Hún verður 88 ára gömul þann 18. júlí og frægðarsól hennar hækkar með degi hverjum. Allt hófst þetta með því að langömmubarn hennar tók myndir af henni, í sínum fötum, og setti á Twitter.
Í dag er hún með um 2 milljónir fylgjenda á Instagram.
Baddie Winkle er karakter
Baddie Winkle segist alltaf hafa verið hálfgerður uppreisnarseggur og ef einhver segir henni að hún geti ekki gert eitthvað þá vill hún sýna að hún geti það víst.
Hennar rétta nafn er Helen Ruth Van Winkle og Baddie Winkle er karakter sem hún hefur búið til. Hún byrjar daginn á kaffibolla og sígarettu á meðan hún horfir á sjónvarpið. Á hverjum sunnudeg fer hún í kirkju og hefur gert í 40 ár. Þá segist hún fylgjast vel með tísku og straumum og stefnum.
Lífið ekki verið auðvelt
Baddie segir líf sitt ekki hafa verið dans á rósum og enginn viti sína ævi fyrr en öll er.
En það var karakterinn Baddie Winkle sem breytti öllu og með því hafi lífið orðið skemmtilegra og áhugaverðara.
Baddie þvertekur fyrir að vera gömul manneskja og segist aldrei hafa verið það – og þess vegna gerir hún bara það sem henni sýnist. Hún segist hafa lært að lifa lífinu lifandi og hana langi til að vera fyrirmynd eldra fólks.
„Við eigum bara þetta eina líf svo hafðu gaman af því“ eru skilaboð Baddie til okkar.
Sjáðu þessa spræku konu hér í myndbandinu