Það er ótrúlegt hve tækninni hefur fleygt fram á undanförnum árum. Fólk á okkar aldri þekkir það. Það sem hefur bjargað mér í gegnum tíðina er að ég á son sem hefur passað upp á að tæknivæða mömmu sína þegar einhverjar nýjungar líta dagsins ljós. Ég næ alls ekki öllu, en ég væri býsna týnd á þessari tækniöld ef hann væri ekki til staðar, það er bara þannig.
Var þetta ekki allt einfaldara hér í gamla daga?
Þetta var bara svo miklu einfaldara hér í gamla daga. Við allavega teljum okkur trú um það. Þá höfðum við skífusíma, kassettutæki, plötuspilara og vekjaraklukkur. Við vorum svo sátt við lífið og tilveruna. Nú býr þetta allt í einum snjallsíma, sem virðist stundum vera langsótt.
En hvað gerist þegar ungu fólki, sem hefur vaxið úr grasi í þessu nútímasamfélagi, er kynnt fyrir tækni okkar tíma?
Viðbrögðin koma á óvart eins og sést í þessu myndbandi 🙂
Sigga Lund