Hvernig lítur hið fullkomna andlit út?
Englendingar fundu það út að ásjóna Florence Colgate sé næst því að vera fullkomið út frá viðmiðum vísindanna.
Þegar Florence var 18 ára gömul ( árið 2012) vann hún keppni er snerist um að finna fallegasta andlitið frá náttúrunnar hendi. Og þrátt fyrir að lokaniðurstaðan væri huglægt mat dómara studdu vísindin við valið á þessari fullkomnu stúlku.
„Fullkomið jafnvægi andlits hennar skýrist af nákvæmu hlutfalli milli augna, munns, ennis og höku“, segja vísindamennirnir.
Samkvæmt kenningunni á fjarlægð milli augasteina að vera undir helming af breidd andlitsins; hlutfall hennar var 44%. Fjarlægð milli augna og munnar skal vera rétt rúmlega þriðjungur fjarlægðar milli hárlínu og höku; hlutfall hennar var 32,8%.
Vísindamenn hafa líka rannsakað samhengi milli fegurðar og samhverfu (segjum að andlitinu sé skipt í tvo hluta niður eftir miðju andlits og þeir séu spegill hvors annars). En andlit Florence er nánast algjörlega samhverft.
Hér má sjá viðtal við Florence eftir valið. Hvað finnst þér um þessa vísindalegu pælingar?
Sigga Lund