Það er alltaf nóg að gera hjá Einari Bárðarsyni, hann hefur komið víða við á lífsleiðinni og afrekað margt. En hvað ætli hann sé að sýsla þessa dagana?
„Ég er á fullu í vinnunni, það er engin lognmolla þar. Ferðaþjónustusumarið er að fara á fullt og í mörg horn á líta hjá okkur á Reykjavik Excursions,“ segir Einar sem var fljótur að svara játandi þegar við á Kokteil spurðum hann hvort hann vildi vera í 10 hlutum þessa vikuna.
Hér eru 10 hlutir sem þú vissir ekki um Einar Bárðarson
Fullt nafn: Einar Þór Bárðarson
Aldur: 44 ára
Starf: Rekstrarstjóri Reykjavík Excursions
Maki: Áslaug Thelma Einarsdóttir, Forstöðumaður hjá Orku Náttúrunnar ON
Börn: Klara Þorbjörg 10 ára og Einar Birgir að verða 8 ára
Hver var síðasti facebook status þinn?
„11 ára hjónaband -“ (þeim status fylgdi mynd af mér og konunni frá því að við gengum í hjónaband fyrir 11 árum þegar þetta er skrifað).
Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt?
Þær eru nú svo gríðarlega margar að ég á erfitt með að átta mig á því sjálfur hver þeirra er frægust. Michail Gorbachev hlýtur að vera ofarlega á þeim lista, Van Morrison, Joe Cocker, Josh Groban, James Taylor, Simon Cowell, þetta eru svona einhver nöfn en ætli það fari ekki eftir því hver væri spurður útí þennan nafna lista.
Hver var fyrsta atvinna þin?
Fyrir utan störf sem tengdust heimili og fjölskyldu þá var það blaðaútburður og blaðasala í miðbæ Selfoss.
Kaffi eða te?
Kaffi alla leið.
Hvernig líta kosífötin þín út?
Körfuboltastuttbuxur og hvítur v-hálsmáls bolur frá Target í Bandaríkjunum
Hvað er í veskinu þinni?
Á ekkert veski enda á ég enga peninga 🙂
Sumar, vetur, vor eða haust?
Allir dagar allar árstíðir
Hvað er leiðinlegasta húsverkið þitt og af hverju?
Það er fátt sem mér leiðist, ég set í allar þvottavélar hússins og þríf klósett. Elda og hvað eina, þetta eru bara verkefni sem gera lífið betra fyrir heimilismeðlimi. En ég er svo sem ekki einn í því.
Hvað er það sem þú borðar aldrei og munt aldrei borða?
Það er nú fátt en hvers kyns skordýr og hráan mat nema í mjög vandaðri meðferð á ég erfitt með.
Hvenær og hvar ertu hamingjusömust/hamingjusamastur?
Hamingja er ekki staðsetning, hamingjan er með hverjum maður er en ekki hvar maður er. Þannig að með fjölskyldu eða vinum á fallegum stað eða jafnvel forljótum þá er ég bara góður.
Sigga Lund