Flestar konur eiga gamlar gammósíur inni í skáp sem þær nota ekki lengur. Það má gefa þeim nýtt líf með einni lítilli breytingu sem tekur aðeins 2 mínútur. Breyttu þeim í langerma boli!
Þessa boli er síðan mjög sniðugt að nota undir kjóla, skokka, skyrtur og slíkt.
Líka gamlar sokkabuxur
Þetta má einnig gera við gamlar sokkabuxur en margar konur eiga einmitt fullar skúffur af þeim. Þær er sniðugt að nota sem þunnar ermar undir kjóla og með því getur þú lengt líf sumarkjólanna og notað þá inn í veturinn. Þá eru þessar þunnu ermar einnig sniðugar undir ýmsa toppa og vesti.
Þegar þú breytir sokkabuxunum þá gerir þú alveg það sama og við gammósíurnar, þ.e. klippir þær í klofið en svo þarftu líka að klippa sokkinn af þeim. Og það þarf ekkert endilega að nota svörtu sokkabuxurnar því þú getur auðvitað notað þann lit sem þú vilt.
Einfalt, sniðugt og ódýrt!