið. En gerum um leið þær kröfur að það sé líka smart. Hér eru tvær afar einfaldar og fljótlegar aðferðir fyrir sítt hár Strandarhár Liðað og bylgjað hár, svona eins og þú sért nýkomin af ströndinni, hefur verið vinsælt undanfarið. Með þessari einföldu aðferð geturðu fengið strandarhár á nokkrum mínútum. Settu mótandi efni í hárið. Skiptu hárinu í tvo hluta og...
Notar stuttermabol á blautt hárið til að fá krullur
Sjáðu hvernig hún vaknar með flottar krullur í hárinu eftir að sofa með bol á höfðinu alla nóttina. Auk bolsins notar hún efni í hárið en ekki er nauðsynlegt að nota sömu vörur og hún – vel má nota önnur efni sem gera sama gagn. Þessi aðferð virkar best á liðað hár....
Að vera háður því að vera veikur
Maður hefði haldið að allir vildu vera hraustir og heilbrigðir og væru þar af leiðandi þakklátir fyrir heilsuna. En eins ótrúlega og það hljómar í mínum eyrum er þetta víst ekki svona einfalt því fíkn birtist í ólíklegustu myndum og spilar þarna inn í. Mannskepnan er svo áhugaverð Ég dett stundum inn í þætti í sjónvarpinu sem fjalla um raunverulegt fólk. Sem sagt ekki leikna þætta heldur þætti sem fjalla um raunverulega gleði fólks,...
Náttúruleg aðferð við að fjarlægja hár úr andliti
Með aldrinum eykst hárvöxtur á líkamanum og verða margar konur t.d. varar við þennan aukna hárvöxt á breytingaskeiði þegar hormónarnir eru í stanslausri rússibanareið. Hár á efri vörinni algeng Algengt er að hárvöxtur í andliti aukist og spretta upp hár hér og þar en aðallega þó fyrir ofan efri vörina. Margar konur vaxa á sér efri vörina til að losa sig við þessi óæskilegu hár eða hreinlega raka þau burtu. En til er náttúruleg leið...
Á IV stigi brjóstakrabbameins og vill fræða fólk
Holley Kitchen setti þetta myndband af sér inn á youtube fyrir rétt rúmri viku síðan. Markmið hennar er að fræða fólk um krabbamein en sjálf greindist hún með brjóstakrabba árið 2012 sem síðan dreifði sér um líkamann þrátt fyrir að fara í tvöfalt brjóstnám. Eftir brjóstnámið hvarflaði ekki að henni að hún gæti fengið aftur brjóstakrabbamein en raunin varð önnur og það er engin lækning til og á Holley því enga von um að verða nokkurn...