Þeir sem borða súkkulaði reglulega eru klárari og fljótari að hugsa
Mikið er rætt, skrifað og rannsakað um ágæti þess að borða súkkulaði – og gleðjumst við hér alltaf jafnmikið þegar við fáum góða ástæðu til þess að gæða okkur á þessari dásemd. Það er nú samt ekki eins og við þurfum alltaf ástæðu til að borða súkkulaði en samt virkilega gott til þess að vita að maður er að gera sjálfum sér greiða um leið. Alveg nauðsynlegt að fá súkkulaði Getur verið að með hærri aldri sé það heilanum...
Afar flott, einföld og rómantísk greiðsla fyrir sítt og millisítt hár
Hugmyndir að nýjum greiðslum eru alltaf vel þegnar og ætíð gott að geta bjargað sér með uppgreiðslu, sérstklega á slæmum hárdegi. Þessi greiðsla hér er svo rómantísk og flott en þó án þess að vera flókin. Fáðu þér fallegt hárband og hentu í eina svona. Það sem þú þarft er lítil og þunn teygja, litlar spennur, hársprey og svo...
Af hverju eru sumar konur fúlar, pirraðar, viðkvæmar og jafnvel grátgjarnar?
Stundum getur lundin og lífið verið erfiðara en maður vildi og ófáar konur sem þekkja það hvað andlega hliðin getur verið viðkvæm á vissum tímabilum lífsins. Ekki er til dæmis óalgengt að konur á breytingaskeiði þurfi að glíma við skapsveiflur, pirring, grátgirni og jafnvel þunglyndi. Og hver er eiginlega ástæðan fyrir því? Jú, það eru blessaðir hormónarnir sem eiga sök á þessum skapsveiflum. Ef þú finnur fyrir miklum skapsveiflum,...
Frábær heilsudrykkur við gras- og frjókornaofnæmi – Góð forvörn
Það er ekkert einfalt að lifa með ofnæmi og þurfa sífellt að gera varúðarráðstafanir og gæta sín í hvívetna. En flestir læra þó að lifa með þessu og taka lyf eða nota önnur ráð til að draga úr einkennum. Gras- og frjókorna tíminn Margir þjást t.d. af gras- og frjókornaofnæmi og er vor og sumar augljóslega þeirra versti tími. Flestir taka inn lyf við ofnæminu en svo eru aðrir sem leita annara leiða til að höndla þetta. Sumir þola ekki...
Þess vegna eru konur oft uppþembdar og leysa vind upp úr þurru
Ert þú stundum svolítið uppþembd? Og er maginn eins og þú sért komin fjóra mánuði á leið? Fylgja þessu kannski líka verkir og vindgangur? Fylgifiskur breytingaskeiðsins Þú ert svo sannarlega ekki ein um það. Að vera t .d. á leiðinni í boð eða eitthvað út og ætla sér í þröng og aðsniðin föt en þurfa síðan að hætta við af því maginn stendur grjótharður út í loftið getur verið ansi hreint ergilegt. Þetta er því miður einn leiðinlegur...
Þannig gerir þú smart, einfalt og lágt tagl
Tagl er ekki það sama og tagl en það sést einmitt vel hér. Þetta lága tagl er ótrúlega flott en um leið fljótlegt og einfalt. Ágætt er að byrja á því að túpera eða ýfa hárið aðeins í rótina áður en hafist er handa. ...
Getur kaffi virkilega virkað eins og sólarvörn?
Já, fáðu þér endilega meira kaffi. Sérfræðingar við Yale háskólann í Bandaríkjunum hafa nefnilega komist að því að kaffi sem inniheldur koffín (sem sagt ekki koffínlaust) geti veitt vörn gegn sortuæxlum. En sortuæxli eru skæðasta tegund húðkrabbameins. Hér er því komin enn ein ástæða þess að vera ekkert að hætta að drekka kaffi. Dregur úr skemmdum á húðfrumum Kaffið, sem er stútfullt af heilsueflandi andoxunarefnum, virðist draga úr...
Gerðu augnhárin lengri og meiri með þessu einfalda trixi
Oft leitum við langt yfir skammt að réttum lausnum fyrir hitt og þetta. Stundum þarf nefnilega ekki að fara lengra en í eldhússkápana til að finna það sem hentar. Löng og þétt augnhár eru ofarlega á óskalista þegar hárunum fækkar með aldrinum. Vissulega hjálpa góðir maskarar og geta sumir þeirra virkað á undraverðan hátt. En hér er samt komið eitt gott trix sem hjálpar enn frekar við að gera augnhárin sem allra flottust. Og það sem...
Er orðið erfitt að lesa smáa letrið? – Þá er líklega komið að þessu hjá þér
Finnst þér orðið erfitt að lesa smáa letrið eins og t.d. leiðbeiningar með snyrtivörum og tækjum og tólum? Og er orðið erfiðara að ná fókus fyrst á morgnana? Þetta gerist allt um fertugt Í kringum fertugt má við búast við því að aldursfjarsýni láti á sér kræla. Þá minnkar hæfileiki augans til að greina hluti sem eru nálægt okkur. Við getum ímyndað okkur augað sem nýjustu gerð af myndavél sem nær fókus á örskotsstundu. Augum þeirra sem...
Svona færðu fullkomnar augabrúnir þrátt fyrir fá og lítil hár
Margar konur eiga í vandræðum með augabrúnirnar og eru jafnvel með litlar sem engar. Með aldrinum er ekkert óalgengt að hárin detti af og augabrúnirnar þynnist all verulega. Hér er gott kennslumyndband sem sýnir hvernig má bæta úr hárleysinu með góðum vörum og fá þessar flottu augabrúnir. Það sem þarf eru réttu vörurnar og smá handavinna. Ekki ætti að vera flókið að nálgast þær vörur sem þarf og sumar konur eiga líklega eitthvað af...
Móðir á hormónaflökti og unglingur á gelgjunni getur gert heimilislífið erfitt
Ekki er víst að allir geri sér grein fyrir því hversu stór þáttur hormóna líkamans er í okkar lífi. Í raun og veru stjórna hormónarnir öllu og þeir hafa áhrif á allt sem við gerum, segjum og hugsum. Það er því augljóst að séu hormónarnir ekki til friðs getur það flækt lífið aðeins. Já blessaðir hormónarnir stjórna okkur meira en okkur órar fyrir. Hormónarnir gera allt vitlaust Á tveimur æviskeiðum lífsins geta hormónarnir gert allt...
Andleg heilsa er mikilvægari en mataræði og hreyfing þegar kemur að líkamlegri heilsu
Er líkaminn að hvísla einhverju að þér? Þorir þú að hlusta og taka mark á innsæi þínu? Í augum einhverra gætu þessar spurningar hljómað væmnar og óáhugaverðar, hvorki töff né kúl, bara eitthvað svona „sjálfshjálpar kjaftæði“ sem engu máli skiptir! Ég skil það vel og það er eðlilegt. Þegar maður gengur í gegnum erfiðleika, hvort sem það eru líkamleg veikindi, óhamingja, andleg veikindi eða eitthvað annað sem okkur líður illa yfir, þá...
Mikilvægt að vita um sortuæxli og húðkrabbamein – Taktu þetta próf!
Nú þegar landinn sleikir sólina á sólarströndum út um allan heim er ekki úr vegi að fá góð ráð varðandi húðina. Með því að þekkja orsakir og einkenni húðkrabbameina er hægt að bregðast fljótt við þegar lækning við sjúkdómnum er möguleg. Talið er að hægt væri að koma í veg fyrir um átta af hverjum tíu húðkrabbameinum ef allir færu eftir þeim ráðleggingum sem fagaðilar gefa. Að meðaltali greinast árlega 40-45 einstaklingar hér á landi...
Þurr leggöng eru afar algengt vandamál – En konur leita sér ekki hjálpar
Miklar hormónabreytingar eiga sér stað í líkama kvenna á breytingaskeiði sem geta haft ýmsar afleiðingar í för með sér. Þessar breytingar hafa meðal annars áhrif á leggöngin og geta þau orðið þurrari en sjálf eyðimörkin. Hormónahringlið getur því óneitanlega haft veruleg áhrif á kynlífið. Estrógen fer þverrandi Skortur á estrógeni veldur því að slímhúðin í leggöngunum verður þynnri og ekki eins teygjanleg og áður. Þetta leiðir til...
Sjö bestu fæðutegundirnar til að vinna gegn bólgum í líkamanum
Bólgur í líkamanum geta orðið krónískar og leitt til ýmissa sjúkdóma og vandamála – allt frá sjálfsofnæmis sjúkdómum til krabbameins. Þá geta bólgur í frumum líkamans valdið margskonar hrörnunarsjúkdómum og oft má rekja þetta til lélegs mataræðis og streitu. Hér eru sjö fæðutegundir sem vert er að bæta inn í fæðuna því allar geta þær unnið gegn bólgum í líkamanum. Paprikur Þær innhalda mikið af andoxunarefnum en lítið af...