Ég sá þetta fyrst á netinu og trúði ekki að það væri eitthvað gott eða sniðugt við það að frysta sítrónur.
Ákvað því að gúggla þetta og viti menn, jú, við ættum svo sannarlega að frysta sítrónur.
En hvers vegna?
Fram kemur í nýrri rannsókn að limonoids sem er nátturulegt efnasamband í sítrónum og öðrum sítrus ávöxtum hefta bæði ER+ og ER- frumur sem orsaka brjóstakrabbamein.
Ansi margir segja að nota eigi alla sítrónuna eins og hún leggur sig, sem sagt henda engu.
En hvernig?
Það er einfalt, taktu sítrónu, helst lífræna, þvoðu hana og frystu. Þegar hún er frosin í gegn þá getur þú notað hana alla án þess að henda nokkru af henni. Þú þarft ekki að afhýða hana, þú getur til dæmis rifið börkinn niður ásamt allri sítrónunni því hún er frosin.
Þarna ertu komin með dásamlega rifna sítrónu til að skella yfir salatið þitt, ísinn, í súpur, ofan á morgunkornið, saman við núðlur, í spaghettí sósur eða það sem þér dettur í hug að nota rifnu sítrónuna þína ofan á. Einnig má nota hana í boost eða smoothies.
En af hverju ættir þú að gera þetta?
Vegna þess að börkurinn utan af sítrónu inniheldur…
Lesa meira HÉR