Efnaskipti líkamans mikilvæg fyrir almenna vellíðan – Og þetta hjálpar stórlega

Það er afar mikilvægt upp á góða heilsu að efnaskipti líkamans séu í góðu lagi. Og eins og allir vita þá stuðla líka léleg efnaskipti að þyngdaraukningu. Til að bæta heilsuna, og fyrir bætt efnaskipti, er ýmislegt hægt að gera og það er síður en svo flókið. Það eru nokkrir veigamiklir þættir sem gott er að hafa í huga og fylgja daglega. Hér eru sjö atriði sem geta hjálpað stórlega  1. Drekktu meira Að drekka nægan vökva er eitt það...

Skoða

Gerðu sítrónuvatnið þitt enn áhrifaríkara með þessu ofurkryddi

Hjá mörgum er það hluti af morgunrútínunni að byrja daginn á volgu sítrónuvatni – enda talið gera líkamanum gott. Hér er þó ekki um neina nýja aðferð að ræða því sítrónusafi í vatni hefur verið vel þekkt aðferð í hundruðir ára. Enda er sítrónuvatnið talið allra meina bót. Eins og að skúra líkamann að innan Sítrónuvatn inniheldur mikið af efnum sem hjálpa til við að hreinsa eiturefni úr líkamanum. Sumir vilja meina að þetta sé...

Skoða

Tólf leiðir sem geta dregið úr líkum á krabbameini

Öll vonumst við til þess að fara í gegnum lífið án alvarlegra veikinda. Þótt maður geti aldrei tryggt sig gegn veikindum og sjúkdómum með einum eða öðrum hætti þá er engu að síður eitt og annað hægt að gera til að minnka líkurnar. Krabbameinsfélagið gefur okkur t.d. hér ráðleggingar um hvað beri að varast og hvað megi gera til að draga úr líkum á krabbameini. Hér eru tólf leiðir 1. Að vera reyklaus og tóbakslaus. 2. Að hafa heimilið...

Skoða

Borgar sig EKKI að haga sér eftir aldri – Því það getur lengt líf þitt

Finnst þér þú ekki vera eins gamall eða gömul eins og talan á afmæliskortinu segir? Í fyrsta lagi þá ertu ekki ein/n um það og í öðru lagi þá ertu greinilega í góðum málum ef þér líður þannig. Hugarfar mikilvægt Sérfræðingar sem rannsakað hafa aldur og hvaða áhrifaþættir það eru sem geta hjálpað okkur að lifa lengur hafa komist að því að hugarfar skiptir miklu máli. Að finnast maður ekki vera jafn gamall og kennitala manns segir getur...

Skoða

Ný rannsókn segir vín, bjór og súkkulaði geta lengt lífið

Samkvæmt nýjum rannsóknum er víst vel hægt að leyfa sér að drekka bjór og léttvín… og borða súkkulaði – og samt lifa lengi! Andoxunarefnin í þessum veigum hjálpa nefnilega mikið til við að draga úr bólgum í líkamanum, en slíkar bólgur leiða til banvænna sjúkdóma eins og hjartveiki og krabbameins. Ávextir og grænmeti Sé ávaxta og grænmetis neytt í ríku magni geta þeir sem njóta þess að fá sér vín, bjór og súkkulaði verið alveg...

Skoða

Lýtalæknir gefur okkur náttúruleg og frábær ráð fyrir unglegra útlit

Hér eru tvö frábær ráð fyrir unglegra útlit frá bandarískum lýtalækni. Það er engin þörf á því að fara undir hnífinn segir hann því þessi ráð svínvirka. Og það eina sem þarf er að labba inn í eldhús og finna hráefnið sem til þarf – því það er allt að finna í eldhússkápunum hjá okkur. Þrútið augnsvæði Eitt af því sem angrar konur þegar þær eldast er að augun verða gjarnan þrútnari en áður. Augnlokin verða fyrirferðarmeiri og...

Skoða

Þetta er ókosturinn við að drekka sítrónuvatn á morgnana

Þeir eru ófáir sem drekka sítrónuvatn á hverjum einasta morgni, enda er það talið gera líkamanum gott. Meðal annars er það talið styrkja ónæmiskerfið og hjálpa meltingunni. En sítrónuvatnið er þó ekki eingöngu hollt og gott því það er einn stór galli á því sem oft er líklega ekki hugsað út í. Ókosturinn við sítrónuvatnið Staðreyndin er sú að heitt vatn með sítrónusafa fer afar illa með tennurnar. Sítrónuvatnið hefur augljóslega mjög...

Skoða

Þrusugóð fegrunarráð og trix sem spara bæði tíma og peninga

Við hér elskum góð ráð og trix. Allt sem auðveldar lífið og jafnvel sparar okkur bæði peninga og tíma er alveg kærkomið. Hér eru nokkur góð ráð og trix sem spara orku, tíma og krónur og láta okkur líta vel út. Átta góð fegrunarráð 1. Fyrir fallega geislandi húð Blandaðu einni matskeið af matarsóda saman við hreinsikremið/gelið þitt. Berðu þetta síðan á andlitið og nuddaðu mjúklega í nokkrar sekúndur. Þrífðu blönduna síðan af með volgu...

Skoða

Skortur á kalíum varhugaverður – 8 atriði sem benda til þess að þú fáir ekki nóg kalíum

Margir gæta þess að fá nóg af D-vítamíni, kalki, járni og ýmsu öðru en við heyrum ekkert sérstaklega mikið talað um mikilvægi þess að fá kalíum. En það ættum við hins vegar að skoða því kalíum er afar mikilvægt fyrir vöðva líkamans, hjartastarfsemi og alla taugastarfsemi. Ef þú t.d. neytir mikils natríum er sérstaklega mikilvægt að gæta þess að fá nóg af kalíum. En hvort líkamann vantar kalíum eða ekki getur verið erfitt fyrir okkur...

Skoða

Þessi 5 mistök gerum við reglulega varðandi heilsu okkar

Það er auðvelt að gleyma sér í amstri dagsins og heilsan er okkur ekki endilega alltaf efst í huga. Hér eru fimm mistök sem við gerum reglulega þegar heilsan er annars vegar. 1. Að drekka ekki nógu mikið vatn. Þetta vitum við flest en samt gleymist þetta stundum. Mælt er með því að drekka 8 glös af vatni á dag en auðvitað fer þetta eftir hverjum og einum einstaklingi. Þá skiptir líka máli hvað hver og einn er að gera og hvar hann er...

Skoða

Hollir íslenskir sælgætismolar sem tannlæknar mæla með – Og þeir eru góðir

Það getur verið freistandi að fá sér sætan mola eftir matinn en margir láta það ekki eftir sér þar sem sykur er hvorki góður fyrir tennurnar né þyngdina. Sykurlausir og bragðgóðir Hér er komin frábær lausn sem hefur ýmsa góða kosti í för með sér. HAp+ molarnir smakkast eins og sælgæti en eru sykurlausir, kalkbættir og ferskir – og þeir koma í sex bragðtegundum. Um er að ræða íslenskt hugvit sem sýnt hefur verið fram á með vísindalegum...

Skoða

Daglegur lestur er sagður lengja líf okkar

Þeir sem eru duglegir að lesa geta vænst þess að lifa lengur. Eða svo benda vísindalegar rannsóknir til. Kyrrseta, sjónvarp og lestur Hátt í fjögur þúsund manns tóku þátt í rannsókn á vegum Yale University, en þeir sem stóðu að rannsókninni vildu skoða hvaða áhrif lestur bóka og tímarita hefði á langlífi. Í ljósi þess hversu slæm kyrrseta getur verið heilsunni og leitt til ótímabærs dauða vildu þeir rannsaka hvort það hefði sömu áhrif...

Skoða

Fimm skotheld ráð til að losna við poka, þrota og bauga undir augum

Pokar, baugar og þroti undir augum er eitthvað sem margir kannast við. Hvort sem þetta er út af stressi, lítils svefns eða jafnvel ættgengt þá er þetta oftast til leiðinda og ekki til þess að bæta útlitið. Heimatilbúnar aðferðir Þótt til séu góðir hyljarar þá virka þeir t.d. betur á dökka bauga en þrota. Svo má líka fá ágætis krem sem hjálpa til við þrotann og hafa reynst vel. En það má líka nota ýmsar heimatilbúnar aðferðir sem...

Skoða

Fæðingarmánuðurinn gæti haft mikið að segja um heilsu þína

Hefur fæðingarmánuður þinn eitthvað með það að segja hvernig heilsufar þitt er? Svo vilja sérfræðingar meina. Samkvæmt rannsóknum og greiningu á gögnum 1.7 milljón sjúklinga í New York í Bandaríkjunum þykir ljóst að fæðingarmánuðurinn hafi eitthvað með það að segja. Niðurstöður benda til að sú árstíð sem við fæðumst inn í geti haft áhrif á hvort eða hvaða sjúkdóma við fáum á lífsleiðinni. Margt annað skiptir máli Þeir sem standa að...

Skoða

Fáðu þér eplaedik því það er talið geta bætt heilsuna

Sýnt þykir að mörg gömul húsráð sem við þekkjum svínvirki. Eitt af þessum gömlu ráðum er að drekka eplaedik og hefur verið talið að það geti læknað allt frá vörtum til flensu. Margt af því sem talið er að edikið geti haft áhrif á hefur þó ekki verið rannsakað en sumir sérfræðingar telja engu að síður gott að bæta þessum súra vökva inn í fæðuna. Talið geta hjálpað til við eitt og annað Margir telja að regluleg neysla eplaediks geti...

Skoða