Sefur þú í átta tíma en ert samt uppgefin/n á morgnana ?
Það eru margir þættir sem spila inn í það að ná góðum nætursvefni og jafn margir sem spilla góðum nætursvefni.
Kíkjum á málið
Það er augljóst að maður vakni þreytt/ur ef farið er of seint að sofa. En samt koma þeir dagar þar sem sofið hefur verið í 7 tíma og þú gengur um eins og draugur, algjörlega uppgefin/n. Ástæðan fyrir því er mjög líklega sú að þú nærð ekki gæðasvefni.
Það er margt sem við gerum yfir daginn sem getur svo truflað svefninn þegar að honum kemur.
Hér eru 12 atriði sem gætu dregið úr gæði svefnsins
1. Þú ferð á æfingu stuttu fyrir svefn
Að fara á hörku æfingu stuttu fyrir svefn getur minnkað gæði svefns. Sumir finna ekki fyrir þessu á meðan aðrir ná sér ekki niður og sofa afar laust og illa. Ef þig langar að taka einhverskonar æfingu að kvöldi þá er mælt með jóga. Annars er ákjósanlegur tími til að fara á æfingu 3-4 klukkustundum fyrir áætlaðan svefntíma.
2. Þú hreyfir þig ekki nógu mikið
Að vera mikið á hreyfingu yfir daginn er mjög gott til að næla sér í gæða svefn. Jafnvel 20 mínútna æfing, þá helst að morgni eða strax eftir vinnu, hjálpar þér einnig að ná góðum svefni.
3. Að borða rétt fyrir svefn
Fullur magi af mat skemmir nætursvefninn. Þung máltíð seint að kvöldi er afar slæm fyrir gæðasvefn. Sem dæmi eru miklar líkur á brjóstsviða þegar þú leggst út af.
4. Þú ferð að sofa með tóman maga
Að fara að sofa með tóman maga er jafn slæmt og að hafa hann fullan. Garnagaulið getur skemmt gæði svefnsins og þú sefur laust og illa. Sá möguleiki er líka fyrir hendi að þú gefist upp á hungrinu og farir og nælir þér í óhollustu úr ísskápnum um miðja nótt.
5. Þú sefur of mikið um helgar
Almennt þá hugsar fólk mikið um að fá nægan svefn. En það eru líka margir sem spá ekki í að það skiptir máli að hafa sömu svefnrútínu alla daga vikunnar, líka um helgar. Of lítill svefn í miðri viku og þú hugsar„ahh ég sef bara út um helgina og bæti þetta upp“ virkar ekki. Að hafa fastan svefntíma og vekjaraklukkuna stillta á sama tíma alla morgna er besta leiðin til að ná gæða svefni.
6. Þú ert símafíkill
Að vera endalaust í símanum seinnipartinn og snemma á kvöldin truflar svefnmynstur þitt. Slepptu símanum þegar þú kemur heim úr vinnu. Og alls ekki hafa hann inn í svefnherbergi.
7. Koddinn og dýnan þín eru gömul
Það er ótrúlegt hversu margir sofa ennþá með koddann sem þeir áttu þegar þeir voru unglingar. Þessi koddi er bara alls ekki neitt góður þótt þú haldir mikið upp á hann. Það á að kaupa kodda sem hentar þér sem fullorðinni manneskju. Og þegar keypt er ný dýna í rúmið, eða nýtt rúm, þá skal passa sig á að velja ekki of lina né of harða dýnu. Farðu meðalveginn.
8. Það er óhreint á rúminu
Það er ekki neitt skemmtilegt að þvo sængurfatnað og lakið, né að búa um rúmið. En þetta þarf að gera vegna hreinlætis. Þú sefur miklu betur í tandurhreinum sængurfötum. Reyndu að skipta…
Lesa meira HÉR