Tíu atriði sem þú ættir að hafa í huga alla daga

Stoppar þú stundum og hugleiðir hvernig líf þitt er og hvert það stefnir?

Hvað með þig sem manneskju, hugsanir þínar og hegðun?

Eða ertu kannski eins og allt of margir og heldur bara bara áfram á hálfgerðri sjálfstýringu?

Þá er kominn tími til að staldra við!

Hér eru 10 atriði sem við ættum að hafa í huga alla daga

1. Allt er breytingum háð

Það er alveg vonlaust að ætla sér að fara í gegnum lífið án breytinga því lífið er breytingum háð. Lífið er fullt af óvæntum uppákomum, bæði góðum og slæmum, og því eins gott að sætta sig við það að EKKERT varir að eilífu.

En það jákvæða við breytingar er að þær fela yfirleitt í sér aukinn þroska.

2. Að sleppa takinu

Þar sem ekkert varir að eilífu er nauðsynlegt að kunna að sleppa takinu. Njótum augnabliksins út í ystu æsar því það kemur ekki aftur.

Að kunna að sleppa takinu og kveðja, hvort sem það er fólk eða staðir, gerir allt auðveldara.

3. Hugsaðu áður en þú dæmir aðra

Við dæmum gjarnan aðra fyrir það sem okkur mislíkar í eigin fari. Því það sem okkur líkar ekki við í fari annarra er oft það sem okkur líkar ekki við í eigin fari.

Þetta er eitthvað sem getur verið erfitt að sætta sig við – sérstaklega þegar okkur finnst einhver alveg ómögulegur og neitum að sjá eigin galla.

4. Ekki hægt að panta ást og ástúð

Ástin er fyrirbæri sem þarf að fá að fljóta og það er ekki hægt að þvinga hana fram. Hún birtist þegar hún á að koma en ekki þegar þú vilt að hún komi. Fólk elskar af því það velur að gera svo en ekki vegna þess að einhver segir því að gera það.

Ástin er magnað fyrirbæri sem verður að fá að hafa sinn gang.

5. Það er mannlegt að gera mistök

Það gera ALLIR mistök og sumir fleiri en aðrir. En það er líka alveg eðlilegt

Á vegferð okkar í lífinu gerum við fjöldann allan af mistökum en svo framarlega sem við náum að nota mistökin til aukins þroska er þetta í góðu lagi. Með allri þeirri reynslu sem við öðlumst á lífsleiðinni verðum við vitrari, sterkari og öruggari með okkur – og mistök okkar eiga þátt í því.

Ekki óttast að gera mistök því svo framarlega sem þú nærð að standa upp aftur er það hinn eðlilegasti hlutur í lífinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

6. Að streitast á móti ekki alltaf það rétta

Því meira sem þú streitist á móti einhverju, eins og t.d. aðstæðum, fólki, hugmyndum og öðru slíku – því líklegra er að þú gefir þessum hlutum meira líf.

Einbeittu þér frekar að því sem þú vilt en því sem þú ekki vilt. Hugsaðu frekar um hvað þú vilt að gerist og hvernig þú vilt hafa hlutina heldur en hvernig þú vilt ekki hafa þá. Með þessu nærðu frekar að laða að þér það sem þú vilt.

7. Hugsanir þínar skipta máli

Ekki vanmeta hvaða mátt hugsanir þínar hafa – því þær hafa mikinn mátt. Hvort sem þú trúir því eða ekki en þá móta hugsanir þínar líf þitt. Hvernig líf þitt er núna er afleiðing hugsana þinna. Og ef þú vilt breyta lífi þínu þarftu að breyta því hvernig þú hugsar.

Hugsanir okkar endurspegla gjörðir okkar svo það er mikilvægt að gæta að því hvernig maður hugsar.

8. Slepptu takinu

Ekki halda í eitthvað endalaust og ekki láta líf þitt vera sífellt drama. Lífið er of stutt til að eyða því í fólk og aðstæður sem láta þér líða illa. Vertu tilbúinn að sleppa takinu – þótt það taki á og sé erfitt.

Treystu lífinu og leyfðu því að flæða á sinn hátt. Og hafðu í huga að ekkert og enginn er ómissandi.

9. Þú getur ekki stjórnað öðrum

Þótt þú haldir að þú getir stjórnað því hvernig aðrir haga sér þá er það bara misskilningur. Og þó að þú sért náinn einhverjum gefur það þér engan rétt til þess að ráðskast með viðkomandi.

Eina manneskjan sem þú getur stjórnað ert þú sjálf/ur.

10. Að sjá eftir því sem þú ekki gerðir

Margir sjá eftir því sem þeir gerðu á meðan aðrir sjá eftir því sem þeir gerðu ekki.

Staðreyndin er sú að með hærri aldri áttar fólk sig á því að eftirsjá þeirra er frekar eitthvað sem það gerði ekki heldur en það sem það gerði.

Rannsókn sem gerð var á hópi eldra fólks leiddi í ljós að flestir þeirra sem tóku þátt sáu eftir því að hafa ekki gert eitthvað sem þeir á sínum tíma höfðu ekki kjark í. Þáttakendur sáu sem sagt miklu meira eftir því að hafa ekki gert eitthvað frekar en einhverju sem þeir gerðu.

Svo láttu vaða og framkvæmdu hlutina!

Heimildir – Purpose Fairy

Deildu þessari grein á
  • Nýtt
  • Heilsa og útlit
  • Lífið og lífsstíll
  • Matur og drykkur
  • Menning
  • Myndbönd

Þetta eru þeir eiginleikar sem konur vilja sjá í mönnum sínum

Flestar konur hafa ákveðnar skoðanir á því hvernig makinn á að vera...

Þessi stórgóði túrmerik sódavatns drykkur gerir undur fyrir þig

Þegar þú ert slöpp/slappur, alveg orkulaus og ert bara ekki eins og þú...

Þannig fer Christie Brinkley að því að líta svona vel út 65 ára

Christie Brinkley er með flottari konum sem við höfum séð og það er...

Dásemdar gulrótarkaka í rúllutertuformi

Gulrótarkaka er ein uppáhalds kakan mín og líklega sú kaka sem ég...

Náttúrulegir og heimatilbúnir hármaskar sem svínvirka

Stundum þarf hárið á okkur sérstaka ást og umhyggju. Hvort sem það...

Að eiga gott samband við börnin sín dregur úr líkum á Alzheimer

Fjölskylda okkar og mannleg samskipti geta skipt sköpum í því hvernig...

Heili kvenna mun virkari en heili karla – En því fylgja líka vandamál

Því hefur lengi verið haldið fram, og grínast með, að konur geti gert...

Tíu atriði sem ég hef lært með tímanum – Virkilega góð lífslexía

Það er eitt og annað sem við lærum með hærri aldri og auknum þroska....

Þannig fer Christie Brinkley að því að líta svona vel út 65 ára

Christie Brinkley er með flottari konum sem við höfum séð og það er...

Að eiga gott samband við börnin sín dregur úr líkum á Alzheimer

Fjölskylda okkar og mannleg samskipti geta skipt sköpum í því hvernig...

Heili kvenna mun virkari en heili karla – En því fylgja líka vandamál

Því hefur lengi verið haldið fram, og grínast með, að konur geti gert...

Fimm hlutir sem þú vissir líklega ekki um gráu hárin

Það á fyrir okkur öllum að liggja að verða gráhærð – en hvenær...

Er stundum erfitt að sofna á kvöldin? Prófaðu þá þetta fyrir svefninn

Að fá nægan svefn er mikilvægt upp á almennt heilsufar, bæði...

Þessi dúndur orkuskot bæta meltinguna og efnaskiptin – Mikilvægt fyrir heilsuna

Góð melting er afar mikilvæg fyrir heilsu og almenna vellíðan. Til...

Frábær trix og ráð til að láta hárið virðast þykkara

Það getur verið erfitt að eiga við þunnt hár og að ná fyllingu í...

Fimm æfingar til að gera heima sem koma þér fljótt í form

Margir eru duglegir að halda sér í formi þótt þeir fari ekki í...

Þetta eru þeir eiginleikar sem konur vilja sjá í mönnum sínum

Flestar konur hafa ákveðnar skoðanir á því hvernig makinn á að vera...

Þessi stórgóði túrmerik sódavatns drykkur gerir undur fyrir þig

Þegar þú ert slöpp/slappur, alveg orkulaus og ert bara ekki eins og þú...

Náttúrulegir og heimatilbúnir hármaskar sem svínvirka

Stundum þarf hárið á okkur sérstaka ást og umhyggju. Hvort sem það...

Tíu atriði sem ég hef lært með tímanum – Virkilega góð lífslexía

Það er eitt og annað sem við lærum með hærri aldri og auknum þroska....

Þessar ellefu fæðutegundir auka kynhvötina

Ef kynhvötin er ekki upp á sitt besta hjá þér/ykkur þessa dagana er...

Þú ættir að eyða meiri tíma einn með sjálfum þér – Og þetta er ástæðan

Hvað er langt síðan þú tókst þér tíma frá öllu og öllum til að...

Þrjóskum börnum vegnar betur í lífinu – Svo segja vísindin

Það er ekkert alltaf tekið út með sældinni að eiga krefjandi börn og...

Ert þú í réttu brjóstahaldarastærðinni? – Hér eru staðreyndir um brjóstin

Brjóst kvenna eru afar ólík, sem er auðvitað ósköp eðlilegt. En...

Þessi stórgóði túrmerik sódavatns drykkur gerir undur fyrir þig

Þegar þú ert slöpp/slappur, alveg orkulaus og ert bara ekki eins og þú...

Dásemdar gulrótarkaka í rúllutertuformi

Gulrótarkaka er ein uppáhalds kakan mín og líklega sú kaka sem ég...

Steiktur fiskur í ofni – og engin bræla

Mörgum þykir leiðinlegt og vesen að steikja fisk og forðast að gera...

Dásemdar súkkulaði bananabrauð sem óhætt er að mæla með

Hvað er betra en gott bananabrauð? Jú súkkulaði bananabrauð! Bananar...

Dásamlega mjúk banana- og súkkulaðikaka með léttu súkkulaðikremi

Þessi dúnmjúka súkkulaði- og bananakaka með léttu súkkulaðikremi er...

Brjálæðislega góð grænmetisbaka með sætum og spínati

Þessi grænmetisbaka er brjálæðislega góð – og alveg tilvalin...

Rosaleg súkkulaði og Snickers Pavlova

Ég er virkilega veik fyrir Pavlovum, og reyndar bara marengskökum yfir...

Frábær fjölskylduréttur – Hakkabuff með karamelluseruðum lauki og rjómasósu

Hakkabuff með lauk er matur sem er svo hefðbundinn og fastgróinn inn í...

Tíu frábærar bíómyndir sem fá þig til að gleyma lífsins áhyggjum

Þegar veðrið er ekki upp á sitt besta og maður er í letistuði er...

Þetta eru eftirminnilegustu kossar allra tíma

Kossar í bíómyndum verða gjarnan eftirminnilegir – og oft eru...

Jólalög og ljúfir tónar á Þorláksmessu í Hörpu – Frítt inn og allir velkomnir

  Margir leggja leið sína í miðbæ Reykjavíkur á Þorláksmessu...

Mahler og Mussorgsky á Óperudögum í Hannesarholti

  Þau Aron Axel Cortes barítónsöngvari og Hrönn Þráinsdóttir...

Skelltu þér á ókeypis tónleika Óperunnar í Hörpu – Notalegt í hádeginu

Íslenska óperan býður upp á í vetur, eins og undanfarna vetur,...

Svona hefurðu aldrei heyrt lagið Jolene áður… frábær A capella flutningur

Dolly Parton er afskaplega hæfileikarík og þá ekki eingöngu sem...

Gætir þú lifað án tónlistar?

Hvernig væri tilveran án tónlistar? Tónlist er stór hluti af menningu...

Vissir þú að það er leyniíbúð uppi í Eiffel-turninum?

Vissir þú að það er lítil íbúð uppi í Eiffel-turninum? Þessa...

Dáleiddu salinn og dómarana með töfrandi hreyfingum – Alveg magnað

Þessi hópur stúlkna frá Líbanon, 31 talsins, eru keppendur í nýjustu...

Stóð uppi sem sigurvegari 89 ára gamall – Aldrei of seint að láta draumana rætast

Við höfum lengi talað fyrir því að maður er aldrei, nei ALDREI, of...

65 ára gamall leikari fær magnaða yfirhalningu

Hann er 65 ára gamall leikari í New York og hafði ekki farið í...

Tólf ára sem dreymir um að syngja á Broadway fær gullna hnappinn og grætir dómarana

Hann er 12 ára gamall og dreymir um að verða Broadway stjarna – og...

Þetta er sko enginn venjulegur kór – Enda fengu þau gullna hnappinn

Krakkarnir í Detroit Youth Choir mætti ásamt stjórnanda sínum í prufur...

Hann stoppar þessa 12 ára stelpu og lætur hana syngja aftur – Og hún neglir það!

Hún er 12 ára gömul og mætti á dögunum í prufur í stærstu...

Ellefu ára fiðluleikari er lifði af krabbamein fær gullna hnappinn frá Simon Cowell

Hann vildi ekki vera þekktur sem strákurinn með krabbameinið og ákvað...

Ótrúleg viðbrögð dýranna í skóginum við spegli

Franskur ljósmyndari kom spegli fyrir í skógum Afríku til að ná myndum...