Er skammdegisþunglyndi að þjaka þig? – Þá gæti þetta hjálpað
Ef þér finnst þú finna óþægilega mikið fyrir skammdeginu núna þá er sólarleysi og minni dagsbirta ekki endilega aðal ástæðan. Þegar kólnar í veðri og dagsbirtan verður minni með hverjum degi er afar auðvelt að kenna því um að okkur líður ekki vel og að skapið verður þyngra. En það eru líka aðrar ástæður fyrir þessari líðan. Þannig að áður en þú dregur fram þunglyndislyfin lestu þá þetta. Hreyfir þú þig nóg? Þegar kalt er í veðri er...
Svona seturðu á þig varalit svo hann endist lengi
Maður hefði haldið að það væri ekki mikið mál að skella á sig varalit – og í sjálfu sér er það kannski ekkert flókið. En ef þú vilt hins vegar að varaliturinn endist lengi og njóti sín sem best á vörunum er eitt og annað sem þarf að hafa í huga. Gott að kunna Nú fyrir hátíðir þar sem mikið er um veislur, matarboð, tónleika og annað slíkt skella flestar konur á sig varalit. Og þá er nú aldeilis gott að kunna aðferð sem lætur hann...
Losaðu þig við bauga og poka undir augum með þessu snilldar trixi
Dökkir baugar og pokar undir augum geta verið hvimleiðir og eru ekki beint til prýði. Til eru margar aðferðir sem hægt er að nota til að reyna að losna við hvoru tveggja en hér er ein sem er nokkuð áhugaverð en hún inniheldur matarsóda. En við hér á Kokteil erum alveg einstaklega hrifin af matarsóda og notkunarmöguleikum hans. Flestir, ef ekki allir, eiga matarsóda í eldhússkápunum og annað sem þarf í þetta er líka að finna í...
Karlmenn verða miklu veikari en konur þegar þeir fá flensu – og það er sannað!
Í gegnum tíðina hefur verið grínast með það hvað karlmenn verða veikir þegar þeir fá flensu – og hafa konur gjarnan hlegið að því hversu aumlega þeir bera sig. En nýleg rannsókn sem framkvæmd var við John Hopkins háskólann í Bandaríkjunum sýnir fram á að það er víst staðreynd að karlmenn verða virkilega mun veikari en konur þegar þeir fá flensu. Svo það er greinilega engin ástæða til að hlæja að þessu. Hafa ekki sömu vörn og...
Þekkir þú einkenni magnesíum skorts?
Magnesíum hefur verið kallað „the miracle mineral“ og „the spark of life“ en þetta steinefni er mjög nauðsynlegt fyrir okkur öll. Magnesíum hjálpar til við heilbrigði beina og er einnig mjög gott fyrir hjartað. En einhverra hluta vegna er því miður oft litið framhjá þessu efni þegar hugað er að heilsunni. Hvað gerir magnesíum fyrir okkur? – Það er gott fyrir æðar og vöðva. – Byggir upp og styrkir bein....
Reglulegt og gott kynlíf lengir líf karlmanna
Að stunda kynlíf reglulega hefur góð áhrif á hjartastarfsemina. En niðurstöður breskrar rannsóknar hafa leitt í ljós að karlmenn sem stunduðu kynlíf að minnsta kosti tvisvar í viku á 20 ára tímabili voru í minni hættu á að látast af hjartasjúkdómum heldur en þeir karlar sem stunduðu kynlíf sjaldnar en einu sinni í mánuði. Oft og reglulega Rannsóknin sýndi einnig fram á að á 10 ára tímabili var sá hópur sem stundaði kynlíf oft og...
Enginn hnútur eða æxli en er samt að deyja úr brjóstakrabbameini
Fyrir rúmum tveimur árum síðan fór Jennifer í brjóstamyndatöku af því hún hafði grun um að eitthvað væri að. Hún hafði tekið eftir rauðum bletti á vinstra brjóstinu sem í raun leit út eins og sólbruni og fannst réttast að láta skoða það. Brjóstamyndataka sýndi hins vegar ekkert óeðlilegt og læknirinn sem las úr niðurstöðunum sendi Jennifer heim með þau skilaboð að líklega væri brjóstahaldarinn hennar bara of lítill. Bletturinn fór...
Er líkami þinn að kalla á hjálp? – Hér eru 10 merki þess
Líkaminn er þitt musteri og þér ber að fara vel með hann því þú færð ekki annan ef þú misnotar þennan sem þú fæddist í. Oft á tíðum þá er líkaminn að reyna að segja okkur að eitthvað sé að en oftar en ekki hlustum við ekki á hann. Líkaminn lætur vita Sem dæmi, þú byrjar að finna fyrir verkjum og þér finnst þú vera heit/ur og afar þreytt/ur, þú heldur að það sé gott að leggja sig í smá stund, en í raunveruleikanum þá er líkaminn að...
B12 skortur er dauðans alvara og getur haft alvarlegar afleiðingar
Fyrir um fjórum árum síðan var ég svo heppin að heimilislæknirinn minn hætti að vinna sökum aldurs. Já, mér finnst ég hreinlega hafa dottið í lukkupottinn það árið. Ekki það að læknirinn minn hafi ekki verið góður og umhyggjusamur, hann var það – en hann hafði bara svo marga sjúklinga á sinni könnu. Nýr læknir og blóðprufur Ég þurfti sem sagt að finna nýjan lækni og ég var heppin að finna lækni sem var ekki með allt of marga...
Fimm fæðutegundir sem losa þig við bólgur og bjúg – og jafnvel aukakíló
Aukakíló, bjúgur, bólgur og meltingaróþægindi eiga því miður til með að angra marga. Bjúgur getur átt margar orsakir en algengt er hann myndist vegna fæðuóþols, próteinskorts eða of mikillar neyslu á salti. Bólgur í frumum líkamans geta valdið margskonar hrörnunarsjúkdómum og má oft rekja þær til lélegs mataræðis og streitu sem hefur oft skelfileg áhrif á líkamann. Besta meðferðin við bjúg er auðvitað að greina orsök hans og meðhöndla...
Þessar fæðutegundir eru frábærar til að ná sér í þann vökva sem líkaminn þarfnast
Þessar fæðutegundir eru ferskar og fullar af næringu og innihalda fáar hitaeiningar. Borðaðu vatnið þitt Samkvæmt gamalli reglu þá áttu að drekka átta vatnsglös á dag, og sumir mæla með meiru. Þetta getur oft verið örlítið erfitt þannig að því ekki borða vatnið sem líkaminn þarf að nota yfir daginn. Um 20% af inntöku á vatni kemur úr fæðunni okkar, sérstaklega ávöxtum og grænmeti. Vatnið er okkur öllum afar mikilvægt og skiptir aldur...
Þetta er eitthvað sem allir herramenn ættu að hafa á hreinu
Allir herramenn ættu að vita hvernig á að klæða sig. Sumt er einfaldlega ekki ásættanlegt viljir þú vera fínn og flottur í tauinu. Það er ekki er nóg að henda sér bara í einhver jakkaföt og halda að málið sé dautt. Óskrifaðar reglur Það er eitt og annað sem hafa þarf í huga svo þetta smelli allt saman og heildarútkoman verði eins og best verður á kosið. Hér að neðan eru nokkrar óskrifaðar reglur sem geta gert gæfumuninn í því hvort þú...
Farðu að sofa með slétt hárið og vaknaðu með þessar flottu krullur
Þeir sem eru með slétt hár dreymir gjarnan um að hafa krullur og liði í hárinu á meðan þeir sem eru með krullurnar dreymir um slétt hár. Og það góða við þetta er að í dag er þetta allt mögulegt. Sléttujárnin hjálpa þeim sem vilja hafa hárið slétt og krullujárnin þeim sem vilja hafa krullur og liði. Engin heit tæki og tól En svo eru líka margir sem vilja ekki endalaust nota heit tæki og tól í hárið og þá er nú gott að kunna önnur trix...
Broken heart syndrome mun algengara hjá konum en körlum
Einkenni og meingerð kransæðasjúkdóms hjá konum eru að sumu leyti frábrugðin því sem gerist hjá körlum. Þá er sjúkdómurinn einnig oft ólíkur milli karla og kvenna. Fyrir hið fyrsta kemur kransæðasjúkdómur að jafnaði fram áratug síðar hjá konum en körlum. Ástæður þessa eru ekki að öllu leyti þekktar en tengjast mögulega áhrifum kvenhormóna – en östrógen bætir t.d. starfsemi æðaþels. Engu að síður er ekki mælt með...
Full af fordómum en engum hormónum
Til hvers! Vaknaði klukkan þrjú að nóttu vegna verkja. Tók parkódín og sofnaði en vaknaði aftur þremur og hálfum tíma seinna með verki. Hringdi á heilsugæsluna sem sagði mér að hringja í 112 ef þetta væri neyðartilfelli og þar sem að vinkona mín sagði að kvensjúkadómalæknirinn hefði „bjargað“ lífi hennar þá hvarflaði það að mér að hringja í 112 og biðja um parkódín forte! En ég hætti við það og vakti tengdamömmu í staðinn sem gat...