Ef þú ert að glugga í eitthvað erótískt og spennandi um þessar mundir hættu þá að fela bókina sem þú ert að lesa. Í sannleika sagt ef þú ert einhleyp og ert að leita að lífsförunaut þá ættirðu kannski að fara að flagga því að þú lest erótískar bókmenntir.
Samkvæmt nýrri könnun á vegum Elite Singles kemur í ljós að bæði konur og karlar elska lestrarhesta. En 60% þátttakenda í könnuninni kjósa frekar að fara á stefnumót með þeim sem lesa bækur.
Á meðan konur laðast að mönnum sem lesa spennubækur þá laðast menn að konum sem lesa erótískar bækur.
Engin geimvísindi
En af hverju hrífast karlar af konum sem eru óhræddar að fagna kynferðislegum órum sínum í bókmenntum? Nú, fyrir utan fantasíuna um „saklausu“ óþekku bókasafnstýpuna, þá draga menn þá ályktun að konur sem lesa þessa tegund bókmennta séu opnari þegar kemur að kynlífi, og það, geri hana mjög kynþokkafulla, forvitnilega, aðlaðandi og spennandi.
Það er nú samt einföld skýring á þessu. Það er staðreynd að lestur erótískra bókmennta kveikir í kynþokka og órum kvenna. Og kona sem upplifir sig kynþokkafulla sendir frá sér ákveðin hormón sem virka eins og segull á karlmenn. Þetta eru engin geimvísindi. 🙂
Bæði fyrir konur og karla
En er ekki málið að kíkja í eina erótíska bók? Það hafa allir gott af því annað slagið. Karlmenn líka. Ef þeir vilja skerpa sig aðeins á sviði kynlífs og rómantíkur ættu þeir að lesa eina bók eða tvær. Eins er lestur erótískra bóka góð leið fyrir konur sem vilja auka kynþokka sinn en vita ekki hvar þær eiga að byrja.
Hér eru nokkrar hugmyndir af erótískum sögum á íslensku.
Sigga Lund