Meðfylgjandi orð um hamingjuna er að finna í mínu eftirlætistímariti, Gangleri, sem Lífspekifélag Íslands gefur út.
Er hamingja ekki eingöngu það að vera gagntekinn undrun og lotningu yfir tilverunni og elska og gefa af sér skilyrðislaust?
Svona er hamingjan
Hamingja er að vera hamingjusamur og vita ekki af því.
Hamingja er að gefa án skilyrða.
Hamingja er að skapa. Þá er ekki átt við hlutina sem við sköpum heldur ferlið að skapa, það vitundarástand sem fylgir sköpun.
Hamingja er að vera gagntekinn af undrun og lotningu yfir tilverunni.
Hamingja er að horfa í augu barns eða ástvinar.
Hamingja er að klappa dýri eða hlúa að gróðri.
Hamingja er að finna hrein tengsl við aðra lífveru.
Hamingja er að upplifa samband vitundar við heiminn.
Hamingja getur komið í einföldum smáskömmtum.
Hamingja er að elska skilyrðislaust.
Hamingja er hljóðlát kyrrð, hugarró, þegar hugurinn truflar ekki lengur.
Hamingja birtist helst í brosi augna.
Um leið og áhugi manns á að vera hamingjusamur gufar upp, hættir óhamingjan að gera hann óhamingjusaman. Það er allt og sumt.
Það er alveg nóg að vera ekki óhamingjusamur.
Hamingja er ekkert sérstakt annað en að vera til og vera ánægður með það. Sá sem er ekki þræll hamingjunnar verður aldrei óhamingjusamur.
Þorgrímur Þráinsson
Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu Þorgríms Verum ástfangin af lífinu.