Ætli einhver bíði eftir því að tækifæri lífsins banki á útidyrahurðina, eða fljúgi í fangið á honum með öðrum hætti?
Öll vitum við að lífið er ekki svo auðvelt og þannig verður það aldrei. En erum við virkilega að bera okkur eftir draumum okkur, stödd á þeim vettvangi þar sem ástríðan fær notið sín? Ef svo er ekki, eftir hverju erum við þá að bíða?
Höfum við hugrekki og þor til að fylgja draumum okkar?
,,Okkur getur mistekist á þeim vettvangi sem okkur langar ekki að starfa, þannig að við gætum allt eins tekið áhættuna á því að gera það sem okkur virkilega dreymir um.“ Þetta segir leikarinn Jim Carrey og hittir naglann á höfuðið. Líður okkur virkilega betur ef við förum ,,öruggu“ leiðina í lífinu og verðum síðan hugsanlega full eftirsjár þegar fram líða stundir – eða höfum við hugrekki og þor til að fylgja draumum okkur?
Það erum við sjálf sem gefum lífinu tilgang, með því að njóta þess sem við tökum okkur fyrir hendur. Lífið er hér og nú, hvorki í gær né á morgun. En lífið er yfirleitt krefjandi og líkast til felst mesti þroskinn í því að takast á við mótlæti. En við ættum að uppskera, ef við höfum hugrekkið að leiðarljósi og látum ekki aðra stjórna því hvaða farvegi við fylgjum.
Ráðum sjálf för
Við erum meistarar í okkar eigin veröld, sköpum okkar eigin vegferð og örlög. Rödd hjartans (innsæið) hvíslar reglulega að okkur en fæst okkar eru tilbúin að hlusta af því við erum föst í hraða lífsins, stöldrum of sjaldan við til að hugleiða tilveru okkar og leita inn á við. Allir í kringum okkur munu njóta þess þegar okkur tekst að hlýða rödd hjartans. Hugsanlega er það mikilvægasta listin í lífinu og færir okkur nær okkur sjálfum, takmarkinu að njóta hvers augnabliks út í ysta æsar, vera hér og nú.
Hér er áhugavert og hvetjandi myndband með frægum einstaklingum sem náð hafa árangri í lífinu.
Þorgrímur Þráinsson
Sjáðu líka ,,Hamingja er að vera hamingjusamur og vita ekki af því“ frá Þorgrími.