Jæja sætabrauðin mín, ég færi ykkur hér fréttir sem eru ansi spennandi.
Nú hefur það verið vísindalega sannað að það er gott að borða súkkulaði í morgunmat… og já bíddu, það stuðlar að þyngdartapi.
Allir vita í dag að morgunverðurinn er mikilvægasta máltíð dagsins
En veistu hvað?
Þú getur skellt morgunkorninu í ruslið og sest niður með gott súkkulaði og þá er ég ekki að tala um mjólkursúkkulaði, ó nei, heldur þetta dökka góða sem gert er úr hráum cacao baunum.
Himnest ekki satt! Eða of gott til að vera satt ?
Ég veit ekki hvort þið trúið þessu, en það eru sönnunargögn á bak við þessa rannsókn.
Samt ekki stökkva út í búð núna og versla fulla körfu að súkkulaði
Samkvæmt nokkrum rannsóknum þá hefur það sýnt sig að ef þú byrjar daginn á súkkulaði, á þeim tíma sem að brennsla líkamans er að fara á fullt, þá er í lagi að sleppa hafragrautnum og fá sér dökkt súkkulaði. Einnig má blanda því saman við hafragrautinn.
Teymi af fólki sem vann við rannsóknir á þessu við Háskólanum í Tel Aviv, komst að því að það að blanda súkkulaði saman við prótein og kolvetni í morgunmat ver líkamann gegn sykurlöngun út daginn. Þetta þýðir einfaldlega að þú ert búin að fá sykurskammt dagsins strax í byrjun dags og ert minna líkleg/ur til að sækja í sykur og sætindi þegar líða fer á daginn. Þetta er spennandi!
Þessi rannsókn stóð yfir í 32 vikur og tóku 193 einstaklingar þátt í henni. Enginn af þessum aðilum var með sykursýki né þjáðist af offitu.
Þessum einstaklingum var skipt í tvo hópa. Í hópi eitt var fólkinu gefinn 300 kaloríu morgunmatur daglega, en þau í hópi tvö fengu 600 kaloríur í morgunmat en sá morgunmatur innihélt súkkulaðibúðing.
Professor Daniela Jkubowicz sem fór fyrir rannsókninni skráði…
Lesa meira HÉR