Flestum finnst gaman að fara í ljósmyndabás og sprella örlítið og eiga margir af sér gamlar, og jafnvel nýjar, myndir úr þannig básum.
En hvað gerist ef hundar eru settir í þannig bás?
Það merkilega er að við þær aðstæður eru þeir alveg fáránlega líkir okkur mannfólkinu.
Ljósmyndarinn Lynn Terry gerði skemmtilega tilraun og setti nokkra hunda inn í ljósmyndabás og útkoman er alveg frábær.
Maður er alltaf jafn hissa þegar flassið kemur og síðan vill maður sýna á sér fleiri hliðar.
Og svo smellist af þegar maður er ekki alveg tilbúinn.
Síðan er það alvarlega týpan… og hinn sem getur ekki látið mann í friði.
Það þarf líka að kyssast og knúsast smá.
Sumir þurfa líka að fara alveg upp að myndavélinni… svona aðeins til að athuga hvort ekki sé allt í lagi.
Og auðvitað eru alltaf einhverjir sem geta ekki verið kyrrir og fara afskaplega í taugarnar á alvarlegu týpunni.