Hver vill ekki skarta björtu brosi og vel hvítum tönnum!
En hvítar og vel hirtar tennur þykja sýna ákveðinn ferskleika og heilbrigði. Enda eru hvítari tennur einmitt á listanum hjá mörgum þeim sem vilja bæta útlit sitt.
Þægileg meðferð
Tannhvíttun er líka ein einfaldasta og þægilegasta fegrunaraðgerð sem í boði er. Meðferðin tekur um klukkustund og á meðan slakar maður á í notalegum stól með mjúkt teppi og ljúfa tónlist. Við meðferðina lýsast tennurnar yfirleitt um fjögur til sex birtustig.
Stelpurnar á Snyrtistofunni Garðatorgi eru alveg með þetta allt á hreinu og kunna sitt fag og tannhvíttun er eitt af því. Núna bjóða þær upp á nýtt efni í tannhvíttun sem þær eru virkilega spenntar fyrir en það hefur gefið afar góðan árangur.
Gjafaleikur
Við elskum að gleðja lesendur okkar og í samstarfi við snillingana á Snyrtistofunni Garðatorgi ætlum við að bjóða einum heppnum vini okkar í tannhvíttun. Stelpurnar í Garðabænum taka vel á móti ykkur og ráðleggja þeim sem koma í tannhvíttun að láta fyrst hreinsa tannstein svo hámarks árangur náist við meðferðina.
Ef þig langar að fá hvítari tennur vertu þá með í einföldum leik og þú gætir dottið í lukkupottinn.
Það sem þú þarft að gera til að vera með í pottinum
Vera viss um að þú sért búin/n að setja LIKE við Facebooksíðu Kokteils HÉR
Deila þessum pósti síðan á veginn þinn og hafa stillt á public svo við sjáum að þú hafir deilt.
Við drögum síðan einn heppinn út sunnudaginn 23. Október.
HÉR er linkur inn á heimasíðu Snyrtistofunnar Garðatorgi þar sem þú getur pantað tíma í meðferðir og snyrtingu.