Hér er komin lausn fyrir þá sem vilja ekki fá rauðar varir og tennur þegar þeir drekka rauðvín.
Og ef maður endilega vill þá þarf ekki einu sinni að lyfta glasinu – bara súpa af.
Margir láta greinilega þennan vínrauða hring sem myndast á munninum við rauðvínsdrykkju angra sig. Alla vega hefur einhver hugvitssamur fundið lausn til að losna við litinn á vörunum og tönnunum.
Gerir víst vínið betra… segir hönnuðurinn
Jú vissulega lítur þetta svolítið út eins og drykkjarmál fyrir börn en hönnuðurinn segir glasið breyta bragði vínsins til hins betra. Hönnunin felst í því hvernig haldið er á glasinu og hendurnar eiga víst að hita vínið örlítið þegar drukkið er.
Dæmi nú hver fyrir sig hvort hann vilji sjúga rauðvínið upp í sig úr slíku glasi til að losna við rauðu varirnar.