Hin 18 ára gamla, Madeline Stuart, frá Brisbane í Ástralíu vill breyta því hvernig fólk hugsar og skilgreinir fegurð, segir Daily Mail frá. Madeline er með Downs heilkenni og hefur stærstan hluta ævinnar verið að kljást við þyngdina, en þar spila bæði Down Syndrome og hjartveiki inn í. Á síðasta ári ákvað þessi duglega stúlka, ásamt móður sinni, að taka stjórnina í sínar hendur og einbeita sér að því að öðlast betri heilsu og taka líkamann í gegn.
Vill verða fyrirsæta
Madeline og Rosanne, mamma hennar, eru á vegferð og ætla að breyta hugmyndum fólks um staðlaða fegurð. Draumur Maddy, eins og hún er kölluð, er að verða fyrirsæta. Móðir hennar segist hafa upplifað ýmislegt misjafnt í gegnum tíðina og meðal annars hafi ókunnugt fólk stoppað sig úti á götu þegar Maddy var lítil og látið hana vita að hún ætti ekki að láta hana sjást svona opinberlega.
Þessir einstaklingar geta allt eins og allir aðrir
Móðir Maddy segir einstaklinga með Downs heilkenni geta gert allt eins og aðrir, bara ef þeim er gefinn tími og þeir fá að gera hlutina á sínum hraða. Hún segir dóttur sína vera yndislega stúlku sem daglega gleðji móðurhjartað með fallegum orðum, kossum og knúsi. Hún segist vorkenna fólki sem aldrei fái að upplifa slíka óskilyrta ást.
Rosanne vill að heimurinn fái að sjá Maddy skína og um leið sjái hvað það er sem virkilega skiptir máli í lífinu. Hún segist vera afar lánsöm að eiga slíka dóttur og telur sig hafa unnið í lottóinu daginn sem hún fæddist.
Við hér á Kokteil gleðjumst yfir þessu enda af hverju ætti Maddy ekki að geta látið drauma sína rætast eins og aðrir. Go girl!
Mynd af Maddy áður en hún fór í heilsuátakið.
Nýleg mynd af Maddy
Lesa má alla greinina um Maddy og móður hennar inni á: http://www.dailymail.co.uk