Er dökkt súkkulaði eitthvað sem þú færð þér smá bita af daglega?
Ef svo er þá ertu í ágætis málum!
En skoðum hvað það er sem heilbrigða fólkið gerir daglega
Næringarráðgjafar og þjálfarar ráðleggja ekki bara fólki að borða hollt og hreyfa sig, heldur eru þeir mjög góðir í að fá fólk til að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl í hinni daglegu rútínu.
Þegar það kemur að því að lifa heilbrigðu lífi þá snýst það ekki bara um að drekka grænkáls-smoothie og svitna í ræktinni í klukkutíma.
Að lifa heilbrigðu lífi getur þýtt eitt fyrir þig og annað fyrir nágranna þinn, en sumt er hægt að venja sig á til að ná sem bestu jafnvægi í lífinu, sama hver markmið þín eru.
Skelltu því þessum sérfræðiráðum í græna safann þinn og taktu stóran sopa
1. Drekktu vatn eins og þú virkilega meinir það
Vatn er virkilega þinn besti vinur. Drekktu fullt glas á fastandi maga á hverjum morgni. Það skiptir líkamann miklu máli að hugað sé að því að vökva hann reglulega yfir daginn. Einnig getur vatnsdrykkjan komin í veg fyrir að þú sért sífellt að narta í eitthvað óhollt.
2. Njóttu þess að borða og borðaðu án þess að það sé eitthvað að trufla þig eins og t.d sjónvarpið
Það er einfaldara að segja þetta en gera. En að borða í ró og næði er eitthvað sem þarf að vinna að. Æfingin skapar meistarann. Prufaðu næst þegar það er kvöldmatur, enginn sími, tölva eða sjónvarp. Með þessu þá ertu meira var um það hvað þú ert að borða og hversu mikið þú borðar og tekur eftir því þegar maginn er fullur því þá á að leggja frá sér hnífapörin.
3. Njóttu þess að komast út í ferska loftið þegar þú getur
Farðu út að ganga reglulega því það er svo gott fyrir geðheilsuna. Ef þú situr inni allan daginn í vinnu þá skaltu nota hádegið í stuttan göngutúr og fylla lungun af fersku lofti. Með þessu fyllir þú líkamann af orku og ert mun jákvæðari fyrir vikið.
4. Finndu tíma til að hreyfa þig daglega
Reyndu að taka frá tíma á hverjum degi til að hreyfa þig eitthvað. Hvort sem það er að fara út að ganga eða hlaupa, nú eða í ræktina – þá er þessi tími mikilvægur fyrir þig. Það er gott að fá útrás og svitna en passaðu bara að hafa hreyfinguna fjölbreytta.
5. Borðaðu grænmetið þitt
Reyndu að borða a.m.k. fimm skammta af grænmeti og 3 ávexti daglega. Hafðu þetta sem litríkast, gulur, rauður, grænn og fjólublár. Oft er auðveldara að komast yfir nægjanlegt magn af grænmeti og ávöxtum ef það er undirbúið kvöldinu áður og komið fyrir í merktum plastboxum í ísskápnum.
6. Leyfðu þér…
Sjáðu meira HÉR