Eitt af því sem fylgir kuldanum á veturna er þurr húð og það sem verra er, varaþurrkur og oft sprungnar varir. Kannastu ekki við þetta?
Almennt er fólk duglegt að nota varasalva yfir þessa köldustu vetrarmánuði, en hvernig væri að bæta um betur og setja rakamaska á varirnar? Það sakar alla vega ekki að prófa.
Hannaður til að mýkja og gefa raka
Patchology, fyrirtækið sem framleiðir varamaskann er aðallega þekkt fyrir andlits- og augnmaskana sína en settu nýlega á markað „Hydrogel FlashPatch Lip Gels“. Þetta er varamaski sem er sérstaklega hannaður til að mýkja varirnar og gefa þeim raka.
Þannig notar maður varamaskann
Þú tekur rakamaskann sem er í laginu eins og varir úr krukkunni og leggur á varirnar og leyfir honum að liggja á vörunum í fimm mínútur. Hver krukka inniheldur 25 maska.
Þetta er ég til í að prófa 🙂
Sigga Lund