Auðvitað er besta leiðin til að sleppa við timburmenn sú að drekka ekki áfengi.
En oft er gaman að fá sér í glas og þá þarf að takast á við afleiðingarnar.
Að drekka vatn með áfengi hjálpar til og þú fyllir á vatnsbirgðir líkamans í leiðinni sem er besta leiðin til að verða ekki ofurölvi.
En hér eru nokkur ráð við timburmönnum
Hár af hundi
Nei, það læknar ekki timburmenn að leggja hár af hundi fyrir framan hurðina á herberginu þínu.
Þó svo að Bloddy Mary sé freistandi daginn eftir að þá er Virgin Mary miklu betri kostur. „Það versta sem þú gerir, er að fá þér áfengan drykk í þynnkunni“, segir Charles Cutler, MD.
Áfengið bjargar þér kannski tímabundið en gerir í raun illt verra með tímanum. Timburmenn láta þér líða afar illa vegna þess að áfengi er eitur, útskýrir Dr. Cutler, og þú verður að gefa líkamanum tækifæri til að jafna sig. Drykkur morguninn eftir verður til þess að þú færð enn verri timburmenn daginn eftir þann drykk.
Feitur morgunverður
Það er ekki vísindalega sannað að það að raða í sig beikoni og eggjum lagi timburmenn þó svo margir vilji meina það. „Feitur matur orsakar brjóstsviða“ segir Dr.Cutler, sem mælir með því að fólk haldi sig við mat sem auðvelt er að melta, eins og ristað brauð eða morgunkorn. Þú verður að koma kaloríum ofan í þig.
Borða léttan mat og drekka nóg af vatni segir John Brick PhD, en hann er höfundur bókarinnar The doctor’s Hangover Handbook. „Enginn sérstakur matur er betri en annar þó svo að samloka með hunangi hjálpi mörgum“ segir Brick.
Alka-Seltzer
Alka-Seltzer varð áttræður árið 2011 og þetta fræga meðal hefur sennilega verið notað til að meðhöndla timburmenn allan þennan tíma. Árið 2001 setti fyrirtækið á markað Morning Relief lyf sem að er hannað fyrir timburmenn.
Alka-Seltzer inniheldur sodium bicarbonate sem er betur þekkt sem matarsódi og hjálpar við að róa magann með því að gera magasýrurnar óvirkar. Önnur efni í Alka-Seltzer eru asperín og sítrónusýra en þau geta átt það til að pirra magann eftir nótt við mikla drykkju.
Lyf við timburmönnum
Það eru til mörg lyf við timburmönnum eins t.d Chaser, PreToxx og RU 21 en afar litlar sannanir eru til um það hvort þessi lyf virkilega virki. „Lyf við timburmönnum hafa verið rannsökuð og eru ekki að nýtast sem slík eða virka aðeins á hluta af vanlíðan vegna drykkju“ segir Joris C.Verster, PhD við Utrecht University í Hollandi, en hún hefur rannsakað timburmenn.
Dr.Cutler mælir með að taka inn fjölvítamín í stað þessara lyfja og hlaða næringu í líkamann.
Kaffi
Ef þú drekkur kaffi reglulega getur verið bæði gott og vont að sleppa kaffi daginn eftir segir Brick. Þú gætir fengið slæman höfuðverk af koffein skorti ofan á timburmennina. Þannig að einn kaffibolli er kannski gott ráð.
Hafa skal í huga að koffein þrengir æðarnar og hækkar blóðþrýstinginn. „Þetta getur gert timburmenn enn verri“ segir Brick. Ef þú drekkur kaffi reglulega ættir þú að fá þér hálfan bolla af kaffi daginn eftir drykkju og bíða í c.a hálftíma til klukkutíma og sjá þá hvernig þér líður.
Vatn og íþróttadrykkir
Vökvatap sem að líkaminn verður fyrir vegna áfengis drykkju er ástæða þess að þér líður svona illa daginn eftir. Sérfræðingar vita í rauninni afar lítið um það hvað orsakar timburmenn.
En hvað um það, vertu viss um að fylla á vatnsbirgðir líkamans strax daginn eftir og þér ætti að líða aðeins skár. Þú getur drukkuð djús, Gatorade og aðra íþróttadrykki.
Verkjalyf
Verkjalyf eins og Panodil og Paratabs ættu að laga hausverkinn og hjálpa þér að hvílast. Og þessi verkjalyf er hægt að nálgast í næsta apóteki. Einnig er verkjalyfið TREO afar gott en það eru töflur sem að leysa á upp í vatni.
Hreyfðu…
Lesa meira HÉR