Eins og við hér á Kokteil þreytumst ekki á að segja þá er aldrei of seint að gera það sem mann langar virkilega til.
Þessi 80 ára glæsilegi maður er lifandi sönnun þess að aldur er engin fyrirstaða heldur bara tala. En hann steig á svið og gekk sýningarpalla tískuhúsanna í fyrsta sinn 79 ára gamall.
Fimmtugur í fyrsta sinn í ræktina
Deshun er leikari og hefur brallað ýmislegt í gegnum tíðina. Til að ítreka að maður sé aldrei of gamall til að gera hlutina segist hann hafa byrjað að læra ensku þegar hann var 44 ára og stofnað sinn eigin látbragðsleikhóp 49 ára. Þegar hann varð fimmtugur segist hann svo hafa stigið í fyrsta skipti inn í líkamsræktarstöð og byrjað að æfa.
Og fór sjötugur að æfa af kappi
En þegar Deshun var sjötugur segist hann virkilega hafa lagt áherslu á ræktina og byrjað að æfa af kapppi. Og níu árum seinna, þegar hann var 79 ára gekk hann sýningarpallana í fyrsta sinn.
Í dag er Deshun áttræður og okkur öllum innblástur. Hann segist eiga hellling inni og fleiri drauma sem hann ætlar að láta rætast.„Ekki láta aldurinn stoppa þig og verða þín afsökun fyrir því að gefast upp og gera ekki það sem þig dreymir um“, segir þessi flotti maður. Hann leggur áherslu á að eina manneskjan sem standi í vegi fyrir því að þú náir árangri sért þú sjálf/ur.
Sjáðu Deshun hér í þessu myndbandi