Aldur er aðeins tala og vilja margir meina að hann sé fyrst og fremst hugarástand. Ef þú ert ekkert sérstaklega að velta aldrinum fyrir þér eða hugsa um hversu gamall eða gömul þú ert þá skiptir hann ekki máli.
Þú ert einfaldlega eins gamall eða ungur eins og þér finnst. Engu að síður hefur æskudýrkun verið ríkjandi síðast liðna áratugi og það hefur ekkert þótt neitt sérstaklega töff að eldast.
Neikvæðar staðalmyndir
Í fjölmiðlum birtast okkur staðalmyndir eldra fólks þar sem eymsli, verkir, skert hreyfifærni og almenn vangeta eru alls ráðandi. En auðvitað eru ekki allir sem komnir eru á ákveðinn aldur eins og þessar staðalmyndir. Það er langur vegur frá. Þeim fjölgar nefnilega stöðugt sem eru í sínu besta formi á efri árum og njóta lífsins út í ystu æsar.
Þessir spræku einstaklingar hér að neðan hrekja öll þessa úreltu staðalmynd af eldra fólki. Þetta eru konur og menn sem njóta þess að vera til og gera hluti sem þau langar til án þess að láta aldurinn þvælast fyrir sér.
Miðað við að flest þeirra tóku upp iðju sína á efri árum er greinilegt að það er aldrei of seint að tileinka sér eitthvað nýtt.
Er þá ekki málið að finna út hvað þig langar að gera og láta slag standa!
Johanna Quaas verður 91 árs í nóvember en hún hóf ung að stunda fimleika.
Hún er lifandi sönnun þess að allt er mögulegt og sveiflar hún sér enn og leikur heljarinnar kúnstir eins og ekkert sé.
Sjáðu hér í myndbandinu hvað Johanna er spræk
Lloyd Kahn er í dag 80 ára en hann ákvað að prófa hjólabretti þegar hann var 65 ára. Það varð ekki aftur snúið og rennir hann sér enn um allt á brettinu.
Hann segist þó fara varlega og ekki vera jafn glannalegur og unglingarnir.
Sjáðu hér hvað Lloyd er flottur á brettinu
Ruth Flowers lést árið 2014 þá 83 ára að aldri.
Hún var 68 ára þegar hún ákvað að verða DJ eða plötusnúður án nokkurar fyrri reynslu. Flowers varð vel þekkt í sínu fagi og ferðaðist út um allan heim til að spila – og kom víða fram í sjónvarpi og útvarpi.
John Lowe hóf að stunda ballett þegar hann var áttræður.
Í dag er hann 96 ára og starfar við að dansa, en hann elskar að koma fram á sviði.
Greta Pontarelli var 59 ára þegar hún ákvað að byrja að æfa súludans.
Í dag er hún 64 ára og ferðast um heiminn til að keppa í greininni.
Sjáðu hana leikar listir sínar í myndbandinu hér að neðan