Maður verður víst aldrei fullnuma þegar kemur að lífsins unaðssemdum, kannski sem betur fer. Það má alltaf á sig blómum bæta og læra eitthvað nýtt.
Hér eru fimm spurningar og svör um kynlíf
Af hverju eru ekki bara konur með geirvörtur?
Öll fóstur hafa í upphafi bæði kven- og karlparta, til að verða að karlkyni þá þarf testósterón til að ýta undir karlkyns einkenni og hamla kvenkyns einkennum. Ef þessir hormónar koma ekki þá verður barnið kvenkyns. Karlmenn fæðast því allir með vanvirka brjóstkirtla sem leifar af sínu upphaflega kvenlega eðli.
Af hverju vakna karlmenn oft með standpínu?
Nei, þetta er ekki af því þeir eru svo miklir dónahausar að þá dreymir endalaust blauta drauma! Karlmenn eiga það til að fá bóner sem ósjálfrátt viðbragð í svefni. Þeir eru ekki kynferðislega örvaðir heldur verður þetta vegna lágs testósterónmagns á morgnana. Vinurinn er einmitt mjög næmur og viðkvæmur á þessu stigi og mörgum karlmönnum finnst utanaðkomandi erting óþægileg akkúrat meðan þetta gengur yfir. Sem sagt; ekkert, alls ekkert kynferðislegt.
Af hverju finnst mörgum konum aðrar konur kynþokkafullar án þess að vera sam- eða tvíkynhneigðar?
Bæði konur og karlar eru alin upp við að líta á kvenlíkamann sem kyntákn. Þegar við sjáum svo fallegan kvenlíkama í bikiní eða leikkonu í háum hælum og þröngum kjól á rauða dreglinum þá svissum við ósjálfrátt yfir á þessa inngrónu mynd af kvenkyns kyntákni, tengdu við örvun og kynlíf.
Af hverju virkar Viagra ekki á konur?
Þótt Viagra hafi líffræðilega sömu virkni fyrir bæði kynin, eykur blóðflæði og kynfærin verða þrútin og aum (sem fyrir karlmann þýðir standpína og fullt af fjöri), er ferlið mun flóknara fyrir konur. Vandamál með kynhvöt kvenna er sjaldnast hægt að rekja til lélegs blóðflæðis. Það er yfirleitt mun tengdara tilfinningum, löngun og erfiðleikum með að fá fullnægingu.
Hvernig getur hann sofnað strax eftir unaðslega ástarstund?
Það er ástæða fyrir því að karlmenn fara að hrjóta strax eftir kynlíf meðan konan þarf oft frekari atlot. Ástæðan? Þegar karlmaður hefur fengið fullnægingu, þá er hann búinn, strax. Fullnæging kvenna virkar öðruvísi, það getur tekið líkama konu 15-30 mínútur að ná sér niður eftir fullnægingu og hún er sterkari og varir lengur. Kostur, ekki galli, fyrir konuna allavega.
Af hverju gráta sumir eftir kynlíf, eða hlæja – er það til þess að losa um streitu?
Þegar við fáum fullnægingu fáum við flóð af hormónum sem hafa áhrif á tilfinningar okkar, eins og adrenalín, dópamín og serótónin, sem öll geta hrint af stað ofsalegum tilfinningatengdum viðbrögðum.
Þá vitum við það!
Sigga Lund