Leikkonan Candice Bergen, 69 ára, er yfirleitt ekkert að skafa utan af hlutunum. Í ævisögu sinni, sem kom út í Bandaríkjunum í fyrra, þykir Candice afar hreinskilin. Enda segist hún ekki heldur sjá tilganginn í því að gera eitthvað jafn sjálfmiðað og ævisaga er án þess að vera eins hreinskilin og hægt er. Fyrri hluti ævisögu hennar kom út árið 1984 og var metsölubók.
Segist vera feit
Í þessari nýju bók talar Candice hreint út um viðkvæm málefni hjá leikkonum og fyrirsætum. „Ég er feit. Ég lifi til að borða. Þetta að maður borði til að lifa er ekki fyrir mig. Ég er meistari í því að borða. Engin kolvetni eru örugg fyrir mér – og ekki nein fita heldur“, segir Candice á léttum nótum.
Á fimmtán árum hefur leikkonan þyngst um tæp 15 kíló og sér ekkert athugavert við það. Enda segist hún í dag vera fullkomlega sátt í eigin skinni.
Hún finnur þó fyrir því að fólk líti hana hornauga þegar hún borðar það sem hana langar í. „Nýlega var ég í veislu þar sem ég borðaði m.a. brauð og ólífuolíu, og deildi síðan súkkulaðiís á eftir með eiginmanni mínum. Þá sá ég hvar kona sem sat nálægt mér horfði agndofa á það sem ég lét ofan í mig. En mér var svo sama.“
Valdi á milli andlitsins og afturendans
Candice sem hóf ferilinn sem fyrirsæta grínast með hvað vinkonur hennar leggja á sig til að vera tágrannar. Hún segir þær halda þyngdinni í skefjum með því að kasta upp eftir máltíðir. En þetta sé eitthvað sem hún sé ekki fær um. Þessi ummæli hennar féllu ekki í góðan jarðveg. En líklega er þessari svölu konu nákvæmlega sama um það.
Þá telur Candice að konur yfir fimmtugt þurfi að velja á milli andlitsins eða afturendans. Hún segist hafa valið það fyrra því megrun sé ekki á hennar sviði enda langi hana sífellt í smákökur og annað góðgæti.
Candice sem Shirley Schmidt í þáttunum Boston Legal
Og sem ung fyrirsæta
Sjáðu HÉR pistil Jónu Hrannar Kjagaði eins og gömul gæs í kartöflugarði