Það eru margar spennandi bækur nú fyrir jólin sem fjalla um mat, kökur og brauð. Þetta eru uppáhalds bækurnar okkar og því finnst okkur afar gaman að geta deilt þeirri gleði með ykkur kæru lesendur.
Bakað heima
Súrdeigsbrauð hafa heldur betur slegið í gegn hjá landanum enda alveg einstaklega góð. Nú er komin glæný bók á markaðinn eftir Jane Mason, Bakað úr súrdeigi, sem segja má að sé grundvallarrit um heim súrdeigsbakstur. Frábært að geta bakað brauðin sín sjálf/ur heima.
Aðgengilegar uppskriftir
Bókin er kjörin fyrir þá sem vilja kynnast súrdeigsgerð og töfra fram ljúffengar kræsingar í eldhúsinu heima. Uppskriftir bókarinnar eru aðgengilegar og fjölbreyttar – rúgbrauð, pítsabotna, vöfflur, kanilsnúða og margt fleira má finna í bókinni. Og að sjálfsögðu allt úr súrdeigi!
Og þar sem við erum komin í jólaskap og gjafastuð ætlum við í samstarfi við bókaútgáfuna Sölku að gefa tveimur heppnum vinum okkar bókina.
Gjafaleikur
Það sem þú þarft að gera til að vera með í pottinum
Vera viss um að þú sért búin/n að setja LIKE við Facebooksíðu Kokteils HÉR
Deila þessum pósti síðan á veginn þinn og hafa stillt á public svo við sjáum að þú hafir deilt.
Við drögum út mánudagskvöldið 5. desember.