Þetta er það sem gerist þegar þú notar hárnæringuna á undan sjampóinu
Ef þú ert með fíngert, flatt eða líflaust hár ættirðu að prófa að þvo hárið á annan hátt en þú ert vön/vanur – og þá sérstaklega ef þú notar hárnæringu í hárið. Prófaðu þessa aðferð Hefur það einhvern tímann hvarflað að þér hvað myndi gerast ef þú settir hárnæringuna í hárið á undan sjampóinu? Hvort heldur sem það hefur hvarflað að þér eða ekki þá er þetta frábær leið til að gefa hárinu næringu án þess að það verði slepjulegt eða...
Grunar þig að þú sért með Candida sveppasýkingu? Gerðu þetta einfalda heimapróf!
Candida sveppurinn er til staðar í flestum einstaklingum. Hann lifir í líkama okkar líkt og aðrar bakteríur og örverur og gerir okkur yfirleitt ekkert mein. Og reyndar þrátt fyrir það sem margir halda þá gerir hann okkur líklega meira gagn en ógagn með því að halda öðrum óæskilegri sveppum frá. Gerðu þetta próf En það er hins vegar þegar eitthvað fer úrskeiðis sem við getum fengið Candida sveppasýkingu og ástæður þess geta verið...
Elliglöp og Alzheimer ekki einn og sami hluturinn – Hver er munurinn?
Elliglöp og Alzheimer eru ekki einn og sami hluturinn. Hægt er vera með tegund elliglapa sem er algjörlega ótengd Alzheimer sjúkdómnum. Elliglöp eru ákveðnar heilaskemmdir sem hafa áhrif á daglegar athafnir og samskipti. Alzheimer eða elliglöp Alzheimer er algengasta form elliglapa en elliglöp eru ekki einn ákveðinn sjúkdómur heldur ósértækt sjúkdómsheilkenni eða röð einkenna og merkja. Orðið elliglöp vísar til hnignunar á...
Fá hláturmildar og brosmildar konur frekar hrukkur?
Með aldrinum missum við fyllingu í andlitinu sem leiðir til þess að allt sígur niður. Augun virðast sokkin, kinnarnar lafandi og kinnbeinin hvassari. Húðin er ekki lengur stinn og teygjanleg. Fitan hjálpar Of lágur þyngdarstuðull getur síðan ýkt ástandið þar sem fitan er það sem hjálpar til við að slétta úr fínum línum og hrukkum. Fitan í undirhúðinni gefur húðinni fyllingu en þegar hún fer að minnka sígur húðþekjan og hrukkur...
Er það þetta sem gæti verið að auka við þyngdina hjá þér?
Er erfitt að halda í við vigtina og finnst þér þú aðeins þurfa að gjóa augunum á mat og þú bætir á þig? Vissulega getur orðið erfiðara að halda þyngdinni í skefjum með hærri aldri þar sem hægir á brennslunni með árunum. En kannski er líka eitthvað við lífshætti þína sem gerir það að verkum að kílóin læðast aftan að þér og sitja sem fastast. Hér eru sjö atriði sem gætu verið að auka við þyngdina 1. Að borða megrunarfæði eða það sem...
Vissir þú að súkkulaði er besta lyfið við hósta?
Súkkulaði er greinilega til margra hluta nytsamlegt… fyrir utan hvað það er nú gott. Nú hafa vísindamenn komist að því að súkkulaði er stórgott við hósta. Já þú getur slept hunanginu og sítrónunni og fengið þér súkkulaði í staðinn ef hósti er að angra þig. Alltaf gott að fá sönnun fyrir því að súkkulaði sé gott fyrir okkur. En vísindamennirnir vilja meina að súkkulaði sé betra við hósta en t.d. hunang og/eða sítróna. Súkkulaði róar...
Æskubrunnurinn er fundinn – Ert þú svo heppin/n að vera með æskugenið?
Vísindamenn við Harvard-háskólann telja sig hafa fundið æskugenið, þ.e. genið sem lætur fólk líta út fyrir að vera miklu yngri en það er. Sérfræðingarnir telja að þetta gen geti látið fólk líta út fyrir að vera tíu árum yngri en það raunverulega er. Í rannsókninni kom einnig í ljós að genið er algengara hjá svörtu fólki en hvítu – en aðeins tíu prósent hvítra hafa þetta gen og 20 prósent svartra. Úrtakið í rannsókninni var um ein...
Það getur verið virkilega varhugavert að fara oft í gelneglur
Gelneglur hafa verið vinsælar í nokkurn tíma enda afskaplega fallegar. Margar konur fara reglulega í þannig meðferðir á meðan aðrar vilja þó ekki fá sér slíkar neglur, þótt flottar séu, þar sem það getur valdið skemmdum á þeirra eigin nöglum, gert þær viðkvæmar og veikar. Fara þarf varlega Svo virðist vera sem það sé ekki eina hættan, þ.e. að það fari illa með neglurnar, því það getur víst verið hættulegt heilsunni að fá sér slíkar...
Svona setur þú kinnalitinn á fyrir náttúrulegt og frísklegt útlit
Flestar konur sækjast eftir hinu náttúrulega útliti þegar þær farða sig. Ekki satt? Og við viljum að farðinn dragi fram það besta í andliti okkar. Máttur kinnalitsins Ég var orðin fullorðin þegar ég uppgötvaði mátt kinnalitsins og í dag finnst mér hann algjörlega ómissandi þegar ég farða mig. Kinnaliturinn rammar nefnilega inn förðunina og gefur okkur frísklegra og heilbrigðara útlit. Reglan er bara þessi. Ekki setja kinnalitinn á...
Drekktu rauðvín og borðaðu osta og súkkulaði viljir þú léttast
Hættu að telja hitaeiningar og borða eingöngu kál til að reyna að léttast. Því samkvæmt breskum sérfræðingi er rétta leiðin sú að borða osta, súkkulaði og drekka rauðvín. Ekki neita þér um allt Tim Spector, prófessor við King´s College London, segir að sú hugmynd sem við höfum um rétt mataræði sé röng. Og í staðinn fyrir að neita okkur sífellt um það sem okkur þykir gott ættum við frekar að gefa okkur tíma til þess að gæða okkur á...
Þess vegna er hollt mataræði alls ekki nóg til að vera heilbrigður
Þú drekkur grænkálssafa og spínatsmoothie daglega, þú borðar lífrænan og glútenfrían mat með heimatilbúinni hnetumjólk og ert alveg búin/n að taka út allar mjólkurvörur, glúten, hveiti, sykur og fleira. Þú telur þig svo sannarlega vera með mataræðið á hreinu. En það er eitt sem oft vill gleymast. Manstu eftir að sinna og næra mikilvægasta hluta líkamans? – Ertu ennþá með reiðar hugsanir? – Finnst þér þú...
Detox drykkur til að hreinsa líkamann eftir jólaveislurnar
Nú þegar jólahátíðin er senn á enda er ekki ólíklegt að einhverjum líði ekkert allt of vel eftir allt átið um jól og áramót. Eftir allar dýrindis máltíðirnar, konfektið og eftirréttina er líkaminn jafnvel farinn að láta í sér heyra með tilheyrandi vanlíðan. En hvað gerum við þá? Fyrir utan að borða minna og gæta hófs yfir hátíðarnar er hér hálfgerð töfralausn – en það er þessi detox límonaðidrykkur. Þessi einfaldi en frábæri...
3 flottar greiðslur fyrir gamlárskvöld og nýársfagnaðinn
Um áramót þegar flestir klæða sig upp er líka gaman að setja hárið upp og skella í eina flotta greiðslu. Og svo er auðvitað einstaklega smart að vera með uppgreiðslu þegar farið er á nýársfagnað. Hér er kennslumyndband með þremur flottum greiðslum sem flestir ættu að ráða við. Skynsamlegt er samt að prófa þetta aðeins áður og ekki vænta þess að það gangi fullkomlega upp í fyrstu tilraun. Svo ekki ráðast í greiðslu sem þú hefur ekki...
Hvernig er þvag þitt á litinn? – Og já það skiptir miklu máli
Það skiptir víst miklu máli hvernig þvag okkar er á litinn, en mörgum finnst það eflaust eitthvað feimnismál að fara að fylgjast rækilega með því. En við mælum engu að síður með því að þið gerið það, því litur á þvagi gefur ýmislegt til kynna varðandi líkamann og hvað er að gerast innra með honum. Flest okkar vilja helst ekkert vera að ræða málefni eins og piss eða kúk, en hvoru tveggja skiptir miklu máli fyrir heilsuna. Við ræðum...
Mikilvægi og áhrif þarmaflóru á líkamsþyngd, efnaskipti og langvinnar bólgur
Rannsóknir sýna að örverur í meltingarvegi mannsins hafa margvísleg áhrif á líkamsstarfssemina. Þarmaflóran hefur áhrif á líkamsþyngd, efnaskipti og bólguvirkni, hún ver okkur gegn óæskilegum örverum og hefur áhrif á geðheilsu. Þarmaflóran hjálpar til við að brjóta niður og melta fæðu ásamt því að framleiða ákveðin vítamín og fitusýrur sem eru okkur nauðsynleg. Örverurnar framleiða þar að auki mikilvæg boðefni fyrir líkamann eins...