Vaselín ætti að vera til á hverju heimili – enda algjör töfravara

Jennifer Aniston VaselineVaselín ætti að vera til á hverju heimili þar sem þetta er svo mikil snilldar vara. Það er staðreynd að vaselínið er fyrir langa löngu búið að sanna ágæti sitt enda hefur varan verið til í meira en 150 ár.

Fyrir utan þá endalausu notkunarmöguleika sem vaselín býður upp á þá er verðið auðvitað eitt það besta við það.

Það má nefnlilega leysa ansi margt með vaselíni – sem annars þyrfti fleiri og dýrari vörur í.

Hér eru nokkrar frábærar leiðir til að nota vaselín

Fyrir augnhárin

Því hefur lengi verið haldið fram að vaselín geti hjálpað til við að lengja augnhárin. En þetta er víst ekki alveg rétt en hins vegar getur vaselín haft góð áhrif á augnhárin. Ef þú vilt fá fallegri, þéttari og mýkri augnhár er vaselín málið.

Þú getur borið það á með bursta eða fingrunum. En ekki nota þessa aðferð allan ársins hring. Betra er að taka ákveðin tímabil og stoppa svo.

Það má líka bera örlítið vaselín á augnhárin áður en maskarinn er settur á þau en þetta lætur augnhárin líta út fyrir að vera lengri en þau eru. Svínvirkar segja þær sem nota þetta trix!

Fyrir augnförðunina

Það er snilldar ráð að nota vaselín til að fjarlægja augnförðunina. Settu vaselín á fingurinn og nuddaðu því á augnsvæðið þar til öll förðunin fer af. Þurrkaðu þá með bómull og hreinsaðu síðan með vatni eða hreinsivatni.

Það má líka nota Vaseline til að bjarga augnförðuninni. Ef eitthvað hefur farið úrkseiðis sem þú vilt lagfæra er gott ráð að setja örlítið af vaselín á eyrnapinna og strjúka í burtu það sem þú vilt fjarlægja.

Fyrir augabrúnirnar

Eins og með augnhárin getur vaselín verið gott fyrir augabrúnirnar. Berðu það á með bursta, getur líka notað tannbursta, ef þú vilt fá mýkri og þéttari brúnir.

Þú getur líka notað vaselín til að móta brúnirnar fyrir förðunina.

Fyrir ilmvatnið

Viltu fá sem mest út úr ilmvatninu þínu og láta lyktina endast betur?

Prófaðu að nudda örlitlu vaselín á þau svæði sem þú setur ilmvatnið á – settu svo á þig ilmvatn og lyktin endist lengur.

Fyrir kinnbeinin

Í staðinn fyrir að draga fram og lýsa upp kinnbeinin með því að nota rándýran „highlighter“ geturðu notað vaselín. Settu örlítið á fingurna og settu yfir kinnalitinn með léttum strokum. Þetta gefur þér meira ljómandi og geislandi útlit.

Þú getur líka notað vaselín á kinnbeinin þótt þú sért ekki förðuð en það getur gefið þér náttúrulegan ljóma.

Fyrir fæturna

Margir eru með sprungna og harða hæla. Vaselín hefur löngum verið talið afar gott við þessu vandamáli. Berðu það á hælinn og nuddaðu vel inn.

Ef allur fóturinn er þurr er gott að bera vaselín á hann allan fyrir svefninn og sofa síðan í sokkum.

Fyrir húðina

Ef húðin er mikið þurr á ákveðnum svæðum líkamans, eins og til dæmis á olnbogum, hnjám og höndum er gott að nudda vaselíni á svæðið. En þú þarft ekki mikið magn í einu.

Fyrir hárið

Ef hárið er rafmagnað, úfið og stendur út í allar áttir er ágætt ráð að setja örlítið af vaselín í það – þetta á líka við slitna enda. Gættu þess þó að þú þarft aðeins örlítið af efninu.

Fyrir svörtu nabbana á nefinu

Já vaselín er líka gott fyrir þá. En hvernig er það notað?

Byrjaðu á því að hreinsa andlitið. Berðu svo vel af vaselín á allt nefsvæðið.

Leggðu síðan plastfilmu yfir svæðið og þrýstu henni alveg að húðinni.

Taktu síðan heitt og rakt þvottastykki og þrýstu því á svæðið. Haltu því þannig í fimm mínútur.

Fjarlægðu þá bæði þvottastykkið og filmuna.

Vefðu síðan mjúkum bréfþurrkum á hvora löngutöng til að þrýsta á nefsvæðið og ná nöbbunum út.

Stjörnurnar og Vaseline

Margar frægar leikkonur, söngkonur og fyrirsætur hafa í gegnum tíðina notað vaselín og sverja og sárt við leggja að það svínvirki.

Leikkonan Jennifer Aniston setur t.d. vaselín undir augun á hverju kvöldi áður en hún fer í rúmið. Og þakkar hún því nær hrukkulaust augnsvæði.

Aðrar stjörnur sem nota vaselín reglulega eru meðal annars Jennifer Lopez og Tyra Banks.

Átt þú ekki örugglega vaselín í skápnum?

Deildu þessari grein á
  • Nýtt
  • Heilsa og útlit
  • Lífið og lífsstíll
  • Matur og drykkur
  • Menning
  • Myndbönd

Tvær ótrúlega einfaldar leiðir til að gera krullur og strandarliði í hárið

Hvað ætli mörgum konum finnist þær eyða of miklum tíma í hár...

Þetta finnst konum fráhrindandi í fari karla sem eru kærulausir með útlitið

Munið þið eftir þeirri umræðu frá því í gamla daga að konur sem...

Sumarlegur og æðislegur kokteill – Áfengur eða óáfengur

Þessi dásemdar kokteill er sannkallaður sumardrykkur sem minnir okkur á...

Dásamlegt súkkulaði bananabrauð – Ein besta uppskrift sem þú finnur

Það er leikur einn að henda í þetta dásamlega súkkulaði bananabrauð...

Losnaðu við andfýlu – því hún er alveg ferlega fráhrindandi

Flestir eru líklega sammála um að andfýla sé eitthvað sem þeir vilja...

Hugsar þú nógu vel um sjálfa/n þig og þína andlegu líðan? – Hér eru mikilvæg atriði

Allt of margir eru vanir og of vel þjálfaðir í því að hugsa vel um...

Svona er agúrkuvatn ótrúlega gott fyrir líkamann

Hefurðu prófað agúrkuvatn? Ef ekki ættir þú kannski að skoða það...

Mikilvægt að þrífa uppþvottavélina – og svona gerir þú það

Vissir þú að það er afar mikilvægt að þrífa uppþvottavélina á...

Tvær ótrúlega einfaldar leiðir til að gera krullur og strandarliði í hárið

Hvað ætli mörgum konum finnist þær eyða of miklum tíma í hár...

Svona er agúrkuvatn ótrúlega gott fyrir líkamann

Hefurðu prófað agúrkuvatn? Ef ekki ættir þú kannski að skoða það...

Hér eru fimm einkenni þess að þú neytir of mikils sykurs

Sykur er hluti af okkar daglega lífi – því hvort sem okkur líkar...

Hver er besta svefnstellingin – og sefur þú í þeirri bestu eða verstu

Góður svefn er síður en svo sjálfsagður og því fær maður betur að...

Er gott fyrir brjóstin að sofa í brjóstahaldara?

Í gegnum tíðina hafa verið uppi ýmsar hugmyndir og kenningar um brjóst...

Mikilvægt að borða rétt fyrir hormóna líkamans

Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá hafa hormónar líkamans mikið...

Að láta klippa á sig topp getur alveg yngt mann um nokkur ár

Ef þig langar að breyta til og ert orðin hundleið á hárinu þínu...

Að vakna rennandi sveitt og þvöl um miðja nótt – Algengt vandamál

Konur á vissum aldri þurfa að kljást við eitt og annað sem tengist...

Þetta finnst konum fráhrindandi í fari karla sem eru kærulausir með útlitið

Munið þið eftir þeirri umræðu frá því í gamla daga að konur sem...

Losnaðu við andfýlu – því hún er alveg ferlega fráhrindandi

Flestir eru líklega sammála um að andfýla sé eitthvað sem þeir vilja...

Hugsar þú nógu vel um sjálfa/n þig og þína andlegu líðan? – Hér eru mikilvæg atriði

Allt of margir eru vanir og of vel þjálfaðir í því að hugsa vel um...

Mikilvægt að þrífa uppþvottavélina – og svona gerir þú það

Vissir þú að það er afar mikilvægt að þrífa uppþvottavélina á...

GJAFALEIKUR – Við gefum miða á geggjaða Elvis tónleika Bjarna Ara

Bjarni Ara hefur gjarnan verið kallaður Elvis okkar Íslendinga en hann...

Snúðu gæfunni þér í vil og tileinkaðu þér þessi 5 atriði

Þekkir þú einhvern sem þér finnst vera alveg fáránlega...

Meira en helmingur hjóna hugsar um skilnað – Og það er víst staðreynd

Ef þú ert gift/ur og hefur verið að hugsa um skilnað að undanförnu er...

Þetta hefur hamingjusama fólkið vanið sig á – Því hamingjan er val

Þótt fólk geti átt erfitt með að sætta sig við það þá er það...

Sumarlegur og æðislegur kokteill – Áfengur eða óáfengur

Þessi dásemdar kokteill er sannkallaður sumardrykkur sem minnir okkur á...

Dásamlegt súkkulaði bananabrauð – Ein besta uppskrift sem þú finnur

Það er leikur einn að henda í þetta dásamlega súkkulaði bananabrauð...

Ljúffeng sænsk súkkulaðikaka deluxe

Sænskar kladdkökur eru bæði einstaklega góðar og einfaldar í...

Hættu að steikja beikonið og notaðu frekar þessa frábæru aðferð

Ef þú ert vanur/vön að steikja beikonið á pönnu er kominn tími til...

Dásemdar sítrónukaka – eins og þessi sem fæst á Starbucks

Sítrónukaka er eitt það besta sem við fáum. Hún er svo frískandi,...

Klassísk frönsk súkkulaðikaka með fílakaramellum

Frönsk súkkulaðikaka er ein af þessum góðu kökum sem maður fær...

Dúnmjúk fyllt og afar einföld súkkulaðikaka með dásamlegu kremi

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst afskaplega gott að eiga einfaldar,...

Svona gerir þú fullkomin hleypt egg á þrjá vegu – eins og Egg Benedict

Hver kannast ekki við Egg Benedict? Þessi dásemd er í uppáhaldi hjá...

Þetta eru eftirminnilegustu kossar allra tíma

Kossar í bíómyndum verða gjarnan eftirminnilegir – og oft eru...

Jólalög og ljúfir tónar á Þorláksmessu í Hörpu – Frítt inn og allir velkomnir

  Margir leggja leið sína í miðbæ Reykjavíkur á Þorláksmessu...

Mahler og Mussorgsky á Óperudögum í Hannesarholti

  Þau Aron Axel Cortes barítónsöngvari og Hrönn Þráinsdóttir...

Skelltu þér á ókeypis tónleika Óperunnar í Hörpu – Notalegt í hádeginu

Íslenska óperan býður upp á í vetur, eins og undanfarna vetur,...

Tíu frábærar bíómyndir sem fá þig til að gleyma lífsins áhyggjum

Þegar veðrið er ekki upp á sitt besta og maður er í letistuði er...

Svona hefurðu aldrei heyrt lagið Jolene áður… frábær A capella flutningur

Dolly Parton er afskaplega hæfileikarík og þá ekki eingöngu sem...

Gætir þú lifað án tónlistar?

Hvernig væri tilveran án tónlistar? Tónlist er stór hluti af menningu...

Vissir þú að það er leyniíbúð uppi í Eiffel-turninum?

Vissir þú að það er lítil íbúð uppi í Eiffel-turninum? Þessa...

Tólf ára sem dreymir um að syngja á Broadway fær gullna hnappinn og grætir dómarana

Hann er 12 ára gamall og dreymir um að verða Broadway stjarna – og...

Þetta er sko enginn venjulegur kór – Enda fengu þau gullna hnappinn

Krakkarnir í Detroit Youth Choir mætti ásamt stjórnanda sínum í prufur...

Hann stoppar þessa 12 ára stelpu og lætur hana syngja aftur – Og hún neglir það!

Hún er 12 ára gömul og mætti á dögunum í prufur í stærstu...

Ellefu ára fiðluleikari er lifði af krabbamein fær gullna hnappinn frá Simon Cowell

Hann vildi ekki vera þekktur sem strákurinn með krabbameinið og ákvað...

Ótrúleg viðbrögð dýranna í skóginum við spegli

Franskur ljósmyndari kom spegli fyrir í skógum Afríku til að ná myndum...

Einhverfur og blindur heillar alla með stórkostlegum flutningi í hæfileikakeppni

Þrátt fyrir að vera bæði blindur og einhverfur lét hinn 22 ára gamli...

Tíu ára stelpa slær í gegn með frábærum söng og frumsömdu lagi

Þótt hún Giorgia sé ekki nema 10 ára gömul tókst henni að heilla...

Skólakór grætir dómarana og ærir salinn með taumlausri gleði og einlægni

Þau eru á aldrinum 4 til 11 ára og áttu sumir í hópnum sér þann...